20. fundur umhverfisnefndar
20. fundur umhverfisnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 9. október 2008 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
María Hauksdóttir, formaður, B-lista (B)
Soffía Sigurðardóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Jóhann Óli Hilmarsson, nefndarmaður V-lista
Björn Ingi Gíslason, nefndarmaður D-lista (D)
Katrín Georgsdóttir, sérfræðingur umhverfismála
Siggeir Ingólfsson, starfsmaður
Dagskrá:
- 1. 0810021 - Breyting - nýr starfsmaður Umhverfisnefndar
Fyrir hönd umhverfisnefndar þakkar formaður Siggeir fyrir vel unnin störf og færir honum blómvönd og býður nýjan starfsmann velkominn til starfa. - 2. 0711111 - Aðalskipulagsbreyting - Eyðimörk
Nefndin gerir ekki athugasemd við nýtt skipulag. - 3. 0312038 - Varðar Beluga umhverfisvottun
Umhverfisnefnd mælir með að hætt verði þátttöku í Beluga vegna undirritunar Ólafsvíkuryfirlýsingarinnar um að taka upp Staðardagskrá 21 í sveitarfélaginu. Jafnframt óskar umhverfisnefnd eftir greinagerð um hvernig gengur að framfylgja núverndi umhverfisstefnu sveitarfélagsins og í framhaldi að því mun nefdin taka stefnuna til endurskoðunnar. - 4. 0809087 - Umhirða iðnaðarlóða 2008
Umhverfisnefnd felur starfsmanni umhverfisnefndar og yfirverkstjóra umhverfisdeildar að gera úttekt á öllum atvinnulóðum í sveitarfélaginu. - 5. 0810022 - Íþrótta- og útivistarsvæði Selfossi
Umhverfisnefndin lýsir ánægju með breytinguna á nýju deiliskipulagi og telur að það hafi tekist mjög vel til. Hinsvegar vill umhverfisnefnd benda á að bílastæði við Langholt verði umhverfisvæn og að yfirbyggð hjólaskýli verði á svæðinu. - 6. 0810020 - Hundasleppisvæði
Frestað - 7. 0810019 - Suðurlandsvegur - nýtt vegstæði
Umhverfisnefnd lýsir sig samþykka færslu á brúarstæði á þjóðvegi 1 yfir Ölfusá frá Laugardælaeyju yfir á gamla ferjustæðið norðan við. Jafnframt bendir umhverfisnefnd á að land sem fer undir vegi eða önnur mannvirki er aldrei ókeypis og vill sjá mótvægisaðgerðir vegna rasks sem af því hlýst.
Umhverfisnefnd spyr jafnframt hvort þessi staðsetning á brúarstæði kalli á frekari breytingu á vegastæðinu heldur en sýnt er á uppdrætti sem fylgdi erindi?
Bókun frá Birni Inga Gíslasyni og Jóhanni Óla Hilmarssyni: Við bendum á að ekki hafi verið framkvæmd formleg úttekt á því hvar best væri að staðsetja nýja brú út frá efnahags-, umhverfis-, náttúru-, samfélags- og skipulagslegum áherslum. Viljum við sérstaklega benda á leið suður fyrir byggðina á Selfossi. - 8. 0810018 - Landfylling í Sandvík
Umhverfisnefnd hafnar hugmynd um landfyllingu í Sandvík. - 9. 0810017 - Jarðvegstippir
Umhverfisnefnd Árborgar fór í skoðunarferð um sveitarfélagið til þess að finna stað fyrir jarðvegstipp. Keyrt var um svæðið og ýmsir möguleikar skoðaðir. Nefndin hefur rætt ýmsa staði á fundum og voru umræddir staðir skoðaðir.
Skoðað var hugsanlega jarðvegsfylling við enda Ölfusáróss, þar sem nú eru miklir sandar og sandöldur.
o Sá staður er ekki talinn henta til jarðvegsfyllingar þrátt fyrir að þar verði nokkuð fok af sandinum í þurrki. Það mundi breyta algjörlega landslaginu og því náttúrulega gróðurfari sem er á þessu svæði. Með breytingu á gróðurfari gæti sú líffræðilega fjölbreytni sem þar er til staðar tapast og breytast.Sérstaða svæðisins eru sandar, sandhólar og melgresi og það fuglalíf sem slíku landslagi fylgir. Svæðið er hluti af Friðlandinu skv. aðalskipulagi og því enn meiri ástæða til að vara við svo viðamiklu raski á þessum stað.
Náman við Hesthús norðan Stokkseyrar (Silungapollur).
o Náman er u.þ.b. 30 ára. Það finnast ekki tölur um hversu stór náman er. Umhverfis og tæknisvið hefur samþykkt að nýta námuna til urðunar á múrbrotum og hefur bærinn Jaðar nú þegar verið urðaður í námuna. Einnig hefur verktaki sem sér um endurbætur á leikskólanum Æskukoti urðað malbik, staura og múrbrot úr skólanum í námuna án leyfis sveitarfélagsins. Til að koma í veg fyrir að utanaðkomandi nýti sér námuna þarf að girða svæðið og setja lás á. Framkvæmda og veitusvið sér um þetta.
o Sérfræðingur umhverfismála, skipulags- og byggingarfulltrúi og verkstjóri þjónustumiðstöðvar álykta að best er að nýta þessa námu fyrir urðun á múrbrotum. Hér er talað um múrbrot frá þeim húsum sem skemmdust í skjálftanum 29. maí sl.
o Sótt hefur verið um leyfi til urðunar hjá Heilbrigðiseftirliti og var Umhverfisstofnun upplýst um málið.Náma Ræktunarsambands Flóa og Skeiða. Við gámasvæðið norðan við Stokkseyri.
o Efnistöku er lokið úr námunni. Magnið sem tekið var nam milli 40.000 og 50.000 m³ (upplýsingar frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða)
o Samkvæmt útreikningum ætti þessi náma að duga í ár fyrir jarðvegstipp í Árborg miðað við framkvæmdir áætlaðar sumar 2008. Staðan er mjög breytt í dag og ætti Ræktó náman að duga a.m.k. helmingi lengur.Gámasvæði við Eyrarbakka
o Þegar nýtt gámasvæði sveitarfélagsins verður tekið í notkun er sveitarfélaginu skylt að ganga frá svæðinu og móta það sem líkast umhverfinu í kring. Því þarf að fylla upp í það svæði og það er mat manna að svæðið mun nýtast sem jarðvegstippur næstu 5 árin a.m.k.Tippur í Ölfusá við Hagaland í „Sandvík"
Ályktun: Umhverfisnefndin leggst alfarið gegn því að Sandvík verði nýtt á nokkurn hátt sem uppfylling eða fyrir tippun. Til þess að kanna ástand víkurinnar vegna foks og meintan ágangs Ölfusár þarf að gera nákvæma rannsókn sem ætti að standa í ár til þess að meta fok og landrof á öllum árstímum. Sú vinna er bæði dýr og tímafrek.
o Ef fylla á upp í Sandvík verður að meta umhverfisáhrifin á svæðinu.
Fuglalíf er mikið í Sandvík og það gæti breyst við þetta
Þó að slík fylling muni ekki hafa mikil áhrif á ána þá ætti það ekki að vera fordæmisgefandi að fylla upp í slíkar víkur. Reynsla frá löndum ein og Danmörku og Hollandi sýna að sveitarfélög eru í ríkara mæli að grafa upp gamla árfarvegi og víkur og eiða í það stórum fjármunum.
Sandvík hefur tilfinningalegt gildi fyrir marga Selfyssinga.
Það þarf að skoða hversu mikið landbrot á sér stað og hvort áhrif þess séu veruleg fyrir íbúasvæðið.Urðunarsvæði í Kirkjuferjuhjáleigu.
o Nú þegar hafa áætlanir verið gerðar fyrir Urðunarsvæðið í Kirkjuferjuhjáleigu. Árborg á því ekki möguleika á því að nýta það svæði fyrir jarðvegstipp. Hugsanlegt er þó að get gert samning um einhverskonar landmótun.Námur í Flóahreppi
o Skoðaðar voru nokkrar námur í landi Súluholts og Önundarholts í Flóahreppi. Þessar námur eru stórar og eru nýttar til urðunar á ýmsum hlutum. Það er tilvalið að semja við landeiganda um að tippa upp í hluta náumunnar sem búið er að fullnýta.
o Áður en sveitarfélagið fer í gang með urðun verður að gera kröfu um að landeigandi eða sveitarfélagið fjarlægi þaðan hluti sem geta skaðað umhverfi og náttúruna. Þetta á við: Bílhræ, rafgeyma, ísskápa o.s.frv.Lækjamótatippur:
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að Lækjármótatipp verði lokað og gengið frá honum. Nefndin óskar eftir upplýsingum um hvaða áætlanir eru um frágang þar.
- 10. 0810023 - Nýr kirkjugarður
Umhverfisnefnd finnst að kirkjugarður og útivistarsvæði færi vel saman og mælir með að svæðið verði mótað með tilliti til náttúrfars.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:30
María Hauksdóttir
Soffía Sigurðardóttir
Jóhann Óli Hilmarsson
Björn Ingi Gíslason
Katrín Georgsdóttir
Siggeir Ingólfsson