Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.6.2012

22. fundur fræðslunefndar


22. fundur
fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 14. júní 2012  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15.
 

Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, varamaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Guðbjartur Ólason, fulltrúi skólastjóra, Helga Geirmundsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Linda Rut Ragnarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Hanna Rut Samúelsdóttir, fulltrúi starfsmanna, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri. 

Formaður leitaði afbrigða um að taka á dagskrá dagskrárlið nr. 21, Barnabær - samstarfsverkefni skólasamfélagsins á Eyrarbakka og Stokkseyri. Samþykkt samhljóða. Formaður bauð Ragnheiði Guðmundsdóttur, nýjan varamann D-listans, velkomna og þakkaði jafnframt Þorsteini G. Þorsteinssyni fyrir störf hans í fræðslunefnd.  

Dagskrá: 

1.

1203022 - Leikskóladagatal 2012-2013

 

Beiðni frá leikskólastjóra Jötunheima um breytingar á skipulagsdögum vegna kynnisferðar starfsfólks til Toronto. Samþykkt samhljóða.

 

   

2.

1206059 - Sumarfrí fræðslunefndar 2012

 

 Formaður lagði fram tillögu um að næsti reglulegi fundur fræðslunefndar verði haldinn fimmtudaginn 23. ágúst nk. Samþykkt samhljóða.

 

   

3.

1109098 - Skólastefna Sveitarfélagsins Árborgar 2011-2012

 

Fundargerðir stýrihóps frá 16. maí og 4. júní 2012. Þar er lögð fram tillaga að einkunnarorðum og kaflaskiptingu í nýrri skólastefnu.

 

   

4.

1206008 - Upplýsingar um leikskólabiðlista

 

Fræðslustjóri kynnti minnisblað vegna þriggja spurninga sem lagðar voru fram í bæjarráði. Samkvæmt þeim upplýsingum er staða mála góð, þ.e. engir biðlistar fyrir börn sem eru eldri en 18 mánaða og öll börn sem eru fædd í janúar, febrúar og mars 2011 hafa fengið leikskólapláss og nokkur sem eru fædd í apríl 2011 en þau verða 18 mánaða í október næstkomandi.  

 

   

5.

1206026 - Þróunarverkefnið Gullin í grenndinni

 

Minnisblað frá leikskólastjóra Álfheima lagt fram. Um er að ræða þróunarverkefni sem leikskólinn átti frumkvæði að en verkefnið fær 750.000 kr. styrk úr Sprotasjóði. Helstu samstarfsaðilar Álfheima eru Vallaskóli, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Skógræktarfélag Selfoss, Suðurlandsskógar og umhverfisdeild Árborgar. Verkefnisstjóri er Ólafur Oddsson uppeldisráðgjafi og verkefnisstjóri fyrir Lesið í skóginn. Þróunarverkefnið "Gullin í grenndinni" snýr að þverfaglegu samstarfi um að kortleggja og skrá náttúruleg verðmæti og minjar á Selfossi og gera aðgengileg fyrir skólastarf á öllum skólastigum. Fræðslunefnd fagnar þróunarverkefninu og óskar öllum sem að því koma til hamingju og góðs gengis. Einnig fær leikskólinn bestu hamingjuóskir með það að hafa fengið Grænfánann í fimmta sinn.   

 

   

6.

1206016 - Þróunarverkefnið Lýðræðislegir dagar

 

Minnisblað frá leikskólastjóra Árbæjar lagt fram. Þróunarverkefnið fær 900.000 kr. úr Sprotasjóði og verður unnið veturinn 2012-2013. Helstu markmið þess eru að semja námskrá í lýðræði og mannréttindum fyrir leikskólann, kynna og þjálfa lýðræðislegar starfsaðferðir fyrir starfsfólki og að það skilgreini þátt lýðræðis og mannréttinda í leikskólastarfinu. Verkefnisstjóri er dr. Anna Magnea Hreinsdóttir, leikskólafulltrúi í Garðabæ. Fræðslunefnd fagnar þróunarverkefninu og óskar öllum sem að því koma til hamingju og góðs gengis næsta vetur.  

 

   

7.

1202309 - Fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka 2012

 

Bókun Helga S. Haraldssonar í bæjarráði 24. maí 2012 um lið 1 og 2 í fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka, málefni skólahúsnæðis á Eyrarbakka.

 

Arna Ír Gunnarsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu: Undirrituð leggur til að settur verði á laggirnar vinnuhópur sem vinnur heildstæða áætlun um nauðsynlegt viðhald og endurbætur á skólahúsnæðinu á Eyrarbakka og umhverfi þess. Í hópnum sitji fulltrúi skólastjórnenda, fulltrúi fræðsluyfirvalda, fulltrúi kennara og fulltrúi úr skólaráði og eða foreldrafélagi. Áætlunin verði lögð fyrir bæjaryfirvöld þann 1.október nk.

Greinargerð: Að undanförnu hefur mikið verið til umræðu þörfin fyrir að fara í viðhald og endurbætur á skólahúsnæðinu á Eyrarbakka ásamt umhverfi þess. Minnihlutinn lagði m.a. fram tillögur um breytingar í 3 ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins í þá veru að aukið fjármagn yrði sett í skólahúsnæðið á Eyrarbakka. Þá hefur hverfisráð Eyrarbakka fjallað um málið ásamt fleirum. Afar mikilvægt er að heildstæð þarfagreining fari fram á þörf fyrir viðhald og endurbætur ásamt því að framkvæmdum sé forgangsraðað af þeim sem þekkja aðstæður best.

Arna Ír Gunnarsdóttir fulltrúi S-lista.

Tillagan felld með þremur atkvæðum og tveir greiddu atkvæði með henni.

Bókun fulltrúa D-listans. Á fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir 8 milljónum til framkvæmda á lóð BES á Eyrarbakka.  Eftir umræður sem áttu sér stað fyrir þó nokkru síðan var ákveðið að ráðstafa peningunum frekar í viðhald og framkvæmdir innan húss enda löngu orðin þörf fyrir endurbætur og uppbyggingu á skólahúsnæðinu. Framkvæmdir eru að hefjast og  eru unnar í fullu samráði við skólastjórnendur og eftir þeirra hugmyndum.  Skólastjórnendur hafa rætt hugmyndir sínar um framtíðaruppbyggingu við starfsmenn á framkvæmda og veitusviði,  fræðslustjóra, starfsfólk skólans , skólaráð og kjörna fulltrúa ásamt því sem hverfisráði Eyrarbakka hefur verið haldið upplýstu um gang mála.  Málið verður unnið áfram í fullu samráði við skólasamfélagið og drög að frekari áætlun um uppbyggingu lögð fram við gerð fjárhagsáætlunar.  Það er því mat okkar að ekki þurfi að þyngja ferlið með því að skipa sérstakan vinnuhóp um þessi mál.

Sandra Dís Hafþórsdóttir                                                                      Brynhildur Jónsdóttir                                                                         Ragnheiður Guðmundsdóttir

 Bókun fulltrúa S-lista: Það er jákvætt að hafin sé vinna við viðhald og endurbætur á skólahúsnæðinu á Eyrarbakka. Undirrituð hafnar því alfarið að lýðræðisleg vinnubrögð eins og að setja á laggirnar vinnuhóp um málið sé til þess fallið að þyngja ferlið. Undirrituð ítrekar mikilvægi þess að unnin sé þarfagreining varðandi nauðsynlegt viðhald og endurbætur ásamt því að framkvæmdum sé forgangsraðað eftir mikilvægi. Undirrituð óskar eftir að þarfagreining ásamt framkvæmdaáætlun verði lögð fyrir fræðslunefnd sveitarfélagsins sem allra fyrst.

Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S-lista.  

     

8.

 1205351 - Breytingar á stöðugildafjölda þroskaþjálfa og stuðningsfulltrúa í Sunnulækjarskóla

 

Bókun bæjarráðs 24. maí 2012 vegna fjölgunar á stöðugildum þroskaþjálfa í Sérdeild Suðurlands, Setrinu, skólavistuninni Hólum og aukningar á starfshlutfalli stuðningsfulltrúa.

 

   

9.

1101166 - Fundargerðir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra

 

Fundargerðir frá 23. maí og 12. júní 2012 til kynningar.

 

 

   

10.

1206037 - Tal- og málþroskaraskanir skólabarna - greiðsluþátttaka o.fl.

 

Tölvupóstur frá skólamálafulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga til kynningar. Þar kemur m.a. fram að skólamálanefnd sambandsins tók nýlega skýrslu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til umfjöllunar og mun áfram eiga frumkvæði að því að kalla saman málsaðila og halda áfram vinnu á grundvelli skýrslunnar.

 

   

11.

1203027 - Fundargerðir ungmennaráðs Árborgar 2012

 

Lagðar fram til kynningar. Fræðslunefnd fagnar áhuga ráðsins á mikilvægum málum og þakkar ábendingarnar.

 

   

12.

1205414 - Úttekt á stærfræðikennslu í grunnskólum

 

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur látið gera úttekt á kennslu, námskröfum og námsmati í stærðfræði á unglingastigi í átta grunnskólum. Úttektin er gerð skv. 38. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla og þriggja ára áætlun ráðuneytisins um ytra mat.

 

   

13.

1201090 - Skólaráð BES 2011-2012

 

Fundargerð skólaráðs Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri frá 15. maí 2012 til kynningar.

 

   

14.

1202224 - Skólaráð Sunnulækjarskóla 2011-2012

 

Fundur nr. 24 í skólaráði Sunnulækjarskóla haldinn 23. maí 2012 til kynningar.

 

   

15.

1206018 - Aðgerðir til eflingar leikskólastigsins

 

Skýrsla til kynningar frá starfshópi mennta- og menningarmálaráðuneytis þar sem sett er fram aðgerðaáætlun til að fjölga einstaklingum sem sækja um leikskólakennaranám og jafna kynjahlutfall starfsfólks í leikskólum. Fjöldi rannsóknarniðurstaðna sýna að leikskólar með vel menntuðu starfsfólki geta skipt sköpum fyrir námsframvindu barna. Hópurinn leggur m.a. til kynningarátak í haust og að sett verði af stað langtímaverkefni í nýliðun í leikskólakennara, m.a. með aukinni áherslu á raunfærnimat við inntöku í háskólanám og sveigjanleika í menntun á starfstíma.

 

   

16.

1205401 - Velferð barna - bæklingur

 

Ráðleggingar frá þjóðmálanefnd þjóðkirkjunnar, sem m.a. er beint til stjórnvalda í mynd ríkis og sveitarfélaga, lagðar fram til kynningar.

 

   

17.

1204180 - Álfheimafréttir 2012

 

Álfheimafréttir í maí 2012 til kynningar.

 

   

18.

1201072 - Fréttabréf Jötunheima 2012

 

Fréttabréf Jötunheima í apríl, maí og júní 2012 til kynningar.

 

   

19.

1201084 - Fundargerðir Skólaskrifstofu Suðurlands 2012

 

Fundir stjórnar nr. 138 og 139 til kynningar.

     

20.

 

1206087 - Barnabær - samstarfsverkefni skólasamfélagsins á Eyrarbakka og Stokkseyri.

 

Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni með hið skemmtilega samstarfsverkefni Barnabæ í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri en verkefnið var unnið síðustu skóladagana í júní. Það er til fyrirmyndar þegar nemendur, foreldrar og starfsfólk vinna svona vel saman að heildstæðu verkefni sem hefur mikið náms- og skemmtigildi. Að Barnabæ komu einnig leikskólabörn, Byggðasafn Árnesinga, ýmis fyrirtæki og íbúar á öllum aldri.

 

   

  

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:50

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

 

Brynhildur Jónsdóttir

Ragnheiður Guðmundsdóttir

 

Arna Ír Gunnarsdóttir

Andrés Rúnar Ingason

 

Guðbjartur Ólason

Helga Geirmundsdóttir

 

Málfríður Garðarsdóttir

Linda Rut Ragnarsdóttir

 

Hanna Rut Samúelsdóttir

Þorsteinn Hjartarson

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica