21. fundur fræðslunefndar
21. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 12. maí 2016 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30. Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista, Magnús Jóhannes Magnússon, fulltrúi skólastjóra, Ingibjörg Stefánsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Már Ingólfur Másson, fulltrúi kennara, Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Aðalbjörg Skúladóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri. Dagskrá:Erindi til kynningar | ||
1. | 1503028 - Erasmus+ verkefnið Nám, störf og lærdómssamfélag | |
Hópstjórarnir Páll Sveinsson, Einar Guðmundsson og Jóhanna Einarsdóttir kynntu verkefnið og þær námsferðir sem farnar voru til Skotlands, Danmerkur og Svíþjóðar í vetur. - Skýrsla um námsferð faghóps Árborgar um nám og starf til Glasgow lögð fram. - Skýrsla um námsferð faghóps um lærdómssamfélag Árborgar til Glasgow lögð fram. - Drög að skýrslu um námsferð faghóps í upplýsingatækni til Danmerkur og Svíþjóðar lögð fram. Fræðslunefnd þakkar fyrir kynninguna og óskar hópstjórum og öðrum þátttakendum í Erasmus+ verkefni Árborgar til hamingju. Verkefnið mun nýtast vel í þróun skólastarfs í sveitarfélaginu. Íris þurfti að fara af fundi kl. 17:40 | ||
2. | 1602044 - Læsisstefna Árborgar | |
Minnisblað um vinnu við læsisstefnu lagt fram. Fræðslunefnd samþykkir að bíða með lokafrágang stefnunnar til hausts en þá eru viðmið um leshraða væntanleg frá Menntamálastofnun. Læsisstefnan verði hins vegar send í skólana í júní sem drög. | ||
3. | 1601126 - Fréttabréf fræðslusviðs 2016 | |
Fréttabréf í apríl til kynningar. | ||
4. | 1604087 - Skólaþjónusta Árborgar | |
Minnisblað og dagskrá skóladags Árborgar til kynningar. | ||
5. | 1601168 - Samstarfsfundir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra 2016 | |
Til kynningar. - Fundargerð frá 13. apríl 2016. - Fundargerð frá 3. maí 2016. | ||
6. | 1605030 - Samstarfsfundur um UT og skólastarf | |
Fundargerð frá 19. apríl 2016 til kynningar. | ||
7. | 1605026 - Skóladagur Árborgar 2016 | |
Til kynningar frétt frá 28. apríl 2016 og dagskrá skóladagsins sem tókst afar vel. | ||
8. | 1601121 - Álfheimafréttir 2016 | |
Álfheimafréttir í apríl 2016 til kynningar. Þar er m.a. fundargerð foreldraráðs frá 5. apríl og 12. apríl. | ||
9. | 1601161 - Fréttabréf Brimvers/Æskukots 2016 | |
Fréttabréf frá apríl 2016 til kynningar. Í fréttabréfinu eru m.a foreldrum, foreldraráði og fræðslunefnd færðar þakkir vegna námsferðar starfsmanna á Eduction Show í Birmingham. | ||
10. | 1602071 - Breyting á fyrirkomulagi samræmdra könnunarprófa í grunnskólum | |
Til kynningar. Fundargerð samráðsfundar Menntamálastofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands frá 22. febrúar 2016. | ||
11. | 1605033 - Samkomulag um stuðning við tónlistarnám | |
Nýlegt samkomulag til kynningar. | ||
12. | 1508099 - Skólaþing sveitarfélaga 2015 | |
Skýrsla til kynningar. | ||
13. | 1511033 - Skóli án aðgreiningar - mat á framkvæmd stefnu | |
Til kynningar. - Tölvupóstur frá Guðna Olgeirssyni þar sem hann fyrir hönd ráðuneytisins þakkar okkar framlag. - Þakkarbréf frá úttektaraðilum frá Evrópumiðstöðinni. - Tillaga að afstöðu miðstöðvarinnar til námskerfa án aðgreiningar. | ||
14. | 1605032 - Undanþágunefnd grunnskóla skólaárið 2016-2017 | |
Til kynningar. Dreifibréf undanþágunefndar grunnskóla fyrir skólaárið 2016-2017. | ||
15. | 1605146 - Ábending - kostnaður vegna námsgagna | |
Til kynningar. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. maí 2016. | ||
Sandra Dís Hafþórsdóttir | Magnús Gíslason | |
Brynhildur Jónsdóttir | Arna Ír Gunnarsdóttir | |
Íris Böðvarsdóttir | Magnús J. Magnússon | |
Ingibjörg Stefánsdóttir | Már Ingólfur Másson | |
Málfríður Erna Samúelsd. | Aðalbjörg Skúladóttir | |
Brynja Hjörleifsdóttir | Þorsteinn Hjartarson |