Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


6.5.2009

21. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

21. fundur íþrótta- og tómstundanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 6. maí 2009 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

Mætt:Gylfi Þorkelsson, formaður, S-lista (S)

Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður B-lista (B)

Kristín Hrefna Halldórsdóttir, varamaður D-lista

Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi

Bragi Bjarnason ritaði fundargerð

Dagskrá:

1. 0902172 - Íþrótta- og tómstundastyrkir - úthlutun 2009

Alls sóttu 17 einstaklingar og/eða félagasamtök um styrkveitingu að upphæð tæplega 3,5 milljónum króna. Aðeins verður úthlutað einu sinni árið 2009 og eru kr. 500 þúsund til úthlutunar.
Nefndin samþykkir að úthluta styrkjum með eftirfarandi hætti:

1)Hafsteinn og Haukur Þorvaldssynir
Vegna Íslandsmeistaramótsins í torfæru kr. 100.000

2)Hestamannafélagið Sleipnir
Vegna fræðsluferðar barna og unglinga kr. 30.000

3)Sigursteinn Sumarliðason
Vegna heimsmeistaramót íslenska hestsins kr. 50.000

4)Bjarni Kristinsson
Vegna módelsmíði kr. 50.000

5)Golfklúbbur Selfoss
Vegna golfdags fjölskyldunnar 2009 kr. 50.000

6)Knattspyrnufélag Árborgar
Vegna menntun þjálfara kr. 20.000

7)Knattspyrnufélag Árborgar
Vegna fjölskyldudags kr. 50.000

8)Knattspyrnufélag Árborgar
Vegna æfinga utan sveitarfélags kr. 150.000

Samtals kr. 500.000

Aðrar umsóknir sem ekki hljóta styrk að þess sinni ásamt upphæðum sem sótt var um voru:

Hestamannafélagið Sleipnir - kynningardagur kr. 500.000
Guðlaug Kristín Karlsdóttir - Reiðskóli Sleipnis kr. 400.000
Bryndís Guðmundsdóttir - heilsuefling fyrir roskið fólk kr. 350.000
Bjarni Kristinsson - Krakkahreysti kr. 250.000
Bjarni Kristinsson – Kraftlyftingamót kr. 150.000
Bjarni Kristinsson – Heilsa og hamingja kr. 120.000
Bjarni Kristinsson - Yoga spinning kr. 120.000
Benny Crespos Gang - Kynningarstarf erlendis kr. 400.000
Jóhanna María Þorvaldsdóttir - Söngur með hljómsveit kr. 150.000


2. 0905001 - Listasmiðja Pakkhússins

ÍTÁ tekur undir efni greingerðarinnar og leggur til að reynt verði að koma tillögunni til framkvæmda hið fyrsta svo mögulega verði hægt að opna aðstöðuna næstkomandi haust. ÍTÁ felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram í samvinnu við hlutaðeigendur.


3. 0905006 - Sumarstarfið í Zelsíuz og Pakkhúsi

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fer yfir starfið. Fram kom á fundinum mikilvægi þess að aukið verði starf Zelsíuzar og Pakkhússins í sumar til að koma til móts við þau börn og ungmenni sem ekki fá sumarvinnu. ÍTÁ leggur til að reynt verði að lengja opnunartíma Zelsíuzar og Pakkhússins eins og kostur er yfir sumartímann og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram með umsjónarmönnum húsanna.


Erindi til kynningar:

4. 0904183 - Útiklefar við Sundhöll Selfoss

ÍTÁ fagnar ákvörðun bæjarráðs um að ráðast í byggingu útiklefa við Sundhöll Selfoss. Fram kom að staðsetning þeirra verður sunnan við sundlaugarbygginguna og því munu nýju útiklefarnir standa áfram þótt byggð verði þjónustubygging norðan við Sundhöllina í framtíðinni.


5. 0903212 - Samningur um rekstur heilsuræktar í Sundhöll Selfoss

Íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsir nefndina um samning sem gerður var við Nautilus Ísland ehf um rekstur heilsuræktarstöðvar í kjallara Sundhallar Selfoss að undangengnu útboði. Með tilkomu heilsuræktarstöðvarinnar geta íbúar nú keypt sé árskort í bæði sund og heilsurækt á mjög sanngjörnu verði. ÍTÁ lýsir mikilli ánægju með samninginn sem og þær viðtökur sem Nautilus hefur fengið en stöðin opnaði sunnudaginn 3.maí sl. Fram kom að á fyrstu tveimur dögunum hafi selst tæplega 600 árskort í sund og heilsurækt.


6. 0904209 - Staða framkvæmda á íþróttasvæðinu við Engjaveg

Formaður fer yfir stöðu framkvæmdanna. ÍTÁ fagnar því samstarfi sem verið hefur við notendur svæðisins og vonar að það skili sér í betri aðstöðu.


7. 0905004 - Óheimil notkun á vörumerkjum sundlauga Árborgar

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fer yfir málið. ÍTÁ fagnar því að málið sé komið í ákveðinn farveg og biður íþrótta- og tómstundafulltrúa að upplýsa nefndina um niðurstöðu málsins þegar hún liggur fyrir.


8. 0904188 - Íþrótta- og útivistarklúbburinn 2009

Íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsir nefndina um nýtt form á íþrótta- og tómstundaskólanum en núna heitir hann íþrótta- og útivistarklúbbur. Klúbburinn verður auk þess samvinnuverkefni deilda innan Umf. Selfoss. ÍTÁ fagnar því að deildir innan Umf. Selfoss séu farnar að vinna svona náið saman og hvetur börn í Árborg til að taka þátt í starfinu í sumar.


9. 0904194 - Mín Árborg - Íbúagátt - Hvatagreiðslur

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fjallar um heimasíðuna og íbúagáttina sem stefnt er að að verði opnuð á heimasíðu Árborgar næsta haust. Inn á gáttinni geta foreldrar sótt um hvatagreiðslur sem og aðrar umsóknir til sveitarfélagsins. Fram kom að tæplega 200 foreldrar hafa sótt um hvatagreiðslur það sem af er árinu. ÍTÁ hvetur íbúa Árborgar til að kynna sér íbúagáttina þegar hún opnar og nýta sér þá þjónustu sem hún mun bjóða uppá.


10. 0904218 - Sumarblað ÍTÁ 2009

Fram kom að sumarblaðið sé í vinnslu og stefnt er á að gefa það út um miðjan maí. Unnar Þór Reynisson umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuzar hefur haft umsjón með vinnslu blaðsins. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar.


11. 0902096 - Menningarráðs Suðurlands - úthlutanir 2009

ÍTÁ fagnar því að verkefni frá Sveitarfélaginu hafi fengið úthlutun frá menningarráði. Fram kom að verkefnin eru sum hver komin í framkvæmd og verða í gangi í sumar.


12. 0902064 - Vor í Árborg 2009

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu mála. Fram kom að fjöldi manns hefur sent inn tillögur/hugmyndir og beiðnir um að koma og/eða taka þátt í dagskrárgerð á Vorinu dagana 21.- 24. maí nk. Gaman saman - fjölskylduleikurinn verður á sínum stað en hann vakti mikla lukku á hátíðinni í fyrra. ÍTÁ hvetur íbúa til að taka þátt í viðburðum á hátíðinni og bendir á að allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.


13. 0904159 - Hjólað í vinnuna 2009

Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir málinu og kom m.a. inn á þau keppnislið sem taka þátt hér í sveitarfélaginu. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar.


14. 0903053 - Samstarf við Íslenska dansflokkinn

Íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsir fundinn um samstarfið. Boðið verður upp á danskennslu í grunnskólum Árborgar og síðan verður sýning frá Íslenska dansflokknum á Vori í Árborg. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar.


15. 0903086 - Öryggismál sund- og baðstaða á Íslandi

Lagt fram skjal frá samtökum forstöðumanna sundstaða á Íslandi. Fram kom að ekki verði fækkað starfsfólki í sundlaugum Árbogar, þvert á móti hefur starfsfólki verið fjölgað og opnunartíminn lengdur en tekið var upp nýtt vaktafyrirkomulag í Sundhöll Selfoss í febrúar sl. sem bætir þjónustuna og eykur öryggið enn frekar. Einnig er komin heilsuræktaraðstaða í Sundhöll Selfoss sbr. lið 5.


16. 0904182 - Sumardagurinn fyrsti 2009

Íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsti hvernig til hefði tekist. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og vill koma þökkum til Skátafélagsins Fossbúa og annarra sem komu að framkvæmd hátíðarinnar.


17. 0903048 - Drepstokkur 2009

Íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsti hvernig til hefði tekist. Hátíðin tókst vel í alla staði og var öllum aðstandendum til sóma þó að mæting á setninguna hafi verið dræm. Menningarráð Suðurlands styrkti þessa hátíð myndarlega og þakkar ÍTÁ fyrir það. Sérstakar þakkir eiga skyldar Magnús Matthíasson fv. verkefnisstjóri og þeir Vignir Egill Vigfússon, starfandi umsjónarmaður og Bragi Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi sem undirbjuggu og héldu utan um fjölbreytta dagskrá. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og vill koma þökkum til allra þeirra sem komu að hátíðinni.


18. 0904162 - Aðalfundur Umf. Selfoss 2009

Fram kom að fulltrúar sveitarfélagsins hefðu verið á fundinum og héldu bæjarstjóri og íþrótta- og tómstundafulltrúi ávörp á fundinum. Frjálsíþróttadeild og Taekwondodeild Umf. Selfoss fengu afhenda styrki frá bæjarstjórn upp á 700þ hvert fyrir að verða fyrirmyndadeild ÍSÍ og eru því sex deildir inna Umf. Selfoss orðnar að fyrirmyndadeildum. Stjórn Umf. Selfoss var einnig endurkjörin með lófaklappi. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og óskar stjórn félagsins til hamingju með kjörið og væntir góðs samstarfs áfram.


19. 0904225 - Viðburðarstjórnunarnámskeið á Akureyri

Íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsti að tveim fulltrúum frá sveitarfélaginu hefði verið boðið að taka þátt í viðburðastjórnunarnámskeiði í júlí á Akureyri í tengslum við Landsmót UMFÍ 2009. ÍTÁ fagnar því að sveitarfélagið eigi fulltrúa á þessu námskeiði þar sem undirbúningur fyrir Landsmót UMFÍ á Selfossi er hafinn.


20. 0903236 - Hvatning frá Saman hópnum - börn og unglingar

Formaður kynnir bréf frá Saman hópnum. ÍTÁ leggur áherslu á að áfram verði haldið gangandi því starfi sem er fyrir börn og ungmenni í sveitarfélaginu.


21. 0903240 - Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995-2007

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir skýrsluna. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og leggur til að skýrslan verði aðgengileg almenningi á heimasíðu sveitarfélagsins. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að setja skýrsluna á heimasíðuna.


22. 0903036 - Forvarnardagurinn 2009

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir skýrsluna. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og leggur til að skýrslan verði aðgengileg almenningi á heimasíðu sveitarfélagsins. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að setja skýrsluna á heimasíðuna.




Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:55


Gylfi Þorkelsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Kristín Hrefna Halldórsdóttir
Bragi Bjarnason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica