- liður 6, málsnr. 1602112 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til að fjarlægja hól við Engjaveg/íþróttavöll. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt.
- liður 8, málsnr. 1512074 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri lögn vatnsveitu og háspennustrengs í Austurvegi frá Fagurgerði að Hörðuvöllum. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt.
- liður 9, málsnr. 1511230 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir heimtaugar fyrir vatns- og hitaveitu, FSu Hamar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt.
- liður 10, málsnr. 1510194 - Breyting á skipulagi lóða í Hagalandi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
- liður 14, málsnr. 1405411 - Tillaga að deiliskipulagi Mjólkurbúshverfis. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
- liður 15, málsnr. 1507134 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi miðbæjar Selfoss og aðalskipulagi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst og kynnt almenningi og tillaga að breyttu aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar og auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingunni.
- liður 1 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 10. febrúar, lið 1, málsnr. 1601074 – Vor í Árborg 2016.
- liður 1 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 10. febrúar, lið 3, málsnr. 1602067 – Umræður um tómstunda- og forvarnamál.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.
- liður 1 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 10. febrúar, lið 4, málsnr. 16010306 – Ársyfirlit Leikfélags Selfoss 2015.
- liður 1 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 10. febrúar, lið 5, málsnr. 1601471 – Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2016.
- liður 1 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 10. febrúar, lið 3, málsnr. 1510214 – Breyting á gjaldtöku í Tjarnabyggð.
Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.
- liður 1 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. febrúar, lið 5, málsnr. 1602048 – Leikskóladagatal 2016 – 2017.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tóku til máls.
- liður 1 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. febrúar, lið 6, málsnr. 1602049 – Skóladagatal 2016 – 2017.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tóku til máls.
- liður 1 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. febrúar, lið 12, málsnr. 1602069 – Innritun 6 ára barna skólaárið 2016 – 2017 og skólahverfi í Árborg.
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls.
- liður 1 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. febrúar, lið 3, málsnr. 1602035 – Nám grunnskólanemenda í Árborg á framhaldsskólastigi.
- liður 1 d) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 25. febrúar, lið 1, málsnr. 1601008 – Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar, lið 2, - Ósk um styrk – Örnefni á Selfossi. Helgi S. Haraldsson, B-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.
- liður 2 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 3. mars, lið 8, málsnr. 1602193 – Ályktun sérfræðinga hjá félagsþjónustu vegna skerðingar vistunartíma í leikskólum og skólavistun í Árborg.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.
- liður 2 b) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 3. mars, lið 7, málsnr. 1602183 – Auglýsing UMFÍ eftir aðilum til að taka að sér undirbúning og framkvæmd 22. Unglingalandsmóts UMFÍ 2019.
- liður 3 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. mars, lið 8, málsnr. 1603040 – Drög að samkomulagi milli velferðarráðuneytisins og Sveitarfélagsins Árborgar um byggingu hjúkrunarheimilis í Árborg. Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.
- liður 3, a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 2. mars, liður 6, málsnr. 1602112 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til að fjarlægja hól við Engjaveg/íþróttavöll. Lagt er til að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með sjö atkvæðum, Kjartan Björnsson, D-lista, sat hjá.
- liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 2. mars, liður 8, málsnr. 1512074 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri lögn vatnsveitu og háspennustrengs í Austurvegi frá Fagurgerði að Hörðuvöllum. Lagt er til að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 2. mars, liður 9, málsnr. 1511230 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir heimtaugar fyrir vatns- og hitaveitu, FSu Hamar. Lagt er til að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 2. mars, liður 10, málsnr. 1510194 - Breyting á skipulagi lóða í Hagalandi. Lagt er til að tillagan verði samþykkt
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 2. mars, liður 14, málsnr. 1405411 - Tillaga að deiliskipulagi Mjólkurbúshverfis. Lagt er til að tillagan verði auglýst.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 2. mars, liður 15, málsnr. 1507134 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi miðbæjar Selfoss og aðalskipulagi. Lagt er til að deiliskipulagstillagan verði auglýst og kynnt almenningi og tillaga að breyttu aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar og auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingunni.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með sex atkvæðum, bæjarfulltrúar, S-lista, sátu hjá.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirritaðir bæjarfulltrúar geta ekki tekið undir afgreiðslu 15.liðar frá 20. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 2.mars sl., er varðar að senda breytta deiliskipulagstillögu miðbæjar Selfoss í almennt auglýsingarferli.
Það er skoðun undirritaðra bæjarfulltrúa að ekki sé tímabært að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi miðbæjarins á Selfossi. Enn er ýmsum spurningum ósvarað varðandi þetta mikilvæga skipulagsmál og forsendur vilyrðis fyrir lóðum til handa Sigtúni þróunarfélagi er ekki fullnægt. Í því vilyrði sem samþykkt var á fundi bæjarráðs þann 19. mars 2015 var m.a kveðið á um að framkvæmdaaðila bæri að sýna með hvaða hætti þeir hygðust fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir, en undirritaðir bæjarfulltrúar hafa ekki séð neitt hvað þann mikilvæga þátt varðar. Þá liggur ekkert fyrir um með hvaða hætti sveitarfélagið hyggist endurheimta þann útlagða kostnað sem lagt var í við uppkaup þess á umræddu svæði.
Í áðurnefndri viljayfirlýsingu um vilyrði fyrir lóðum kemur einnig fram að sveitarfélagið muni annast gatnagerð á svæðinu. Engin gögn eða upplýsingar hafa verið kynntar fyrir undirrituðum varðandi kostnað sveitarfélagsins vegna hugmynda Sigtúns þróunarfélags á miðbæjarreitnum. Undirrituð minna á að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er ekki sterk um þessar mundir, og ekki er gert ráð fyrir þessum framkvæmdum í fjárfestingaráætlun ársins 2016 eða framkvæmdaáætlunum sveitarfélagsins til næstu ára.
Bæjaryfirvöld í Árborg samþykktu í mars árið 2011 að kaupa land í miðbæ Selfoss fyrir 175 milljónir króna. Rökin fyrir þeirri fjárfestingu voru þau að með því að festa kaup á landi Miðjunnar var sveitarfélagið að eignast lykilsvæði í framtíðarmiðbæ Selfoss og næði þar með forræði og tökum á framvindu miðbæjarsvæðisins. Í framhaldi af því var svo unnið að gerð nýs miðbæjarskipulags sem taka átti á öllum þeim þáttum er aflaga þóttu hafa farið frá fyrri tíð, að mati meirihluta bæjarstórnar. Það er því afar sérkennilegt að hér séu bæjaryfirvöld að leggja fram enn eitt miðbæjarskipulagið sem í þetta skiptið er unnið án beinnar þátttöku bæjaryfirvalda og víkur verulega frá núgildandi deiliskipulagi sem samþykkt var 2014.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa ekki lagst gegn því að Sigtún þróunarfélag fengi að koma hugmyndum sýnum um nýtt miðbæjarskipulag á framfæri við íbúa sveitarfélagsins. Í því felst hins vegar ekkert mat eða skoðun á ágæti hugmyndanna, heldur frekar sú skoðun að skipulag, yfirbragð og útlit miðbæjarins sé mál sem íbúarnir sjálfir eigi að hafa lokaorð um, annaðhvort í gegnum lögvarinn andmælarétt í auglýsingaferli eða jafnvel í framhaldinu með beinni lýðræðislegri íbúakosningu.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista. |