Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


23.6.2016

22. fundur fræðslunefndar

22. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 9. júní 2016 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.  Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista, Birgir Edwald, fulltrúi skólastjóra, Kristín Eiríksdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla, Sigríður Pálsdóttir, fulltrúi kennara, Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Aðalbjörg Skúladóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1503028 - Erasmus+ verkefnið Nám, störf og lærdómssamfélag
Minnisblað um afrakstur Erasmus+verkefnis Árborgar og tillögur faghópa. Formaður lagði til að taka á dagskrá tillögur faghóps um lærdómssamfélagið og taka svo tillögur hópanna um nám og starf og upplýsingatækni inn á fundinn í ágúst. Samþykkt samhljóða. Tillögur faghóps um lærdómssamfélag Árborgar og afgreiðsla fræðslunefndar: - Markvisst verði unnið að tengingu safna í Árborg og víðar á Suðurlandi við skólasamfélagið með það að leiðarljósi að skólar geti notfært sér þá þekkingu og menningarvarðveislu sem þar er að finna. Fræðslunefnd líst vel á tillöguna og hvetur skólastjórnendur og fræðslustjóra að halda sem fyrst samstarfsfund með stjórnendum safnanna. Mögulega mætti gera formlegan samstarfssamning grunnskóla og safna á Suðurlandi með aukna áherslu á safnakennslu sem gætu farið í skólanámskrár og skólastefnu sveitarfélagsins. - Að Árborg stuðli að skólaþróun og metnaði í menntamálum þannig að það virki sem hvati til að laða að hæft starfsfólk. Nefndin tekur undir með faghópnum og lítur svo á að um sé að ræða stórt samstarfsverkefni skóla, foreldrasamtaka og fræðsluyfirvalda. - Að Árborg leggi aukna vinnu í uppbyggingu verk- og iðnnáms og að samvinna grunnskóla, framhaldsskóla og atvinnulífs verði efld enn frekar. Fræðslunefnd líst vel á að efla slíka uppbyggingarvinnu og er því vísað til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2017 og til frekari umfjöllunar í bæjarráði. Þessi áherslupunktur tengist einnig afar vel sóknaráætlun Suðurlands. - Að áherslu á læsi verði haldið áfram og stefnt að hámarksárangri. Þetta starf hefur verið öflugt og unnið er að gerð læsisstefnu Árborgar. Tökum undir með faghópnum að stefna beri að hámarksárangri. - Að Skóladagur Árborgar verði haldinn árlega eða annað hvert ár. Slíkt eykur samkennd og samvinnu innan lærdómssamfélagsins og gerir fagmennsku á öllum sviðum menntunar í sveitarfélaginu enn öflugri. Þar verði einnig til vettvangur viðurkenningar og hróss fyrir það góða starf sem unnið er. Ekki er gert ráð fyrir þessum degi á skóladagatali 2016-2017 en vonandi verður hægt að vera með nokkra minni viðburði í þessum anda. Nefndin samþykkir að gert verði ráð fyrir skóladegi Árborgar á skólaárinu 2017-2018. - Að fræðsluyfirvöld Árborgar styðji við eflingu tölvu- og upplýsingatækni í skólastarfi. Slíkt leiðir til betri miðlunar kennsluefnis og fagmennsku meðal starfsmanna menntastofnana sveitarfélagsins. Erasmus+verkefnið hefur þegar skilað miklu á þessu sviði og fræðslunefnd mun leitast við nú sem fyrr að hægt verði að efla tölvu- og upplýsingatækni í skólastarfi sveitarfélagsins. - Hópurinn leggur til að Árborg hefji undirbúning að því að gerast heilsueflandi sveitarfélag. Líkamleg og andleg heilsa er ein af forsendum velmegunar íbúa sveitarfélags og stór þáttur í eflingu lærdómssamfélags. Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina og vísar henni áfram til frekari skoðunar og umfjöllunar hjá fleiri fagnefndum sveitarfélagsins og bæjarráði. - Að Árborg hvetji og styðji starfsmenn til reglulegrar endurmenntunar á öllum stigum menntasamfélagsins. Slíkt eykur fagmennsku, lyftir gæðum og eykur vellíðan starfsmanna í starfi. Nefndin tekur undir þessi hvatningarorð og hrósar skólastjórnendum og skólaþjónustu fyrir margar og öflugar umsóknir í endurmenntunar- og þróunarsjóði sem skilað hafa árangri og aukið framboð á símenntun fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla. - Að Árborg skoði að koma á menntaverðlaunum Árborgar eða stuðla að því að efla Menntaverðlaun Suðurlands enn frekar. Slíkt verði liður í að gera menntastarf sýnilegra samfélaginu og virki hvetjandi inn í allt menntastarf. Tillagan var rædd og samþykkt að taka hana aftur til skoðunar í haust. - Að Árborg gæti þess að efla enn frekar samstarf við fræðsluskrifstofur nærsveita. Slíkt eflir þróunarstarf og heildarárangur og gæði í skólastarfi. Slíkt samstarf er þegar til staðar, svo sem um Stóru upplestrarkeppnina og námskeið, en efla má samstarfið og tillögunni því vísað til fræðslustjóra. - Að menntastofnanir sveitarfélagsins geri starf sitt sýnilegra með reglulegum skrifum í héraðsfréttablöð og á samfélagsmiðlum. Nefndin tekur undir með faghópnum og vísar þessu til skólastjórnenda og starfsfólks skólaþjónustu. - Að Árborg stuðli að auknu vægi nemendalýðræðis. Að nemendur á öllum aldursstigum eigi þess kost að sitja í ráðum og nefndum er varða þeirra nám og aðbúnað. Aukin áhersla á nemendalýðræði er mikilvæg og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu sveitarfélagsins. Þegar er unnið að því að fulltrúar ungmennaráðs fái áheyrnarfulltrúa í fagnefndum sveitarfélagsins. - Að haldið verði áfram að efla flæði á milli skólastiga, jafnt í námsmati sem öðru utanumhaldi nemenda, og að fagleg umræða sé tryggð milli leik, grunn- og framhaldsskóla. Tillagan er í góðu samræmi við áherslur í skólastefnu Árborgar og fræðslunefnd fagnar þróunarverkefninu Námsmat á mörkum skólastiga í Árborg sem verður unnið á næsta skólaári í leikskólum og grunnskólum sveitarfélagins í samstarfi við FSu. - Að Árborg hafi skýra og framsækna sýn í skólamálum. Nú er komið að endurskoðun á skólastefnu Sveitarfélagins Árborgar 2013-2016. Með aðkomu sem flestra að stefnumótunarvinnunni verður vonandi hægt að skerpa enn frekar á sýn sveitarfélagins í skólamálum sem þarf alltaf að vera metnaðarfull og framsækin.
2. 1606034 - Sumarfrí fræðslunefndar
Formaður lagði fram tillögu um að næsti reglulegi fundur fræðslunefndar verði haldinn fimmtudaginn 25. ágúst nk. Samþykkt samhljóða.
Erindi til kynningar
3. 1606003 - Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2017
Tvær skýrslur úr Skólavoginni lagðar fram: - Rekstrarupplýsingar leikskóla 2015 - Rekstrarupplýsingar grunnskóla 2015-2016
4. 1601126 - Fréttabréf fræðslusviðs 2016
Fréttabréf í maí 2016 til kynningar.
5. 1601168 - Samstarfsfundir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra 2016
Fundargerð frá 7. júní 2016 til kynningar.
6. 1601209 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra
Fundargerð frá 23. maí 2016 til kynningar.
7. 1605026 - Skóladagur Árborgar 2016
Viðhorfskönnun til kynningar. Niðurstöður sýna að almenn ánægja var með Skóladaginn.
8. 1605390 - Áhættumat starfa sem börn og unglingar sinna
Til kynningar. Bréf frá Vinnueftirlitinu frá 30. maí 2016.
9. 1601121 - Álfheimafréttir
Til kynningar 5. tbl. í maí 2016. Þar er m.a. fundargerð foreldraráðs 3. maí 2016.
10. 1602071 - Breyting á fyrirkomulagi samræmdra könnunarprófa í grunnskólum
Til kynningar. Bréf Skólastjórafélags Íslands til Menntamálastofnunar frá maí 2016.
11. 1511035 - Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2016
Fréttatilkynning frá 23. maí 2016 til kynningar. Fræðslunefnd óskar Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri til hamingju með góðan árangur og þá sérstaklega Sindra Immanúel sem náði þeim frábæra árangri að hafna í 3. sæti fyrir rafknúinn hurðarlokara.
12.   1605277 - Alþjóðleg könnun á heilsu og lífskjörum grunnskólabarna - Suðurland
Til kynningar. Skýrsla frá Háskólanum á Akureyri sem var útgefin í júní 2016.
13. 1508178 - Undirbúningur - móttaka flóttamanna
Til kynningar. - Tölvupóstur frá Velferðarráðuneyti 24. maí 2016. - Afgreiðsla bæjarráðs 26. maí 2016. - Kynningarefni v/námskeiðs í Hafnarfirði 8.-9. júní 2016.
14. 1008823 - Stofnanaúttektir á leik- og grunnskólum
Til kynningar. Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 26. maí 2016, v/eftirfylgni með úttekt á Vallaskóla.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:00
Sandra Dís Hafþórsdóttir Magnús Gíslason
Brynhildur Jónsdóttir Arna Ír Gunnarsdóttir
Íris Böðvarsdóttir Birgir Edwald
Kristín Eiríksdóttir Brynja Hjörleifsdóttir
Sigríður Pálsdóttir Málfríður Erna Samúelsd.
Aðalbjörg Skúladóttir Þorsteinn Hjartarson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica