2. fundur skipulags- og byggingarnefndar
2. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn fimmtudaginn 29. júlí 2010 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:35
Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, varaformaður, D-lista,
Jón Jónsson, varamaður D-lista,
Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður B-lista,
Kjartan Ólason, nefndarmaður S-lista,
Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi,
Gísli Davíð Sævarsson. aðstoðarbyggingafulltrúi,
Bókun frá fulltrúa S lista vegna fundarboðs: Geri athugasemdir við lögmæti fundarins, fékk ekki fundarboð sent.
Dagskrá:
1. 0912077 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir vélaskemmu að Suðurbraut 44, Selfossi. Umsækjandi: Einar Finnsson, kt: 180554-2389 og Áslaug Guðmundardóttir, kt: 270755-2599, Laufengi 12, 112 Reykjavík.
Samþykkt.
2. 1007071 - Ósk um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi veitingastaðar í flokki I fyrir Bakkabrim ehf. við Eyrarbakkabryggju. Umsækjandi: Sýslumaðurinn á Selfossi, kt: 461278-0279, Hörðuvöllum 1, 800 Selfossi.
Samþykkt.
3. 1004194 - Kvörtun vegna umhleðslustöðvar Sorpstöðvar Suðurlands að Víkurheiði 4, 800 Selfoss
Skipulags- og byggingarnefnd hefur áhyggjur af umgengni á umhleðslusvæðinu við Víkurheiði og hvetur heilbrigðiseftirlit suðurlands að framfylgja skilyrðum um starfsleyfi.
4. 1007054 - Umsókn um afnot af jarðskika til kartöflu- og grænmetisræktunar norðan við Túngötu 62, 820 Eyrarbakka. Umsækjandi: Ratree Chaitongrat, kt: 150373-2479, Túngötu 23a, 820 Eyrarbakka
Erindinu frestað, skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga.
5. 1007019 - Óskað er umsagnar vegna tillögu að stækkun húsnæðis fyrir félagsstarf eldri borgara að Austurvegi 51-59, 800 Selfoss.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga um málið.
6. 0908057 - Fyrirspurn frá Kjartani Ólasyni, fulltrúa S-lista: Varðandi Sigtún 1a(Ingólf). Hvað tefur framkvæmdir á þessari lóð? Hefur þetta mál komið til kasta lögfræðings Árborgar?. Áður á dagskrá 06.07.2010
Greitt hefur verið staðfestingargjald vegna lóðarinnar. Teikningar eru tilbúnar frá VÁ. Búið er að loka fyrir alla glugga, þrífa glerbrot og girða húsið af. Stefnt er að því að steypa kjallara og hefja framkvæmdir á húsinu fyrir veturinn. Ástæða þess að tafir hafa orðið á framkvæmdum má fyrst og fremst rekja til efnahagsástandsins og erfiðrar stöðu á lánamörkuðum.
7. 1007027 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir matsöluvagn við Tryggvatorg á Selfossi. Umsækjandi: Stjarnan ehf. kt: 410949-0169, rekstraraðili Subway á Íslandi, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Afgreiðslu frestað þar til viðræðum við fulltrúa bæjarstjórnar hafa farið fram eins og umsækjandi hefur óskað eftir.
8. 1007065 - Umsókn um stækkun lóðar að Skúmsstöðum V, 820 Eyrarbakka. Umsækjandi: Ragnhildur Ben, Birkigrund 19, 800 Selfoss. Umsækjandi: Hallgrímur G. Jónsson, Skúmsstöðum V, 820 Eyrarbakka
Úthlutun frestað þar til heildar lóðarskipulag liggur fyrir.
9. 1007068 - Fyrirspurn til byggingarnefndar um byggingu bílgeymslu að Sandprýði, Háeyrarvegur 1, 820 Eyrarbakka. Umsækjandi: Ríkharður Gústafsson, kt: 030257-5539, Hverfisgata 61, Hafnarfirði
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir teikningum til grenndarkynningar.
10. 1007069 - Fyrirspurn til byggingarnefndar um stækkun á húsi að Sandprýði, Háeyrarvegur 1, 820 Eyrarbakka. Umsækjandi: Ríkharður Gústafsson, kt: 030257-5539, Hverfisgötu 61, Hafnarfirði
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir teikningum til grenndarkynningar.
11. 1007073 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir óupphituðu hestaskýli að Lambatanga, Stokkseyri. Umsækjandi: Jónas Henningsson, kt: 010963-7299, Hásteinsvegur 5, 825 Stokkseyri
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir fullnægjandi teikningum.
12. 1007074 - Umsókn um uppsetningu skilta á vegrið við Arnberg, Selfossi. Umsækjandi: Bjarni Harðarson, kt: 251261-4239, Austurvegi 27, 800 Selfoss
Erindinu frestað þar til heildastefna hefur verið mótuð vegna skilta í Árborg.13. 1005133 - Óskað er umsagnar vegna beiðni um tenginu við vatnsveitu fyrir kaffihús við Eyrarbakkabryggju.
Skipulags- og byggingarnefnd vísar erindinu til framkvæmda og veitustjórnar til afgreiðslu.
14. 1007039 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu að Hreggvið, 820 Eyrarbakka. Umsækjandi: Rósa Marta Guðnadóttir, kt: 011255-3979, Hreggviði, 820 Eyrarbakka
Samþykkt.
15. 1007007 - Erindi frá Bæjarráði Árborgar um úthlutun lóðarinnar að Eyrarbraut 23, 825 Stokkseyri.
Samþykkt að úthluta lóðinni, skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá lóðaleigusamningi og lóðarblaði.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:20
Gunnar Egilsson
Tómas Ellert Tómasson
Jón Jónsson
Íris Böðvarsdóttir
Kjartan Ólason
Bárður Guðmundsson
Gísli Davíð Sævarsson