Fundargerð 21. fundar Hverfisráðs EyrarbakkaHaldinn þann 9. febrúar 2016 kl. 19:30 á StaðMætt eru Siggeir Ingólfsson formaður, Guðbjört Einarsdóttir, Gísli Gíslason, Ingólfur Hjálmarsson og Guðlaug Einarsdóttir ritari. Þórunn Gunnarsdóttir boðaði forföll.1.Hverfisráð Eyrarbakka vill koma á framfæri sérstökum þökkum til starfsmanns Svf. Árborgar, Finns Nielsen, fyrir fyrirmyndar snjómokstur.2.Hverfisráð Eyrarbakka fagnar því að hafist er handa á ný við lagningu göngustígs milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Hverfisráðið leggur ennfremur áherslu á að lokið verði við malbikun á stígnum eins fljótt og auðið er, enda er hann strax farinn að láta á sjá austan Hraunsár.3.Hverfisráð Eyrarbakka fagnar því að búið sé að fjarlægja ónýtan skúr við Hafnarbrú, enda var óprýði af honum.4.Hverfisráð Eyrarbakka leggur áherslu á að bætt verði í göngustiginn ofan á sjóvarnagarðinum í vor, enda vinsæl gönguleið fyrir íbúa jafnt sem gesti. Ofaníburðurinn væri t.d. tilvalið verkefni fyrir Vinnuskóla sveitarfélagsins í vor.Fundi slitið kl 20:30.