Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


18.8.2016

21. fundur íþrótta- og menningarnefndar

21. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn þriðjudaginn 9. ágúst 2016 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.  Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista, Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi. Estelle M. Burgel, Æ-lista boðaði forföll. Bragi Bjarnason ritaði fundargerð. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1112102 - Menningarsalurinn í Hótel Selfoss
Lagt fram minnisblað um menningarsal Suðurlands í byggingu Hótels Selfoss sem unnið var af verkfræðistofunni Verkís. Salurinn sem er í eigu Sveitarfélagsins Árborgar hefur staðið ónotaður frá áttunda áratugnum en mikill áhugi er fyrir því að koma salnum í gagnið í þágu Sunnlendinga. Það er ljóst að Sveitarfélagið Árborg mun ekki geta staðið eitt að því að klára þær framkvæmdir sem eftir eru. Íþrótta- og menningarnefnd samþykkir samhljóða að senda minnisblaðið ásamt greinargerð frá nefndinni til þingmanna Suðurkjördæmis, fjármálaráðherra, menningar- og menntamálaráðherra, bæjarfulltrúa sem og annarra sem málið varðar. Samþykkt samhljóða.
2. 1605275 - Menningarmánuðurinn október 2016
Rætt var um hugmyndir fyrir menningarmánuðinn október 2016 og var starfsmanni nefndarinnar og formanni falið að vinna að dagskrárdrögum sem lögð verði fram á næsta fundi nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.
3. 1605276 - Bæjar- og menningarhátíðir í Árborg 2016
Lagðar fram greinargerðir frá Jónsmessuhátíð og Kótelettunni sem haldnar voru fyrr í sumar. Fram kom að hátíðirnar hefðu gengið vel sem og samstarf við sveitarfélagið. Aðrar hátíðir hafa gengið vel en ókomnar greinargerðir frá tveimur hátíðum og er starfsmanni nefndarinnar falið að kalla eftir þeim. Bryggjuhátíðinni á Stokkseyri og Delludeginum þurfti að aflýsa þetta árið en stefnan er að þær verði haldnar aftur á næsta ári. Samþykkt samhljóða.
4. 1608012 - Frístundastyrkir 5-17 ára vegna þátttöku í tómstundum
Lögð fram drög að reglugerð um frístundastyrki í Sveitarfélaginu Árborg sem gildir fyrir nýjtt frístundakerfi sveitarfélagsins. Reglugerðin samþykkt óbreytt. Umræða um nýjar hugmyndir til að geta mögulega hækkað styrkinn frá sveitarfélaginu til barnmargra fjölskyldna en ákveðið að ræða það betur á næsta fundi nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.
5. 1608013 - Samstarf við RIFF vegna alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar
Lagt fram bréf frá RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni, þar sem óskað er eftir samstarfi um sýningar í haust sem felur í sér kostnað fyrir sveitarfélagið. Nefndin þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við því að þessu sinni. Starfsmanni nefndarinnar falið að svara erindinu. Samþykkt samhljóða.
6. 1607015 - Leiksýning fyrir börn á faraldsfæti um landið
Lagt fram erindi frá Þjóðleikhúsinu um samstarf vegna sýningar á verkinu "Lofthræddi Örninn hann Örvar" sem áætlað er að sýna fyrir 5-6 ára börn víðs vegar um landið. Kostnaður sveitarfélagsins felst að mestu í afnotum af húsnæði undir sýningarnar. Nefndin leggur til við bæjarráð að erindið verði samþykkt. Samþykkt samhljóða.
Erindi til kynningar
7. 1608014 - Bókun framkvæmdastjórnar Umf. Selfoss vegna íþróttafulltrúa
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:50 Kjartan Björnsson Axel Ingi Viðarsson Helga Þórey Rúnarsdóttir Eggert Valur Guðmundsson Bragi Bjarnason  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica