22. fundur skipulags- og byggingarnefndar
22. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 20.04.2007 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 12:00
Mætt:
Torfi Áskelsson, formaður, S-lista
Ármann Ingi Sigurðsson, varaformaður, B-lista
Þorsteinn Ólafsson, nefndarmaður V-lista
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista
Grímur Arnarson, nefndarmaður D-lista
Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi
Ásdís Styrmisdóttir, starfsmaður
Grétar Zóphóníasson, starfsmaður
Samþykktir byggingafulltrúa:
Engin.
Dagskrá:
1. 0704051
Umsókn um stöðuleyfi fyrir sumarhúsi að Gagnheiði 34 Selfossi.
Umsækjandi: Baldvin Árnason kt: 190178-3909
Birkigrund 15, 800 Selfoss -
Stöðuleyfi samþykkt til 6. mánaða.
2. 0704048
Fyrirspurn um stækkun byggingarreits bílskúrs að Miðtúni 22 Selfossi.
Umsækjandi: Erling Magnússon
Erla Birgisdóttir
Miðtúni 22, 800 Selfoss. -
Skipulags og byggingarnefnd leggur til að erindið verði grenndarkynnt að Ártúni 17.
3. 0704069
Fyrirspurn um færslu á vegi að Skipum.
Umsækjandi: Móeiður Jónsdóttir kt:280753-2469
Austurbergi 16, 111 Reykjavík -
Skipulags og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við færslu vegarins.
4. 0704070
Umsókn um framkvæmdaleyfi til að efnisskipta í lóð og grunni að Hellismýri 14 Selfossi.
Umsækjandi: Gröfuþjónusta Steins ehf kt: 551203-2040
Rauðholti 11, 800 Selfoss -
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
5. 0611145
Deiliskipulagstillaga að landi Hólaborg.
Umsækjandi. Verkfræðistofa Suðurlands
Páll Bjarnason
Austurvegur 3-5, 800 Selfoss -
Skiplags-og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
6. 0610080
Deiliskipulagstillaga að Grænuvöllum 8, hefur verið auglýst og athugasemdir hafa borist.
Umsækjandi: Landhönnun slf
Austurvegur 42, 800 Selfoss.
Erindinu vísað til rýnihóps skipulags- og byggingarnefndar.
Fulltrúar D-lista leggja áherslu á það að tekið sé tillit til athugasemda íbúa.
7. 0512065
Deiliskipulagstillaga að Austurvegi 51-59, áður tekið fyrir á fundi 23. nóvember sl.
Umsækjandi: Fossafl ehf kt: 681005-1450
Starmóa 11, 800 Selfoss. -
Formaður leggur fram tillögu að afgreiðslu:
Lögð eru fram gögn sem sýna breytingar á áður samþykktri tillögu að deiliskipulagi Austurvegar 51-59. Breytingarnar teljast ívilnandi fyrir nánasta umhverfi, enda eru fyrirhugaðar byggingar nú lækkaðar um eina hæð. Alls hafa fyrirhugaðar byggingar því lækkað um rúma fjóra metra frá upphaflegri tillögu sem lögð var fram í skipulags- og byggingarnefnd þann 24. janúar 2006, auk þess sem heildarflatarmál fyrirhugaðra bygginga minnkar um nærri 2.600 m². Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrri ákvörðun um samþykki deiliskipulagstillögu Austurvegar 51-59 verði afturkölluð og að bæjarstjórn samþykki tillögu þá sem nú er lögð fram. Nefndin telur, með hliðsjón af skipulagsreglugerð nr. 400/1998, gr. 6.3.3, 3. mgr., að ekki sé þörf á að auglýsa hina breyttu tillögu á nýjan leik.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram breytingartillögu:
Skipulags- og byggingarnefnd gerir það að tillögu sinni að deiliskipuleggja svokallað mjólkurbúshverfið í heild sinni, og afmarkist skipulagið af Austurvegi frá Mjólkurbúi að Grænumörk og að Árvegi í sömu í sömu línu. Með þessu er komið til mót við óskir íbúa um að marka framtíðarstefnu fyrir hverfið.
Greinargerð:
Eðlilegt er að skipuleggja reitinn í heild sinni til að fá heildarmynd af hverfinu. Sé það framtíðarstefna bæjaryfirvalda að íbúabyggða í mjólkurbúshverfi sé víkjandi, þá það eðlilegt
Að slíkt komi fram nú. Þannig er einnig óvissu íbúa um framtíðarbúsetu sína eytt auk þess sem verðgildi eigna tekur mið af skipulagi. Byggingarréttur á sambærilegu skipulagi og því sem á að rísa við Austurveg 51-59 er margfalt verðmeiri en á því skipulagi sem er á mjólkurbúshverfi í dag.
Breytingartillagan Sjálfstæðisflokks borin undir atkvæði.
Breytingartillagan felld með þremur atkvæðum gegn tveimur atkvæðum sjálfstæðismanna.
Tillaga formanns borin undir atkvæði.
Samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur atkvæðum sjálfstæðismanna.
Bókun lögð fram af fulltrúum Sjálfstæðisflokks.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að verulega sé verið að traðka á íbúalýðræði og eðlilegt væri að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir mjólkurbúshverfið í heild sinni. Óljóst er hvaða hagsmunir ráða för í þessu máli, ljóst er hinsvegar að ekki er verið að gæta hagsmuna íbúa hverfisins. Þess ber að geta að fyrir kosningar lofuðu fulltrúar vinstri –grænna íbúum því að ekki myndi slík deiliskipulagstillaga ná fram að ganga.
8. 0704071
Deiliskipulagstillaga að Gámasvæði.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg kt:650598-2029
Austurvegur 67, 800 Selfoss
Skipulags-og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
9. 0704002
Lagning reiðvegar milli Háeyrarvegar og Engjavegar á Eyrarbakka.
Skipulags- og byggingarnefnd leggst gegn fyrirhugaðri legu reiðvegar milli Háeyrarvegar og Engjavegar á Eyrarbakka og leggur til að fundin verði heppilegri leið fyrir legu reiðvegarins.
10. 0702093
Fyrirspurn um viðbyggingu að Birkivöllum 17, málið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir hafa borist.
Umsækjandi: Sveinn Elíasson kt:280872-3189
Kolbrún Björnsdóttir kt:070474-4769
Birkivellir 17, 800 Selfoss -
Óskað er eftir fullnægjandi teikningum.
11. 0601015
Umsókn um lóðina að Larsenstræti 1 Selfossi.
Umsækjandi: Íslandspóstur hf
Pósthússtræti 5, 101 Reykjavík -
Lagt er til að lóðinni verði úthlutað í samræmi við lóðablað frá Verkfræðistofu Suðurlands dagsett 13.09.06.
12. 0607037
Umsókn um lóð austan spennistöðvar og Byko.
Umsækjandi: J.Á. verk ehf
Gagnheiði 28, 800 Selfoss -
Lagt er til að lóðinni verði úthlutað í samræmi við lóðablað frá Verkfræðistofu Suðurlands dagsett 19.02.07.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 13.13
Torfi Áskelsson
Ármann Ingi Sigurðsson
Þorsteinn Ólafsson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Grímur Arnarson
Bárður Guðmundsson
Ásdís Styrmisdóttir
Grétar Zóphóníasson