Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.3.2008

20. fundur skólanefndar grunnskóla

20. fundur skólanefndar grunnskóla, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 13. mars 2008  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:10

Mætt: 
Sigrún Þorsteinsdóttir, formaður, V-lista (V)
Sandra D. Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Þórunn Jóna Hauksdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Kristín Traustadóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri
Elín Höskuldsdóttir, fulltrúi Flóahrepps
Eyjólfur Sturlaugsson, fulltrúi skólastjóra
Guðrún Herborg Hergeirsdóttir, fulltrúi foreldra
Elín Karlsdóttir, varamaður B-lista

Sigurður Bjarnason verkefnisstjóri ritaði fundargerð

Í upphafi fundar var Kristínu Traustadóttur óskað til hamingju með nýfæddan deng.

Dagskrá:

  • 1. 0801123 - Heiðurslistakerfi grunnskóla

    Tekið var fyrir erindi frá bæjarstjórn Árborgar um heiðurslistakerfi grunnskóla. Bæjarstjórn felur skólanefnd grunnskóla að taka afstöðu til upptöku heiðurslistakerfis og að útfæra hugmyndina sé þess þörf og leggja mat á kostnað verði hann einhver.
    Tillaga bæjarstjórnar kemur í kjölfar ályktunar frá ársþingi SASS í október 2007. í ályktuninni segir: ,,Markmiðið með heiðurslistakerfi er að efla sjálfsvitund nemenda og menntun almennt, auka áhuga og hvetja þá í fjölbreyttu námi. Lögð [er] áhersla á sem mesta fjölbreytni og að viðurkenningar til nemenda [séu] ekki bundnar við hefðbundnar námsgreinar. Einnig er mikilvægt að hver skóli fái að móta sínar áherslur."

    Afgreiðsla skólanefndar:
    Skólanefnd samþykkir að fela verkefnisstjóra fræðslumála að leita eftir áliti kennarafunda grunnskóla í Árborg um upptöku heiðurslistakerfis.

    Samþykkt samhljóða

  • 2. 0710024 - Skólastefna Sveitarfélagsins Árborgar- Erindi frá verkefnisstjóra fræðslumála

    Tekið var fyrir erindi frá verkefnisstjóra fræðslumála vegna bókunar frá skólanefndarfundi 13. desember 2007. Verkefnisstjóri fer fram á við skólanefnd að skilatími könnunar um hvernig til hefur tekist að framfylgja skólastefnu
    sveitarfélagsins, verði framlengdur fram til október 2008.
    Skólanefnd samþykkir erindi verkefnistjóra.
    Í tengslum við afgreiðslu þessa erindis voru umræður um ýmis verkefni á fræðslusviði sem þarf að vinna s.s. ýmis konar stefnumótunarvinna, gerð lista yfir styrkveitingar ofl. Spurning kom frá Eyjólfi Sturlaugssyni hvers vegna ekki væri grunnskólafulltrúi á fræðslusviði líkt og starfandi leikskólafulltrúi.
  • 3. 0803053 - Umsögn um tímabundna ráðningu skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Vallasóla 2008-2009

    Skólanefnd mælir með tímabundinni ráðningu Guðbjarts Ólasonar í stöðu skólastjóra Vallskóla skólaárið 2008-2009.

    Skólanefnd mælir með tímabundinni ráðningu Einars Guðmundssonar í stöðu aðstoðarskólastjóra Vallaskóla skólaárið 2008-2009.

  • 4. 0803054 - Skólaheimsóknir 2008

    Ákveðið er að skólanefnd fari í skólaheimsókn í Vallaskóla miðvikudaginn 2. apríl kl. 8:00

Erindi til kynningar:

  • 5. 0802040 - Mótun sameiginlegrar framtíðarsýnar fyrir grunnskólastarf til ársins 2020

    Lagt fram bréf frá verkefnastjórn um mótun sameiginlegrar framtíðarsýnar fyrir grunnskólastarf til ársins 2020. Verkefnastjórn skipa fulltrúar Skólastjórafélags Íslands, Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Skýrslu verkefnastjórnarinnar er hægt að nálgast á vefslóðinni www.samband.is/Framtidarsyn
  • 6. 0803050 - Mat á tilraun í Norðlingaskóla

    Lögð var fram til kynningar skýrsla frá félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um mat á tilraun í Norðlingaskóla með vinnutímaskipulag kennara byggt á bókun fimm í kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

    Fulltrúar D lista bóka eftirfarandi:

    Fulltrúar D-lista fagna öllum ákvæðum miðlægs kjarasamnings Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands um aukið forræði, meiri sveigjanleika og ábyrgð út til grunnskóla og sveitarfélaga. Þetta tekur m.a. til vinnutíma, aukagreiðslna og skipulags skólastarfs. Þetta er til þess fallið að virka hvetjandi og auka gæði skólastarfs og viðurkenna fagvitund kennara.

  • 7. 0803048 - Ályktun kennarafundar Vallaskóla - álagsgreiðslur

    Lagt fram samrit bréfs til bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar frá kennurum í Vallaskóla. Bréfið inniheldur ályktun kennarafundar í Vallaskóla um álagsgreiðslur til kennara.

    Skólanefnd tekur undir ályktun kennarafundar og telur laun kennara lág t.d. miðað við ábyrgð og menntun og biður bæjarráð að taka jákvætt í erindið.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30

Sigrún Þorsteinsdóttir                           
Sandra D. Gunnarsdóttir
Þórunn Jóna Hauksdóttir                                 
Kristín Traustadóttir
Sigurður Bjarnason                                          
Elín Höskuldsdóttir
Eyjólfur Sturlaugsson                                       
Guðrún Herborg Hergeirsdóttir
Elín Karlsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica