Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


21.2.2013

2. fundur íþrótta- og menningarnefndar

2. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 13. febrúar 2013  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15. 

Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Grímur Arnarson, nefndarmaður, D-lista, Þorlákur H Helgason, nefndarmaður, S-lista, Björn Harðarson, nefndarmaður, B-lista, Þorsteinn Magnússon, varamaður D-lista.  

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista boðaði forföll. Þorsteinn Magnússon, D – lista, kom inn sem varamaður. 

Formaður leitar afbrigað til að taka inn mál til kynningar nr: 1212086. Samþykkt að setja málið inn undir lið 7. 

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál

1.

1301075 - Bæjar- og menningarhátíðir 2013

 

Lögð fram drög að viðburða- og menningardagskrá ársins 2013 fyrir Sveitarfélagið Árborg. Fram kom að starfsmaður nefndarinnar sé að ljúka viðað fá staðfestingar um dagsetningar og það muni klárast á næstu dögum. Samþykkt að dagskráin verði auglýst með hefðbundnu sniði og send inn á öll heimili í sveitarfélaginu og mögulega víðar. Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.

 

   

2.

1211072 - Styrkbeiðni Listahátíð Íslands

 

Farið yfir málið og þær upplýsingar sem liggja fyrir eftir fund formanns og starfsmanns með skipuleggjendum í janúar sem og þau gögn sem bárust frá skipuleggjendum. Fram kom hjá nefndarmönnum að nánari upplýsingar þyrftu að liggja fyrir en eftir miklar umræður sér íþrótta- og menningarnefnd sér ekki fært að verða við erindinu að svo stöddu. Samþykkt samhljóða.

 

   

3.

1302069 - Málefni Umf. Selfoss

   
 

Lögð fram gögn úr fyrsta áfanga stefnumótunarvinnu Umf. Selfoss, Kristín Bára Gunnarsdóttir, formaður Umf. Selfoss, kom inn á fundinn og upplýsti ÍMÁ um stöðu mála hjá félaginu. Fram kom að endurskipulagning væri í gangi á skrifstofu félagsins en það er hluti af stefnumótunarvinnunni sem er í gangi innan félagsins. Fyrsti áfangi þeirrar vinnu liggur fyrir og til stendur að auglýsa fljótlega eftir framkvæmdastjóra og bókara eftir nýjum starfslýsingum sem hafa verið gerðar í framhaldi af stefnumótunarvinnunni. Nefndin þakkar Báru fyrir upplýsingarnar og hvetur félagið áfram í stefnumótunarvinnunni sem og þeirri miklu vinnu sem fram undan er hjá félaginu enda eigi starf ungmennafélagsins að vera jákvætt og uppbyggjandi fyrir samfélagið.   

 

   

4.

1202261 - Söfnun upplýsinga um sögu húsa í Sveitarfélaginu Árborg

   
 

Þorsteinn Tryggvi Másson, héraðsskjalavörður og Guðmunda Ólafsdóttir, verkefnisstjóri, komu inn á fundinn og fóru yfir stöðu verkefnisins sem hófst formlega 11.febrúar 2013. Fram kom að Guðmunda væri nýkominn til starfa en hún mun vinna að því að koma verkefninu af stað næstu sex mánuðina. Fóru þau yfir hvernig vinnuferlið væri hugsað og sýndu hvernig upplýsingarnar verða aðgengilegar á Netinu og í gegnum snjallsíma. Ákveðið að fá Þorstein og Guðmundu aftur inn á næsta fund nefndarinnar til að fara yfir næstu skref. Samþykkt samhljóða.

 

   

Erindi til kynningar

5.

1302053 - Samkomulag - afnot af léninu selfoss.is

 

Samkomulagið lagt fram til kynningar.

 

   

6.

1302028 - Heilbrigðieftirlit 2013 - úttekt á íþróttahúsi Stokkseyrar

 

Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um íþróttahúsið á Stokkseyri lögð fram til upplýsingar.

 

   

7.

1212086 - Þjónustukönnun Capacent

 

Lögð fram gögn úr þjónustukönnun Capacent er varða íþrótta- og menningarmál. Fram kom að sveitarfélagið væri að bæta sig í þessum málaflokkum milli ára sem er mjög jákvætt.

 

   

 

Þorlákur H. Helgason, S – lista, óskar eftir að á næsta fundi nefndarinnar verði tekin fyrir málefni Byggðasafns Árnesinga.

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:20 
 

Kjartan Björnsson

 

Grímur Arnarson

Þorlákur H Helgason

 

Björn Harðarson

Þorsteinn Magnússon

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica