Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


13.11.2007

20. fundur félagsmálanefndar

20. fundur félagsmálanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 12. nóvember 2007  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:1

Mætt: 
Kristín Eiríksdóttir, formaður, B-lista (B)
Alma Lísa Jóhannsdóttir, varaformaður, V-lista (V)
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, varamaður S-lista
Guðmundur B. Gylfason, nefndarmaður D-lista (D)
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða

Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri ritaði fundargerð

Dagskrá:

•1. 0711052 - Forvarnarmál

Sýslumaðurinn í Árnessýslu Ólafur Helgi Kjartansson kom inn á fund nefndarinnar vegna þessa liðs, rætt var um hlutverk þess aðila sem gefur út skemmtanaleyfi, hvert sé til að mynda eftirlitshlutverk hans, hver sé ábyrgð þeirra sem halda skemmtanir o.fl. Ólafur Helgi vék af fundi. Nefndin er sammála um mikilvægi þess að allir aðilar vinni saman að málefnum barna og ungmenna í sveitafélaganna. Félagsmálanefnd hvetur foreldra til að leita sér upplýsinga og hafa eftirlitshlutverk um aðgengi barna á áfengi og öðrum vímugjöfum. Það er ljóst að stór hluti barna á aldrinum 16 - 18 ára eru í framhaldskólum. Félagsmálanefnd hvetur jafnframt forsvarsmenn Fjölbrautaskóla Suðurlands að aðstoða foreldra í þessu eftirlitshlutverki og senda bréf til forráðamanna barna yngri en 18 ára í skólanum til að upplýsa þá um þær reglum sem gilda um skemmtanir skólans. Þá ákvað nefndin að boða til samráðsfundar með forráðamönnum Fjölbrautaskóla Suðurlands, nemendafélags skólans fulltrúum félagsmálanefndar og lögreglu, til að fara yfir málin, var verkefnisstjóra félagslegra ráðgjafar falið að boða til fundar.

•2.  0711051 - Gjaldskrá fyrir félagsleg úrræði 2008

Gjaldskrá fyrir félagsleg úrræði þ.e. málefni aldraðra og fatlaðra lögð fram og hún samþykk með 3 greiddum atkvæðum meirihluta, þeirra Kristínar Eiríksdóttur (B), Ölmu Lísu Jóhannesdóttur (V) og Katrínar Ósk Þorgeirsdóttur (S). Fulltrúar minnihluta Guðmundur B. Gylfason (D) og Bjarnheiður Ástgeirsdóttir (D)sátu hjá.

•3.  0704033 - Húsnæðismál - trúnaðarmál

Fært í trúnaðarbók

•4. 0708027 - Framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum

Verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar lagði fram drög að framkvæmdaráætlun í barnaverndarmálum. Samkvæmt barnaverndarlögum eiga sveitafélög að setja sér áætlun í barnaverndarmálum fyrir hvert kjördæmabil. Nefndin mun hittast 26. nóvember til að ganga frá áætluninni.

•5. 0703034 - Barnaverndarmál - trúnaðarmál

Fært í trúnaðarbók

•6.  0711053 - Frumvarp til laga - sala áfengis og tóbaks

Meirihluti Félagsmálanefnd Árborgar, Kristín Eiríksdóttir (B), Alma Lísa Jóhannsdóttir (V) og Katrín Ósk Þorgeirsdóttir (S), mælir eindregið gegn því að frumvarp til laga um sölu áfengis og tóbaks (sala léttvíns og bjórs), 6. þingmál, verði samþykkt. Reynsla annarra þjóða af auknu aðgengi að áfengi með afnámi einkasölu sýnir aukna neyslu, ekki sísts meðal ungmenna og þar af leiðandi mikla fjölgun félagslegrar og heilsufarslegra vandamála. Þetta frumvarp stefnir því í þveröfuga átt í þeirri uppbygginu sem sveitafélagið Árborg er að gera í forvarnarmálum.

Erindi til kynningar:

•7.  0711042 - Hagir og líðan ungs fólks í Árborg

Lagt fram til kynningar

•8.  0711040 - Afmælishátíð - 75 ár frá setningu barnaverndarlaga á Íslandi

Lagt fram til kynningar.

•9. 0701013 - Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra

Lagt fram til kynningar

•10. 0711049 - Starfsmannamál - nýr starfsmaður á sviði félagslegrar ráðgjafar

Sólrún Ósk Lárusdóttir hefur hafið störf á sviði félagsráðgjafar, Sólrún er sálfræðingur að mennt og er hún boðin velkomin til starfa.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:15

Kristín Eiríksdóttir                                            
Anný Ingimarsdóttir
Alma Lísa Jóhannsdóttir                                   
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir
Guðmundur B. Gylfason
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica