21. fundur félagsmálanefndar
21. fundur félagsmálanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 26. nóvember 2007 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Kristín Eiríksdóttir, formaður, B-lista (B)
Alma Lísa Jóhannsdóttir, varaformaður, V-lista (V)
Guðmundur B. Gylfason, nefndarmaður D-lista (D)
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, varamaður S-lista
Ragnheiður Thorlacius, framkvæmdastjóri
Ragnheiður Thorlacius, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð
Dagskrá:
•1. 708027 - Framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum
Nefndin hefur undanfarið unnið að gerð framkvæmdaáætlunar í barnaverndarmálum fyrir Sveitarfélagið Árborg. Fyrir fundinum liggur tillaga að framkvæmdaáætlun. Málið var rætt.
Félagsmálanefnd samþykkir framkomna tillögu að framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum samhljóða.
Félagsmálanefnd felur Ragnheiði Thorlacius að sjá um að tillagan verði lögð fyrir bæjarráð Árborgar og að fengnu samþykki bæjarráðs send félagsmálaráðuneytinu og Barnaverndarstofu með vísan til 1. mgr. 9. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:50
Kristín Eiríksdóttir
Ragnheiður Thorlacius
Alma Lísa Jóhannsdóttir
Guðmundur B. Gylfason
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir