22. fundur skólanefndar grunnskóla
22. fundur skólanefndar grunnskóla, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 10. apríl 2008 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:10
Mætt:
Þórir Haraldsson, formaður, B-lista (B)
Sandra D. Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Valgeir Bjarnason, nefndarmaður V-lista
Þórunn Jóna Hauksdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Kristín Traustadóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri
Daði V Ingimundarson, fulltrúi skólastjóra
Elín Höskuldsdóttir, fulltrúi Flóahrepps
Guðbjörg Halldórsdóttir, fulltrúi kennara
Guðrún Herborg Hergeirsdóttir, fulltrúi foreldra
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá til kynningar ályktanir kennarafunda í Vallaskóla og Sunnulækjarskóla. Einnig leitaði formaður afbrigða til að kjósa varaformann skólanefndar.
Afbrigðin voru samþykkt samhljóða.
Þórunn Jóna Hauksdóttir bað um að leitað verði afbrigða um að taka á dagsrá beiðni um að fá upplýsingar um fyrirliggjandi beiðnir frá Vallaskóla um úrbætur. Og einnig að fá upplýsingar um húsnæðismál skólavistunar Sunnulækjarskóla.
Afbrigðin samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
•1. 0804068 - Kosning varaformanns skólanefndar
Valgeir Bjarnason er kjörinn varaformaður með greiddum atkvæðum fulltrúa B-,S- og V-lista. Fulltrúar D-lista sátu hjá.
•2. 0804046 - Akstur milli skólavistar og íþróttamannvirkja
Fjallað var um akstur með börn á milli skólavistar og íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg.
Eftirfarandi bókun var gerð:
Eftir að skólavistun tók til starfa við Sunnulækjarskóla og íþróttahús Sunnulækjarskóla var tekið í notkun fyrir fimleikaæfingar þarf talsverður hópur barna í skólavistum að sækja íþróttaæfingar um langan veg. Íþróttaæfingar yngstu barnanna eru skipulagðar eins snemma dags og mögulegt er og lenda því flestar á starfstíma skólavistanna. Ekki kemur til greina að börnin gangi báðar leiðir af öryggisástæðum og ljóst að margir foreldrar eiga afar óhægt með að aka börnum sínum til íþróttaiðkunar á sínum vinnutíma. Því beinir skólanefnd því til bæjarráðs að leita varanlegar og hagkvæmrar lausnar á akstri til og frá skólavistum að íþróttamannvirkjum sem börn geti nýtt sér á starfstíma skólavistanna og komið geti til framkvæmda við upphaf næsta skólaárs.
Bókunin samþykkt samhljóða
•3. 0803059 - Ráðning aðstoðarskólastjóra Sunnulækjarskóla
Erindi frá verkefnisstjóra fræðslumála, umsögn um ráðningu aðstoðarskólastjóra við Sunnulækjarskóla, var tekið fyrir.
Skólanefnd mælir með ráðningu Þóru Bjarkar Guðmundsdóttur í stöðu aðstoðarskólastjóra við Sunnulækjarskóla.
Samþykkt samhljóða
4. Upplýsingar um beiðnir frá Vallaskóla um úrbætur
Skólanefnd samþykkir að kalla eftir hvaða beiðnir um viðhald mannvirkja eru hjá framkvæmda- og veitusviði og fjölskyldusviði og hverjar eru áætlanir um úrbætur. Óskin er í kjölfar beiðna frá kennararáði Vallaskóla um lagfæringar á skilrúmum salerna í skólanum, aukna gæslu í búningsklefum og aths. á fundi umhverfisnefndar um leikvelli við skólann.
Skólanefnd felur verkefnisstjóra fræðslumála að afla upplýsinganna fyrir næsta fund skólanefndar.
Samþykkt samhljóða
5. Upplýsingar um húsnæðismál skólavistunar Sunnulækjarskóla
Skólanefnd kallar eftir upplýsingum um vinnu við úrlausn húsnæðisvanda skólavistunar Sunnulækjarskóla og framtíðarskipan og hverjir koma að þeirri vinnu. Í september hvatti nefndin bæjarstjórn til að vinna að framtíðarlausn skólavistunarinnar sem allra fyrst í samráði við skólanefnd og aðra sem hlut eiga að máli.
Skólanefnd felur verkefnisstjóra fræðslumála að afla upplýsinganna fyrir næsta fund skólanefndar.
Samþykkt samhljóða
Erindi til kynningar:
6 0804045 - Íslensku menntaverðlaunin 2008
Lagt var fram póstkort frá verkefnisstjóra Íslensku menntaverðlaunanna þar sem verið er að hvetja alla til að senda inn tilnefningar um þá sem þeir telja að hafi gert góða hluti og eigi skilið að fá Íslensku menntaverðlaunin, og þannig vekja athygli á því sem vel er gert í íslenskum grunnskólum.
•7. 0804044 - Málþing SAFT-samfélag fjölskylda, tækni
Lagðar fram upplýsingar um málþing SAFT, vakningarverkefni um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á Netinu og tengdum miðlum. Málþingið verður í Sunnulækjarskóla þann 23. apríl kl. 20:00-22:00
Skólanefnd hvetur skólafólk, foreldra og nemendur að mæta.
•8. 80703153 - Yfirlit yfir styrki til grunnskóla
Verkefnisstjóri laði fram samantekt um þá aðila sem eru að veita styrki til verkefna sem tengjast starfsemi grunnskóla.
Skólanefnd þakkar samantektina og óskar eftir því að henni verð komið til starfsfólks grunnskóla.
- 9. 0803048 - Ályktanir kennarafunda Vallaskóla og Sunnulækjarskóla - um afgreiðslu bæjarráðs varðandi álagsgreiðslur til kennara
Lagðar fram til kynningar ályktanir kennarafunda Vallaskóla og Sunnulækjarskóla um álagsgreiðslur til kennara.Nefndarfulltrúar D-lista lýsa vonbrigðum sínum með að ráðandi bæjaryfirvöld vilji ekki hitta kennarar grunnskóla sveitarfélagsins og heyra þeirra sjónarmið.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl:18:00
Þórir Haraldsson
Sandra D. Gunnarsdóttir
Valgeir Bjarnason
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Kristín Traustadóttir
Sigurður Bjarnason
Daði V Ingimundarson
Elín Höskuldsdóttir
Guðbjörg Halldórsdóttir
Guðrún Herborg Hergeirsdóttir