Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


2.5.2016

21. fundur félagsmálanefndar

21. fundur félagsmálanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn þriðjudaginn 12. apríl 2016 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:15.  Mætt: Ari B. Thorarensen, formaður, D-lista, Jóna S. Sigurbjartsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Þórdís Kristinsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Svava Júlía Jónsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, nefndarmaður, Æ-lista, Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar.  Anný Ingimarsdóttir, félagsráðgjafi ritar fundargerð. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1308141 - Barnaverndarmál - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók.
 
2. 1503043 - Barnaverndarmál - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók.
 
3. 1603309 - Styrkbeiðni - starfsemi klúbbsins Geysis 2016
Beiðni kom frá Klúbbnum Geysi um styrk til starfseminnar að upphæð 100.000 kr. Félagsmálanefnd samþykkir að veita klúbbnum Geysi 50.000 kr. styrk.
 
Erindi til kynningar
4. 1603126 - Umsögn - frumvarp til laga um málefni aldraðra, rétt til sambúðar á stofnunum
Lagt fram til kynningar.
 
5. 1603298 - Könnun - aðstæður barna vistuð á Kópavogshæli
Nefnd til að framkvæma könnun á starfsemi vist-og meðferðarheimila fyrir börn var stofunuð árið 2007. Nefndin óskar eftir að tilnefndur verði tengiliður hjá félagþjónustusviði Árborgar vegna fyrrverandi íbúa Kópavogshælis sem búsettir eru í sveitarfélaginu. Félagsmálanefnd leggur til að félagsmálastjóri verði tengiðliður vegna þessa mála.
 
6. 1603009 - Starfsár Félags eldri borgara á Selfossi 2015
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:45 Ari B. Thorarensen Jóna S. Sigurbjartsdóttir Þórdís Kristinsdóttir Svava Júlía Jónsdóttir Eyrún Björg Magnúsdóttir Anný Ingimarsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica