20. fundur íþrótta- og tómstundanefndar
20. fundur íþrótta- og tómstundanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 5. mars 2009 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Gylfi Þorkelsson, formaður, S-lista (S)
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður B-lista
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Óskar Sigurðsson nefndarmaður D-lista boðaði forföll sem og Kristín Hrefna Halldórsdóttir varamaður hans
Bragi Bjarnason ritaði fundargerð
Dagskrá:
•1. 0902172 - Íþrótta- og tómstundastyrkir 2009
ÍTÁ samþykkir eftirfarandi tvær breytingar á úthlutunarreglum um íþrótta- og tómstundastyrki:
A)styrkjum ÍTÁ verður hér eftir úthlutað einu sinni á ári, í maí, í stað tvisvar hingað til.
B)B-liður 2. greinar úthlutunarreglnanna falli niður.
ÍTÁ felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að auglýsa, í samræmi við þessar breytingar, eftir umsóknum um íþrótta- og tómstundastyrki í maí 2009. Skilafrestur umsókna skal vera 24. apríl nk.
Erindi til kynningar:
•2. 0901015 - Líkamsræktaraðstaða í Sundhöll Selfoss
Íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsti að tvö tilboð hefðu borist í afnot af kjallara Sundhallar Selfoss til rekstur líkamsræktarstöðvar. Fram kom að ekki mun falla kostnaður á sveitarfélagið vegna þessarar afnota. ÍTÁ mælir með að gengið verði til samninga samkvæmt fyrirliggjandi mati á tilboðunum.
•3. 0902030 - Kostnaðar- og framkvæmdaáætlun vegna endurbyggingar útiklefa við Sundhöll Selfoss
Formaður fór yfir stöðu mála. Útboðsgögn vegna framtíðaruppbyggingar við Sundhöll Selfoss voru tilbúin á sl. ári en vegna efnahagshruns og fjármagnsskorts í þjóðfélaginu hefur framkvæmdin ekki verið boðin út. Fram hafa farið viðræður við einkaaðila, sem áhuga hafa á verkefninu, en þeir hafa ekki aðgang að fjármagni, fremur en sveitarfélagið. Nýlega samþykkti bæjarstjórn að gerð yrði kostnaðar- og framkvæmdaáætlun vegna endurbyggingar útiklefanna við Sundhöllina, til að bæta aðstöðuna sem kostur er miðað við aðstæður. ÍTÁ leggur áherslu á nauðsyn þess að bæta aðstöðu sundlaugargesta en áréttar jafnframt að ráðist verði í framtíðaruppbyggingu, samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum, um leið og rofar til og fjármagn fæst.
•4. 0710082 - Niðurgreiðsla á íþrótta- og tómstundastarfi barna og unglinga.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fer yfir árið 2008 og kynnir framkvæmd á hvatagreiðslum fyrir árið 2009.
•5. 0803119 - Samráðshópur - framkvæmdir við íþróttasvæðið
Formaður upplýsir fundinn um gang mála. Verkið gengur samkvæmt áætlun.
•6. 0901113 - Umhirða grasvalla í Árborg
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir málið. Sláttur og umhirða grasvalla í sveitarfélaginu verður boðinn út, væntanlega nú í mars.
•7. 0607065 - Landsmót UMFÍ 2012
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti umræður sem farið hafa fram innan UMFÍ um mögulega frestun Landsmóts UMFÍ um eitt ár vegna ýmissa ástæðna. ÍTÁ leggur áherslu á að þegar mótið verður haldið verði það gert með reisn.
•8. 0902064 - Vor í Árborg 2009
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir málið. Fram kom að hátíðin mun fara fram dagana 21.- 24. maí nk. ÍTÁ hvetur íbúa Árborgar til að leggja sitt af mörkum til að gera hátíðina sem veglegasta.
•9. 0901058 - Samningur um sérfræðiþjónustu vegna félagsstarfs Selsins
Skrifað var undir samning við Laugarvatn ehf. 8. janúar sl. vegna félagsstarfs Selsins, en það er hópur fyrir fatlaða einstaklinga. ÍTÁ lýsir ánægju sinni með samninginn.
•10. 0901151 - Styrktarsamningur við íþróttafélag Suðra
Skrifað var undir styrktarsamning við Íþróttafélagið Suðra þann 20. janúar sl. ÍTÁ lýsir ánægju sinni með samninginn.
•11. 0902096 - Styrkir Menningarráðs Suðurlands 2009
Fram kom að við styrkjaúthlutun Menningarráðs Suðurlands þetta árið verður sérstaklega litið til menningartengdrar ferðaþjónustu.
•12. 0902122 - Ályktun um stuðning við íþróttastarf
Ályktun frá Ársþingi KSÍ um mikilvægi stuðnings við íþróttastarf. ÍTÁ tekur undir ályktunina og bendir á frumkvæði sveitarfélagsins í gerð þjónustusamninga við fjölmörg íþrótta- og tómstundafélög undanfarið, þar sem megniáherslan er lögð á barna og unglingastarf, sem og algera enduruppbyggingu sem nú stendur yfir á íþróttarvallasvæðinu á Selfossi.
•13. 0901143 - Lífshlaupið 2009
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar
•14. 0812177 - Heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum - samstarf
ÍTÁ lýsir yfir ánægju sinni með hvað nemendur FSu sóttu sundlaugar Árborgar vel þessa daga. Íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsti jafnframt að hafið er reglubundið samstarf milli íþrótta- og tómstundafulltrúa nokkurra sveitarfélaga í nágrenni Árborgar. ÍTÁ lýsir yfir ánægju sinni með samstarf og samhæfingu á þessu sviði milli sveitarfélaga og vonast eftir aukinni og bættri þjónustu við ungmenni á svæðinu í kjölfarið.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18.00
Gylfi Þorkelsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Bragi Bjarnason