Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


23.11.2006

20. fundur bæjarráðs

 

20. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 23.11.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Þórunn J. Hauksdóttir, formaður
Margrét Katrín Erlingsdóttir, varaformaður
Gylfi Þorkelsson, bæjarfulltrúi
Jón Hjartarson, áheyrnarfulltrúi
Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

 

Dagskrá:

 

1. Fundargerðir til staðfestingar:

 

 

a.

0611064
Fundargerðir almenningsbókasafna

frá 09.11.06

b.

0606112
Fundargerð skipulags- og bygginganefndar

frá 09.11.06

c.

0611065
Fundargerð samstarfsnefndar STÁ og Árborgar

frá 09.11.06

d.

0606088
Fundargerð félagsmálanefndar

frá 13.11.06

e.

0607019
Fundargerð menningarnefndar Árborgar

frá 13.11.06

 

1b) -liður 4, bæjarráð bendir umsækjanda á að snúa sér til skipulags- og byggingarnefndar varðandi nánari útfærslu á hugmyndum um aðstöðu fyrir kajakferðir, þar sem breyta þarf aðalskipulagi.
-liður 7, bæjarráð samþykkir deiliskipulagstillöguna.
-liður 13 bæjarráð tekur undir álit skipulags- og byggingarnefndar.
-liður önnur mál, a) bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst.

 

1c) -liður 3, bæjarráð samþykkir tillöguna.

 

1d) -liður 2, Gylfi Þorkelsson, S-lista, lagði fram svo hljóðandi bókun:
Undirritaður leggur áherslu á að jafnréttisáætlun sveitarfélagsins sé lifandi og virk í vinnu nefnda og ráða. Full ástæða er til þess að fylgjast grannt með jafnréttismálum og gera þeim hátt undir höfði, enda staðfesta nýlegar kannanir 16-17% launamun kynjanna í landinu, konum í óhag. Þrátt fyrir skýrslu starfsmannastjóra Árborgar er brýnt að halda vöku sinni, enda snúast jafnréttismál um fleira en laun. Það er því full ástæða til að félagsmálanefnd fundi sérstaklega um jafnréttismál með reglulegu millibili.

 

Fundargerðirnar staðfestar.

 

2. Fundargerðir til kynningar:

 

Engar.

 

3. 0611056
Skipan vinnuhóps til að skoða aðild að og skipulag SASS og skólaskrifstofu Suðurlands - skv. ákvörðun bæjarstjórnar 14.11.06

Bæjarráð skipar eftirtalda til setu í vinnuhópnum:
Sigurð Jónsson, Margréti K. Erlingsdóttur og Gylfa Þorkelsson, til vara fyrir Gylfa, Ragnheiði Hergeirsdóttur.


4. 0511051
Innritunarreglur fyrir leikskóla Árborgar -

Bæjarráð vísar drögum að innritunarreglum til leikskólanefndar til endurskoðunar.

5. Erindi til kynningar:

 

a) 0611054
Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands - bæklingur til kynningar. -

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:30.

Þórunn J Hauksdóttir                                      
Margrét K. Erlingsdóttir
Gylfi Þorkelsson                                             
Jón Hjartarson
Stefanía Katrín Karlsdóttir                              
Ásta Stefánsdóttir


 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica