Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


28.2.2019

21. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

  21. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 20. febrúar 2019 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:30. Mætt: Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista Sigurjón Vídalín Guðmundsson, varamaður, Á-lista Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri  Í upphafi fundar var samþykkt að taka inn á afbrigðum mál um Ísland ljóstengt 2019 -umsóknarferli. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1703281 - Mat á umhverfisáhrifum við hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir
  Farið var yfir umsagnir sem bárust við tillögu að matsáætlun fyrir hreinsistöð fráveitu á Selfossi. Alls bárust átta umsagnir við tillögu að matsáætlun fyrir hreinsistöð fráveitu á Selfossi frá eftirfarandi aðilum: Fiskistofa, dags. 14. febrúar 2019 Hafrannsóknastofnun, dags. 29. janúar 2019 Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, dags. 22. janúar 2019 Minjastofnun Íslands, dags. 16. janúar 2019 Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 23. janúar 2019 Sveitarfélagið Árborg, dags. 24. janúar 2019 Umhverfisstofnun, dags. 24. janúar 2019 Veðurstofa Íslands, dags. 23. janúar 2019 Framkvæmda- og veitustjóra falið að senda Skipulagsstofnun svör nefndarinnar við framkomnum athugasemdum.
     
2. 1809235 - Fjárfestingaráætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022
  Útboðsáætlun framkvæmda 2019 lögð fram til kynningar.
     
3. 1811179 - Verkefnið Ísland ljóstengt 2019 - umsóknarferli
  Stjórnin samþykkir að taka tilboði fjarskiptasjóðs um styrk að fjárhæð 28.080.000 sem er 80% af þeirri upphæð sem er ófjármögnuð til lagningar ljósleiðara í dreifbýli -síðari áfangi. Stjórnin samþykkir að fela framkvæmdastjóra að bjóða út báða áfanga verksins, sameiginlega.
     
   Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:20  
Tómas Ellert Tómasson   Viktor Pálsson
Sveinn Ægir Birgisson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Sigurjón Vídalín Guðmundsson   Jón Tryggvi Guðmundsson
     
                     

Þetta vefsvæði byggir á Eplica