21. fundur skipulags- og byggingarnefndar
21. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn þriðjudaginn 14. febrúar 2012 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:15
Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, varaformaður, D-lista,
Jón Jónsson, varamaður, D-lista,
Grétar Zóphóníasson, nefndarmaður, S-lista,
Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista,
Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi,
Gísli Davíð Sævarsson, aðstoðarbyggingarfulltrúi,
Snorri Baldursson, f.h. slökkviliðsstjóra,
Birkir Pétursson, starfsmaður.
Dagskrá:
1. 1202258 - Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki I ,Yimsiam Noodle ehf, Eyravegi 5, Selfossi.
Umsækjandi: Sýslumaðurinn á Selfossi Hörðuvöllum, 1, 800 Selfoss
Samþykkt.
2. 1202006 - Umsókn um byggingarleyfi til að byggja yfir svalir á vesturgafli á annarri og þriðju hæð á Sjúkrahúsi Suðurlands.
Umsækjandi: Fasteignir ríkissjóðs, Borgartún 7, 105 Reykjavík
Samþykkt.
3. 1202002 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir innri breytingum fyrir veitingastaðinn Dominos Pizza að Eyravegi 2, Selfossi.
Umsækjandi: THG Arkitektar, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Samþykkt.
4. 1202227 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skyggni og lækkun vindfangs að Eyrarbraut 3a Stokkseyri.
Umsækjandi: Flóð og fjara ehf, Eyrarbraut 3a, Stokkseyri.
Samþykkt.
5. 1202229 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Hafnargötu Stokkseyri
Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
6. 0908030 - Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 36, Selfossi
Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
7. 1111027 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Stekkholti 9, Selfossi. Erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist. Umsækjandi: Ragnar Guðmundsson, Stekkholti 9, 800 Selfoss
Óskað er eftir fullnægjandi teikningum.
8. 1202059 - Umsókn um leyfi fyrir skilti fyrir Seylon að Eyravegi 15, Selfossi
Samþykkt.
9. 1202058 - Umsókn um leyfi fyrir skilti fyrir Nettó við Biskupstungnabraut
Hafnað þar sem það samrýmist ekki gildandi skipulagi.
10. 1202264 - Tillaga um að auglýsa beitarstykki á Eyrarbakka, Húfustykki og Framnes 2.
Samþykkt.
11. 1202265 – Tillaga um að auglýsa beitarstykki á Stokkseyri, Tjarnarstykki
Samþykkt að auglýsa sem sumarbeit.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:10
Gunnar Egilsson
Tómas Ellert Tómasson
Jón Jónsson
Grétar Zóphóníasson
Íris Böðvarsdóttir
Bárður Guðmundsson
Gísli Davíð Sævarsson
Snorri Baldursson
Birkir Pétursson