Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


25.11.2015

21. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

21. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 28. október 2015 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:00.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-listi, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1510153 - Gjaldskrá Selfossveitna 2016
Stjórnin samþykkir 18% hækkun á gjaldskrá Selfossveitna. Framundan eru nauðsynlegar framkvæmdir við jarðhitaleit og virkjun jarðhita á nýjum svæðum. Ástæða þess er vaxandi íbúafjölgun og afköst núverandi orkuöflunarsvæða eru að minnka.
2. 1509018 - Endurnýjun götulýsingar 2015
Auður Guðmundsdóttir kom inn á fundinn og kynnti niðurstöður útboðs á LED götulýsingu. Starfsmönnum framkvæmda- og veitusviðs falið að vinna áfram að málinu.
3. 1509022 - Styrkir til uppsetningar á varmadælum í Árborg 2016
Stjórnin fór yfir innsendar umsóknir um styrki til uppsetningar á varmadælum. Framkvæmda- og veitustjóra falið að svara umsækjendum.
4. 1502136 - Mælaskipti á hitaveitumælum á dreifisvæði Selfossveitna
Sigurður Þór Haraldsson kynnti vinnu við útskipti á hitaveitumælum í sveitarfélaginu.
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40 Gunnar Egilsson Ragnheiður Guðmundsdóttir Ingvi Rafn Sigurðsson Viktor Pálsson Helgi Sigurður Haraldsson Jón Tryggvi Guðmundsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica