Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15.3.2018

2. fundur Hverfisráðs fyrrum Sandvíkurhrepps

Annar fundur Hverfisráðs Sandvíkurhrepps 8. janúar 2018, haldinn að Eyravegi 27, Selfossi kl. 20.00.  Mætt voru: Aldís Pálsdóttir, Margrét Kr. Erlingsdóttir formaður, Oddur Hafsteinsson og Páll Sigurðsson, bæjarfulltrúinn Arna Ýr Gunnarsdóttir Anna Valgerður Sigurðardóttir forfallaðist, einnig Kjartan Björnsson  bæjarfulltrúi.  Hverfisráð ræddi þessi mál: 1. Um hitaveitumál í Tjarnabyggð, lágan hita og mikinn húshitunarkostnað af þeim sökum.  2. Umferðarmál, þ.e. afleggjarann innað Tjarnabyggð frá Eyrarbakkavegi. Sjá ályktun.  3. Rætt var um hraðatakmarkanir á Strokkhólsvegi (Kaldaðarnesafleggjara, frá Stóru-Sandvík að Eyrarbakkavegi). Sjá ályktun.  4. Um reið- og hjólastíga í Sandvíkurhreppi.  5. Um skólaakstur. Páll Sigurðsson og Aldís Pálsdóttir fá meiri upplýsingar um tilhögun hans hjá þeim sem um hann sjá.  6. Um typpinn að Lækjamótum.   Ályktun 1.: Hverfisráð Sandvíkuhrepps óskar eftir því að yfirvöld sveitarfélagsins fari þess á leit við Vegagerðina að gatnamót Tjarnabyggðarafleggjara og Eyrarbakkavegs verði gerð öruggari en nú er. Augljóst er að byggð á eftir að aukast í Tjarnabyggð og þar eð stór hluti íbúa vinnur dagvinnu annarsstaðar, er umferð um þessar krossgötur með háum álagstoppum, sem eiga ekki eftir að gera annað en að hækka. Umferð um Eyrarbakkaveg er hröð og því telur Hverfisráð afar mikilvægt að gatnamótin verði gerð mun öruggari, hvort sem það er með að- eða fráreinum, hringtorgi eða eftir öðrum leiðum.   Ályktun 2.: Hverfisráð Sandvíkurhrepps óskar eftir því að yfirvöld sveitarfélagsins fari þess á leit við Vegagerðina að farið verði í aðgerðir til að lækka ökuhraða á Kaldaðarnesafleggjara, frá gatnamótum við Eyrarbakkaveg og að Stóru-Sandvíkurafleggjara (öðru nafni Strokkhólsveg). Oft aka bílar þarna mjög hratt, enda vegurinn beinn, en benda má á að þessi vegur er eina gönguleið milli húsa í Stóru-Sandvíkurhverfinu og börn eru þarna oft á ferð.     Aðalmál á næsta fundi: 1. Skólabíllinn. 2. Lækjamótatyppurinn.   Næsti fundur ákveðinn 6. febrúar kl. ½ 5 – 6 eh.   Fundi slitið.      

Þetta vefsvæði byggir á Eplica