1.10.2019
2. fundur hverfisráðs Sandvíkurhrepps
- Fundur hverfisráðs Sandvíkurhrepps haldin 23. Maí 2019 kl. 16:15
Mætt:
Margrét K. Erlingsdóttir
María Hauksdóttir
Anna Valgerður Sigurðardóttir
Páll Sigurðsson
Oddur Hafsteinsson
Arna Ýr Gunnarsdóttir
- Hjólastígur í Sandvíkurhreppi.
Margrét formaður geindi frá því að samkvæmt upplýsingum frá Jóni Tryggva væri ekki búið að hanna stíginn lengra en að Tjarnarbyggðarmörkum. Málið rætt og samþykkt að Margrét og Oddur skoði málið og undirbúi bókun fyrir næsta fund.
- Lækjamótavegur.
Fram kom að vegurinn er einkavegur að hluta til og ekki þjónustaður af sveitarfélaginu en samt notaður til skólaaksturs. Ástand vegarins er óviðunandi og telur hverfisráðið nauðsynlegt að sveitarfélagið haldi veginum ökufærum eigi að nota hann áfram fyrir skólaakstur.
- Önnur mál.
Farið var yfir nýjar samþykktir fyrir hverfisráð.
Rætt um hitaveitumál við Votmúlaveg og í Tjarnarbyggð.
Næsti fundur áætlaður í ágúst.
Fundi slitið kl.17:30.