20. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
20. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 10. júni 2011 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 12:10
Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður S-lista,
Bjarni Harðarson, nefndarmaður V-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson, tækni- og veitustjóri,
Samúel Smári Hreggviðsson, varamaður D-lista.
Dagskrá:
1. 1105261 - Ráðning umsjónarmanns fasteigna
Framkvæmdastjóri lagði fram drög að ábyrgðar og starfssviði vegna stöðu umsjónarmanns fasteigna. Framkvæmda- og veitustjórn samþykkir að auglýsa eftir umsjónarmanni fasteigna.
2. 1105098 - Viðhald gatna 2011
Sundurliðuð kostnaðaráætlun lögð fram vegna aukafjárveitingar fyrir viðhaldi gatna.
3. 1106038 - Gjald vegna orkunotkunar við sæbjúgnaeldi
Nefndin beinir því til bæjarráðs að koma á samræmdum reglum varðandi afslátt af gjaldskrá Selfossveitna til nýsköpunar- og sprotafyrirtækja í sveitarfélaginu.
4. 1106039 - Vatnsöflun vegna vökvunar á íþróttasvæðum
Nefndin samþykkir að bora eftir vatni til vökvunar á íþróttavallarsvæðinu við Engjaveg. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
5. 1106040 - Útboðsskilmálar í verklegum framkvæmdum
Stjórnin ákveður að endurskoða útboðsskilmála sveitarfélagsins í verklegum framkvæmdum. Framkvæmdastjóra falið að afla gagna fyrir næsta fund.
6. 1104325 - Umhverfisverkefni sumarið 2011
Frestað.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:44
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson
Eggert Valur Guðmundsson
Bjarni Harðarson
Jón Tryggvi Guðmundsson
Samúel Smári Hreggviðsson