Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


28.2.2019

20. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

20. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 13. febrúar 2019 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00.  Mætt:                        Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista Álfheiður Eymarsdóttir, nefndarmaður, Á-lista Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista Eggert Valur Guðmundsson, varamaður, S-lista Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1804176 - Nýtt viðhaldskerfi fyrir hitaveitu og vatnsveitu
  Guðmundur Jón Bjarnason framkvæmdastjóri DMM Lausna kom á fundinn og kynnti DMM viðhalds- gæða- og eftirlitskerfi. Framkvæmda- og veitustjóra falið að ganga til samninga við DMM Lausnir um kaup á viðhalds- gæða og eftirlitskerfi fyrir framkvæmda- og veitusvið.
     
2. 1902072 - Þjónustukaup eignadeildar 2019
  Framkvæmda- og veitustjóra falið að óska eftir umsóknum verktaka til þátttöku í væntanlegum verðfyrirspurnum og tímavinnu vegna endurbóta, viðhaldsvinnu o.fl. í fasteignum sveitarfélagsins.
     
3. 1811080 - Hugbúnaðarkaup fyrir eignadeild
  Ákvörðun frestað til næsta fundar.
     
4. 1902077 - Rafræn stjórnsýsla á framkvæmda- og veitusviði 2019
  Framkvæmda- og veitustjórn lýsir ánægju sinni með að hafin sé vinna við að auka og bæta rafræna stjórnsýslu í sveitarfélaginu. Stefnt er að aukinni sjálfsafgreiðslu á vefnum m.a. vegna umsókna um þjónustu sem styttir afgreiðslutíma og eykur þjónustu við íbúa.
     
5. 1809235 - Fjárfestingaráætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022
  Framkvæmda- og veitustjóra er falið að vinna útboðsáætlun fyrir fjárfestingarverk ársins og leggja fram á næsta fundi.
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:30
Tómas Ellert Tómasson   Álfheiður Eymarsdóttir
Sveinn Ægir Birgisson   Ragnheiður Guðmundsdóttir  
Eggert Valur Guðmundsson   Jón Tryggvi Guðmundsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica