Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


17.12.2007

20. fundur leikskólanefndar

20. fundur leikskólanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 17. desember 2007  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00

Mætt: 
Sædís Ósk Harðardóttir, formaður, V-lista (V)
Róbert Sverrisson, varaformaður, B-lista (B)
Ari B. Thorarensen, nefndarmaður D-lista (D)
Ásdís Sigurðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Sigurborg Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra
Auður Hjálmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna
Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi
Arna Ír Gunnarsdóttir, varamaður S-lista

Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi ritar fundargerð.
Formaður setti fundinn og byrjaði á að þakka Heiðdísi fyrir mjög gott samstarf og óeigingjant starf í þágu leikskóla Árborgar síðustu áratugi.

Erindi til kynningar:

•1. 0708077 - Frumvarp til laga um leikskóla

Kynnt voru meginatriði frumvarps til laga um leikskóla.

•2. 0710038 - Móttaka barna af erlendum uppruna í leikskóla

Kynntur bæklingur frá Félagsmálaráðuneytinu um móttöku innflytjenda til landsins á pólsku, ensku og litháísku.  Kynntar hagnýtar upplýsingar um móttöku barna af erlendum uppruna í leik- og grunnskólum frá Skólaskrifstofu Suðurlands. Bréf frá Bryndísi Ósk Sævarsdóttur ódagsett, vegna fyrirhugaðs lokaverkefnis sem verður einblöðungur/bæklingur um starfsemi leikskóla Árborgar. Frumrit einblöðungsins mun verða á íslensku en hann svo þýddur yfir á flest tungumál.  Leikskólanefnd lýsir ánægju sinni með framtak Bryndísar og hefur áhuga á að fylgjast með framvindu verkefnisins. Í fyrstu umræðu um fjárhagsáætlun 2008 var rætt um skilgreiningu og skipulagningu þjónustu við nýbúa í Árborg.  Leikskólanefnd lýsir ánægju með að málið sé komið á þetta stig.

•3.  0712029 - Kynning á námskeiðinu Uppeldi sem virkar- færni til framtíðar

Leikskólafulltrúi sagði frá fyrirhuguðu námskeiði sem Fjölskyldumiðstöð og hjúkrunarfræðingar á Heilsugæslu Selfoss verða með fyrir foreldra barna sem fædd eru 2006. Námskeiðin byrja í janúar. Þessi námskeið hafa staðið leikskólum sveitarfélagsins til boða.  Leikskólanefnd lýsir mikilli ánægju með þetta framtak og hvetur foreldra eindregið til að nýta sér þetta námskeið.

•4. 0701063 - Fundargerð leikskólafulltrúa og leikskólastjóra 4. desember 2007

Leikskólanefnd mælir með þeim tillögum að sumarleyfum sem fram koma í fundargerðinni:
Árbær, Brimver og Glaðheimar frá og með 16. júní til og með 18. júlí
Álfheimar, Æskukot og Hulduheimar frá og með 7. júlí til og með 8. ágúst.
Ásheimar frá og með 1. júlí til og með 1. ágúst.

•5. 0710039 - Ársskýrslur leikskóla Álfheima og Hulduheima 2006-2007 og Ársáætlanir leikskóla Álfheima og Hulduheima 2007-2008

Til kynningar

•6. 0703069 - Fréttabréf frá leikskólum Árborgar 2007

Fréttabréf Æskukots í nóvember og fréttabréf Álfheima, Árbæjar, Ásheima,Brimvers, Glaðheima og Æskukots í desember til kynningar.

Heiðdís þakkaði fyrir hlý orð í sinn garð og óskaði leikskólanefndinni allra heilla í framtíðinni og þakkaði gott samstarf.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18.05

Sædís Ósk Harðardóttir                                   
Róbert Sverrisson
Ari B. Thorarensen                                          
Ásdís Sigurðardóttir
Sigurborg Ólafsdóttir                                       
Auður Hjálmarsdóttir
Heiðdís Gunnarsdóttir                          
Arna Ír Gunnarsdóttir

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica