22. fundur félagsmálanefndar
22. fundur félagsmálanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 10. desember 2007 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Kristín Eiríksdóttir, formaður, B-lista (B)
Alma Lísa Jóhannsdóttir, varaformaður, V-lista (V)
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, varamaður S-lista
Guðmundur B. Gylfason, nefndarmaður D-lista (D)
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri, ritaði fundagerð. Einnig á fundinn er mætt Vaka Kristjánsdóttir, sérfræðingur í öldrunarmálum, Katrín Þorsteinsdóttir, félagsráðgjafi og Sólrún Ósk Lárusdóttir, sálfræðingur
Dagskrá:
•1. 0712025 - Félagsþjónustumál - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
Vaka Kristjánsdóttir vék af fundi og inn komu Katrín Þorsteinsdóttir og Sólrún Ósk Lárusdóttir.
•2. 0712027 - Reglur Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar um fjárhagsaðstoð
Eftirfarandi tillögur eru gerðar vegna breytinga á 11. og 12. gr reglna Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar um fjárhagsaðstoð.
Grunnfjárhæð einstaklinga mun hækka úr kr. 92.931 í kr. 97.714 og fjárhæð til hjóna og fólks í sambúð úr 148.690 í kr.156.342. 11. gr.hljóðar svo eftir breytingar:
"Fjárhagsaðstoð til einstaklings, 18 ára og eldri, getur numið allt að 97.714 kr. á mánuði, svonefnd grunnfjárhæð.
Fjárhagsaðstoð til hjóna og fólks í skráðri sambúð getur numið allt að 156.342 kr. á mánuði (97.714 x 1,6). Mat á fjárhagsaðstoð er óháð því hvort barn eða börn búa á heimilinu." /.../
12. gr. mun fjárhæðin breytast úr kr. 55.759 í kr. 58.628 og mun þá hljóða svo eftir breytingar.
,,Þegar umsækjandi um fjárhagsaðstoð býr hjá foreldrum/foreldri eða öðrum ættingjum og nýtur hagræðis af því nemur upphæð fjárhagsaðstoðar kr. 58.6282, þ.e. mismunur grunnfjárhæðar einstaklings og grunnfjárhæðar til hjóna/sambýlisfólks.
Geti umsækjandi sýnt fram á að hann njóti ekki hagræðis af sameiginlegu heimilishaldi er heimilt að veita fulla grunnfjárhæð.
Hafi einstaklingur, sem fellur undir ofangreint, forsjá barns, skal viðkomandi reiknuð full grunnfjárhæð".
Í máli verkefnisstjóra félagslegrar ráðgjafar kom fram að hækkun þessi miðast við neysluvísitölu hagstofunnar og er þetta rúmlega 5% hækkun. Breyting þessi tekur gildi 1. janúar 2008.
Félagsmálanefnd samþykkir breytingarnar samhljóða.
•3. 0712028 - Reglur sveitafélagsins Árborgar um daggæslu barna í heimahúsum
Unnið hefur verið að reglum sveitarfélagsins Árborgar um daggæslu barna í heimahúsum. Reglur þessar eru gerðar með vísan í 33. gr. reglugerðar nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum. Verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar lagði fram reglur sem og sýnishorn af samningi sem dagforeldrar og forráðamenn gera með sér í upphafi vistunar sem og eyðublöð vegna uppsagnar á daggæslu í heimahúsi. Reglur þessar hafa verið kynntar fyrir dagforeldrum í Árborg.
Félagsmálanefnd fagnar þessum reglum og samþykki þær samhljóða
•4. 0703034 - Barnaverndarmál - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
Erindi til kynningar:
•5. 0712019 - Undirbúningur að gerð forvarnastefnu 2007
Lagt fram til kynningar
•6. 0712029 - Uppeldi sem virkar- færni til framtíðar
Boðið verður upp á uppeldisnámskeið fyrir forráðamenn barna fædd 2006 í Árborgar í byrjun árs 2008. Forráðamönnum verður sent bréf fyrir jól þar sem þetta námskeið er kynnt og þeim boðin þátttaka.
•7. 0701013 - Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra
Lagt fram til kynningar
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00
Kristín Eiríksdóttir
Anný Ingimarsdóttir
Alma Lísa Jóhannsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir
Katrín Þorsteinsdóttir
Guðmundur B. Gylfason
Sólrún Ósk Lárusdóttir
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir