1.2.2019

22. fundur bæjarráðs

  22. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 31. janúar 2019 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.  Mætt:                     Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1901139 - Samstarf um greiðslur gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa
  Afgreiðsla á lið 3 í 5. fundargerð félagsmálanefndar frá 22. janúar. Nefndin leggur til við bæjarráð að drög að samningi við Reykjavíkurborg um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum fyrir heimilislausa verði samþykkt með smávægilegum breytingum á 13. gr., við bætist "samningurinn endurnýjast árlega og framlengist sé honum ekki sagt upp".
  Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálanefndar um greiðslur vegna gistináttagjalds í neyðarathvörfum fyrir heimilislausa í Reykjavíkurborg. Frá Árborg gistu þrír einstaklingar í Gistiskýli í alls sex nætur og tveir einstaklingar í Konukoti í alls fjórtán nætur. Samkvæmt gjaldskrá greiðir Árborg 17.500 fyrir hverja gistinótt. Verðið byggir á rekstrarkostnaði neyðarathvarfanna.
     
2. 1901138 - Styrkbeiðni - starfsemi Bjarkarhlíðar árið 2019
  Afgreiðsla á lið 4 í 5. fundargerð félagsmálanefndar frá 22. janúar. Nefndin leggur til við bæjarráð að Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, verði veittur 70.000 kr. styrkur vegna ársins 2019.
  Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálanefndar um að styrkja starfsemi Bjarkarhlíðar - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, um kr. 70.000,- Til Bjarkarhlíðar leita einstaklingar af öllu landinu, þar á meðal frá Sveitarfélaginu Árborg.
     
   
3. 1901150 - Reglur um fjárhagsaðstoð
  Afgreiðsla á lið 5 í 5. fundargerð félagsmálanefndar frá 22. janúar. Nefndin leggur til við bæjarráð að grunnkvarði fjárhagsaðstoðar verði hækkaður í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. En þar var lögð til hækkun um 7%. 10.gr. reglna um fjárhagsaðstoð verði með eftirfarandi hætti: Einstaklingur hækkar úr 149.628 kr. í 160.102 kr. Hjón/sambúðarfólk hækkar úr 239.045 kr. í 255.778 kr. Einstaklingur sem býr með öðrum og leigir húsnæði án þinglýsts leigusamnings hækkar úr 119.702 kr í 128.082 kr. Einstaklingur sem býr hjá foreldrum, er inniliggjandi á sjúkrastofnun eða í áfengis- eða vímuefnameðferð hækkar úr 67.332 kr. í 72.046 kr.
  Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálanefndar um hækkun á grunnkvarða fjárhagsaðstoðar.
     
4. 1901285 - Tækifærisleyfi - þorrablót í íþróttahúsinu á Stokkseyri 2019 4-1901285
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 28. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í íþróttahúsinu á Stokkseyri 9. febrúar nk.
  Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um veitingu leyfisins.
     
5. 1901145 - Rekstrarleyfisumsögn - Hvíta Húsið 5-1901145
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 18. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu veitingar í flokki III, veitingahús, skemmtistaður, veisluþjónusta og veitingaverslun að Hrísmýri 6 Selfossi.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um veitingu rekstrarleyfisins.
     
6. 1812164 - Rekstrarleyfisumsögn - Hótel Selfoss 6-1812164
  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 20. desember, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til gölu gistingar í flokki IV hótel, frá Hótel Selfoss.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um veitingu rekstrarleyfisins.
     
7. 1804061 - Upplýsingar - breytingar á fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 7-1804061
  Svarbréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 21. janúar, um fjárhagsáætlunarvinnu.
  Lagt fram til kynningar.
     
8. 1801154 - Stefnumótun Friðlands í Flóa
  Beiðni frá Fuglavernd, dags. 21. nóvember, um styrk til að setja saman stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Friðland í Flóa. Kosning tveggja fulltrúa Árborgar í starfshóp um Fuglafriðlandið í Flóa
  Bæjarráð óskar eftir fundi með Fuglavernd um framtíðarfyrirkomulag samstarfs Fuglaverndar og sveitarfélagsins um Friðland í Flóa. Bæjarstjóra falið að kalla fulltrúa Fuglaverndar til fundar. Bæjarráð frestar því að taka afstöðu til styrkbeiðninnar.
     
9. 1901291 - Landsþing Sambandsins 2019 9-1901291
  Boðun á XXXIII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 29. mars nk. á Grand Hótel Reykjavík.
  Lagt fram til kynningar.
     
10. 1901293 - Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun og sveitarfélögin 10-1901293
  Erindi frá forsætisráðuneytinu, dags. 28. janúar, þar sem sveitarfélög eru hvött til að kynna sér heimsmarkmiðin og einnig er sagt frá kynningarfundi um sveitarfélög og heimsmarkmiðin en fundurinn verður á Grand Hóteli í Reykjavík 15. febrúar nk.
  Lagt fram til kynningar.
     
11. 1711262 - Áfangastaðaáætlun DMP fyrir Suðurland 11-1711262
  Erindi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðneytinu, dags. 25. janúar, þar sem óskað er eftir að áfangastaðáætlun Suðurlands verði lögð fram og vísað til viðeigandi stofnunar/sviðs. Áfangastaðaáætlun Suðurlands - samantekt https://www.south.is/is/dmp
  Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd og íþrótta- og menningarnefnd.
     
Fundargerðir til kynningar
12. 1901009 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2019
  5. fundur haldinn 22. janúar
     
13. 1901272 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2019 13-1901272
  193. fundur haldinn 23. janúar
     
14. 1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki 14-1708133
  10. fundur haldinn 28. janúar
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:24  
Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica