Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


2.6.2016

20. fundur íþrótta- og menningarnefndar

20. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 25. maí 2016 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.  Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista, Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista, Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.  Formaður leitar afbrigða að setja á dagskrá mál nr.1605293. Samþykkt samhljóða og fer málið undir 5.lið. Bragi Bjarnason ritaði fundagerð. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1605276 - Bæjar- og menningarhátíðir í Árborg 2016
Farið yfir viðburðadagskrá sumarsins í Árborg og rætt sérstaklega um hátíðir sumarsins sem eru væntanlegar. Bragi upplýsir að ein hátíð hafi bæst við þá dagskrá sem gefin var út en það eru Hálandaleikar sem verða haldnir við bakka Ölfusár sunnudaginn 5. júní nk. Skipulagning hátíða er í góðum farvegi og er starfsmaður nefndarinnar í tengslum við hátíðarhaldara.
2. 1605275 - Menningarmánuðurinn október 2016
Rætt um mögulega viðburði í menningarmánuðinum 2016. Ýmsar hugmyndir settar á blað fyrir byggðarkjarnana og er starfsmanni nefndarinnar falið að kanna farveg ákveðinna hugmynda og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar í ágúst. Samþykkt samhljóða.
3. 1605274 - Málefni Vinnuskólans í Árborg 2016
Rætt um málefni vinnuskólans sumarið 2016. Fram kom að skráning væri svipuð og sl. ár þrátt fyrir að stytta hefði þurft ráðningartímann hjá hverjum árgangi. Hluti af vinnuskólahópnum fer í vinnu hjá íþrótta- og tómstundafélögum yfir sumarið og er sá hópur svipað stór og undanfarin ár.
4. 1501110 - Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Sv. Árborg
Rætt um næstu skref í framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Umf. Selfoss er að vinna í hugmyndum eruppbygginu á Selfossvelli, golfklúbburinn er að skipuleggja stækkun á golfvellinum og önnur íþróttafélög hafa að hluta komið fram með sínar hugmyndir sem þarf að skoða nánar. Starfsmanni nefndarinnar falið að taka saman þau gögn sem koma inn og leggja fyrir nefndina. Samþykkt samhljóða.
5. 1605293 - Ósk um að setja upp sjálfsala í Sundhöll Selfoss.
Fyrirspurn frá Umf. Selfoss um hvort félagið geti sett upp einn gossjálfsala í anddyri Sundhallar Selfoss. Málið rætt og nefndin tekur vel í erindið á þeim forsendum að um tímabundið samþykki væri að ræða yfir sumarið 2016 og er starfsmanni nefndarinnar falið að semja við Ungmennafélag Selfoss um útfærslu á verkefninu. Samþykkt samhljóði.
Erindi til kynningar
6. 1605185 - Ungt fólk 2016 - Skýrsla frá RogG
Farið yfir niðurstöður rannsóknar sem gerð var vorið 2016 af Rannsókn og greiningu. Fram kom að skoða þurfi ákveðna þætti í niðurstöðunum og er forvarnarhópurinn beðinn um að taka skýrsluna fyrir á næsta fundi sínum.
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:50.
Kjartan Björnsson   Axel Ingi Viðarsson
Helga Þórey Rúnarsdóttir   Eggert Valur Guðmundsson
Estelle Burgel   Bragi Bjarnason
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica