22. fundur bæjarráðs
22. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 07.12.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Þórunn J Hauksdóttir, formaður
Margrét Katrín Erlingsdóttir, varaformaður
Gylfi Þorkelsson, bæjarfulltrúi
Jón Hjartarson, áheyrnarfulltrúi
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Formaður bæjarráðs, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, leitaði afbrigða til að taka á dagskrá málefni Suðurlandsvegar. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0606043 |
|
1a) Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, lagði fram svo hljóðandi dagskrártillögu:
Vegna breytinga á meirihlutasamstarfi þeirra flokka sem mynda bæjarstjórn Árborgar samþykkir bæjarráð að fresta afgreiðslu fundargerðanna til næsta fundar.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa B- og S-lista. Formaður bæjarráðs, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, greiddi atkvæði á móti.
2. Fundargerðir til kynningar:
0601064 |
|
2a) liður 13, ráðning framkvæmdastjóra SASS.
Vegna vinnuhóps Árborgar til að skoða aðild að og skipulag SASS og Skólaskrifstofu Suðurlands leggur formaður bæjarráðs, fulltrúi Sjálfstæðisflokks fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarráði Árborgar þykir leitt ef ákvörðun meirihluta Árborgar um að skipa vinnuhóp til að skoða aðild að og skipulag SASS og Skólaskrifstofu Suðurlands hefur valdið óvissu hjá þessum aðilum. Bæjarráð leggur því til að vinnuhópurinn verði lagður niður.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld. Formaður bæjarráðs, fulltrúi Sjálfstæðisflokks greiddi atkvæði með tillögunni.
Margrét K. Erlingsdóttir, lagði fram svo hljóðandi dagskrártillögu:
Vegna breytinga á meirihlutasamstarfi þeirra flokka sem mynda bæjarstjórn Árborgar samþykkir bæjarráð að fresta afgreiðslu fundargerðarinnar til næsta fundar.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa B- og S-lista. Formaður bæjarráðs, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, greiddi atkvæði á móti.
3. 0607065
Erindi frá HSK vegna umsóknar um landsmót UMFÍ 2012 varðandi formlega samþykkt sveitarfélagsins um uppbyggingu mannvirkja -
Formaður bæjarráðs, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, bar upp svo hljóðandi tillögu:
Bæjarráð felur verkefnisstjóra íþrótta-, forvarnar- og menningarmála að svara erindinu.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum fulltrúa B- og S-lista, gegn atkvæði formanns bæjarráðs, fulltrúa Sjálfstæðisflokks.
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, bar upp svo hljóðandi dagskrártillögu:
Vegna breytinga á meirihlutasamstarfi þeirra flokka sem mynda bæjarstjórn Árborgar samþykkir bæjarráð að fresta afgreiðslu erindisins til næsta fundar.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa B- og S-lista, gegn atkvæði formanns bæjarráðs, fulltrúa Sjálfstæðisflokks.
Formaður bæjarráðs, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, óskaði eftir að bókað yrði:
Formaðurinn leggur fram tillögur og eru þær til lýðræðislegrar umræðu á fundinum, en bæjarfulltrúi B-lista kýs að leggja fram dagskrártillögur sem ekki má ræða.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista.
4. Tvöföldun Suðurlandvegar
Formaður bæjarráðs, fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram tillögu að bókun:
Bæjarráð Árborgar lýsir óánægju sinni með hugmyndir Vegagerðar ríkisins um breikkun Suðurlandsvegar með svokallaðri 2+1 aðferð. Bæjarráð Árborgar styður tvöföldun Suðurlandsvegar frá Rauðavatni að Þjórsá. Vöxtur umferðar er mikill og viðvarandi um Suðurlandsveg. Brýnt er að leggja fjármuni í varanlegar lausnir, en forðast bráðabirgðaúrræði. Tvöföldun Reykjanesbrautar er dæmi um velheppnaða aðgerð þar sem akstursleiðir eru skýrt aðgreindar. Slík útfærsla er í takt við alþjóðlegar hraðbrautir þar sem öryggið er haft í fyrirrúmi.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista.
Samþykkt samhljóða.
5. Erindi til kynningar:
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:50
Þórunn J Hauksdóttir
Margrét K. Erlingsdóttir
Gylfi Þorkelsson
Jón Hjartarson
Ásta Stefánsdóttir