Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.11.2010

2. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

2. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn mánudaginn 15. nóvember 2010  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00

Mætt:
Grímur Arnarson, formaður, D-lista
Þorsteinn Magnússon, nefndarmaður D-lista
Erling Rúnar Huldarson, nefndarmaður S-lista
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.

Formaður leitar afbrigða til að taka á dagskrá mál nr. 1011118 sem varðar kjör á íþróttakonu og -karli Árborgar 2010. Samþykkt samhljóða og málið tekið til afgreiðslu á undan öðrum málum á dagskrá fundarins.

Bragi Bjarnason ritar fundagerð.

Dagskrá:

1.  1011118 - Kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2010
 Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram tillögu að breytingum á reglugerð um kjör íþróttakonu og íþróttakarls Árborgar. ÍTÁ samþykkti breytingar á 5.gr. reglugerðarinnar vegna þess að fjölmiðlum á svæðinu hefur fjölgað um einn á árinu, starf verkefnisstjóra íþrótta-, forvarna og menningarmála verið lagt niður og ekki ráðið í starf framkvæmdastjóra fjölskyldumiðstöðvar. ÍTÁ felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að sjá um framkvæmd kjörsins samkvæmt reglugerð þar um. ÍTÁ leggur til að nefndin og íþrótta- og tómstundafulltrúi skipi undirbúningsnefnd fyrir Uppskeruhátíð ÍTÁ sem verði haldin þriðjudaginn 28.desember nk. í sal FSu og hefjist kl.20:00. Samþykkt samhjóða.
   
2.  1011114 - Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundamála
 Íþrótta- og tómstundafulltrúi fer yfir forsendur fjárhagsáætlunar fyrir íþrótta- og tómstundadeild. Áætlunin rædd. Einnig teknar fyrir óskir félagasamtaka um aukaframlög sem hafði verið vísað til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2011.
   
3.  1011088 - Húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuzar
 Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu mála. Málið rætt og líst nefndarmönnum vel á hugmyndirnar. Kostnaðaráætlun liggur fyrir í vikunni og mun íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsa nefndina þegar hún liggur fyrir.
   
4.  1011078 - Uppbygging skátastarfs og húsnæði Fossbúa
 ÍTÁ skilur húsnæðisþörf skátafélagsins en getur ekki tekið ákvörðun um úthlutun rýma í Björgunarmiðstöðinni. Málið rætt og bent á ýmsar aðrar leiðir. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna málið áfram.
   
5.  1011002 - Ósk fimleikadeildar Umf. Selfoss um að gera danssal á 2.hæð í Baulu
 ÍTÁ vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun 2011.
   
6.  1010140 - Viðhald og tækjakaup fyrir mótorkrossbrautina á Selfossi
 ÍTÁ tekur vel í erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að afla frekari upplýsinga.
   
7.  0906086 - Sandvíkursalurinn - afnot Umf. Selfoss
 ÍTÁ tekur undir húsnæðisvandamál júdó- og taekwondodeildar en telur sig ekki hafa heimild til að úthluta salnum.
   
8.  1011042 - Erindisbréf nefnda
 ÍTÁ þakkar upplýsingarnar.
   
9.  1011045 - Reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum
 Íþrótta- og tómstundafulltrúi fer yfir helstu atriði reglugerðarinnar. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar en lýsir yfir áhyggjum af þeim kostnaðarauka sem leggst á sveitarfélögin með henni. 
   
10.  1010169 - Ósk Golfklúbbs Selfoss um æfingaaðstöðu innandyra yfir veturinn
 ÍTÁ þakkar upplýsingar og líst vel á hugmyndina.
   
11.  1009263 - Jól í Árborg 2010
 ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og hvetur íbúa til að taka þátt í hátíðarhöldunum.
   

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00

Grímur Arnarson  
Þorsteinn Magnússon
Erling Rúnar Huldarson  
Bragi Bjarnason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica