Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


18.2.2016

20. fundur bæjarstjórnar

20. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 17. febrúar 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.   Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir: Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar, Gunnar Egilsson, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Magnús Gíslason, varamaður, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista. Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð. Forseti bæjarstjórnar setti fundinn. Dagskrá: I.   Fundargerðir til staðfestingar   1. a) 1601007             Fundargerð framkvæmda- og veitusviðs                  23. fundur       frá 20. janúar https://www.arborg.is/23-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/ b) 1601003             Fundargerð fræðslunefndar                                      17. fundur       frá 21. janúar https://www.arborg.is/17-fundur-fraedslunefndar-2/ c) 63. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 28. janúar             https://www.arborg.is/63-fundur-baejarrads-2/    2. a) 1601008             Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                16. fundur       frá 13. janúar https://www.arborg.is/16-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar-2/       b) 1601004             Fundargerð félagsmálanefndar                                 18. fundur       frá   2. febrúar             https://www.arborg.is/18-fundur-felagsmalanefndar-2/      c) 1601006             Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            19. fundur       frá   3. febrúar https://www.arborg.is/19-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/      d) 64. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 11. febrúar             https://www.arborg.is/64-fundur-baejarrads-2/             Úr fundargerð félagsmálanefndar, samanber 64. fund bæjarráðs til afgreiðslu:
  • liður 4, málsnr. 1501120 - Reglur um fjárhagsaðstoð 2015. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillögurnar verði samþykktar.
Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, samanber 64. fund bæjarráðs til afgreiðslu:
  • liður 12, málsnr. 1302259 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Dísastaðalandi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
  • liður 15, málsnr. 1503075 – Athugasemdir Skipulagsstofnunar við tillögu að breyttu deiliskipulagi í Gráhellu. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
  • liður 1 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 20. janúar, lið 1, málsnr. 1302259 – Deiliskipulagsbreyting - Dísastaðaland.
Gunnar Egilsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.
  • liður 1 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 21. janúar, lið 3, málsnr. 1404071 – Frístundaheimili – mögulegar útfærslur.
Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.
  • liður 1 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 28. janúar, lið 7, málsnr. 1601151 – Vetrarlokanir á Suðurlandsvegi og vetrarþjónusta á Suðurstrandarvegi.
Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.
  • liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar, frá 13. janúar, lið 2, málsnr. 1601075 – Málefni sundlauga Árborgar.
Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.
  • liður 2 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 13. janúar, lið 1, málsnr. 1501110 – Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.
  • liður 2 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 13. janúar, lið 3, málsnr. 1601074- Vor í Árborg 2016
  • liður 1 b) Fundargerð félagsmálanefndar frá 2. febrúar, liður 4, málsnr. 1501120 – Reglur um fjárhagsaðstoð 2016. Lagt er til við bæjarstjórn að tillögurnar verði samþykktar.
Reglur um fjárhagsaðstoð 2016 voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
  • liður 2 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. febrúar, liður 12, málsnr. 1302259 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Dísastaðalandi. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
Lagt er til að kvöð verður sett á lóðarblöð um lagnarbelti fráveitu á þeim lóðum sem um ræðir, einnig verði hlykkir á botnlangagötum breikkaðir til samræmis við breidd gatnanna. Við hönnun gatna verði gert ráð fyrir 2m gangstétt og 2m grasræmum meðfram götum eins og sýnt er í deiliskipulagstillögunni. Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna.
  • liður 2 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. Febrúar, liður 15, málsnr. 1503075- Athugasemdir Skipulagsstofnunar við tillögu að breyttu deiliskipulagi í Gráhellu. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
Nýr deiliskipulagsuppdráttur var lagður fram í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna.  Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.  Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:50 Magnús Gíslason Sandra Dís Hafþórsdóttir Ari Björn Thorarensen Gunnar Egilsson Kjartan Björnsson Helgi Sigurður Haraldsson Eggert Valur Guðmundsson Arna Ír Gunnarsdóttir Rósa Sif Jónsdóttir, ritari.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica