Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


12.9.2014

2. fundur íþrótta- og menningarnefndar

2. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 3. september 2014  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15. 

Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista, Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Ómar Vignir Helgason, nefndarmaður, Æ-lista, Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi. 

Formaður leitar afbrigða að taka inn mál nr.1408010 sem vísað var til nefndarinnar frá bæjarráði. Samþykkt samhljóða. 

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð. 

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál

1.

1408034 - Starfshættir íþrótta- og menningarnefndar 2014-2018.

 

Ákveðið að fresta afgreiðslu um fundartímann til næsta fundar. Nefndarmenn fengu kynningu á siðareglum Sveitarfélagsins Árborgar og samþykktu allir nefndarmenn reglurnar með undirritun sinni. Samþykkt samhljóða.

 

   

2.

1408035 - Menningarmánuðurinn Október 2014

 

Farið yfir drög að dagskrá fyrir menningarmánuðinn október 2014. Lagt upp með að halda fjögur menningarkvöld þetta árið. Tvö á Selfossi annars vegar Selfossbíó og hins vegar Bifreiðastöð Selfoss - Fossnesti og Ingóll, eitt skemmtikvöld á Eyrarbakka og menningardagur á Stokkseyri þar sem farið verður yfir sögu Umf. Stokkseyrar. Dagsetningar eru í vinnslu og verða kynntar fljótlega. Starfsmanni nefndarinnar og formanni falið að vinna áfram að verkefninu og halda nefndarmönnum upplýstum í gegnum tölvupóst. Samþykkt samhljóða.

 

   

3.

1408010 - 100 ára kosningaréttur kvenna

 

Formaður kynnti erindi vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi. Fram kom hugmynd um að tengja Héraðsskjalasafn Árnesinga inn í verkefnið og er starfsmanni nefndarinnar falið að kanna þann möguleika og vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.

 

   

Erindi til kynningar

4.

1408179 - Stofnun bókabæja á Suðurlandi

 

Fulltrúar frá starfshópi um bókabæi komu inn á fundinn og kynntu verkefnið. Bókabæir eru orðnir margir um heiminn og laða að sér fjölmarga ferðamenn á hverju ári. Fram kom að stofnfundur bókabæjarins færi fram í FSu laugardaginn 27. september nk. kl. 14:00 og eru allir velkomnir.

 

   

  

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:50
  

Kjartan Björnsson

 

Axel Ingi Viðarsson

Helga Þórey Rúnarsdóttir

 

Eggert Valur Guðmundsson

Ómar Vignir Helgason

 

Bragi Bjarnason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica