Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


1.9.2011

22. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

22. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 31. ágúst 2011  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:15

Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista,
Bjarni Harðarson, nefndarmaður, V-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson., tækni- og veitustjóri.

Dagskrá:

1.  0806063 - Málefni Björgunarmiðstöðvar
 Farið yfir stöðu mála. Lokafrágangur hefur dregist verulega. Áhersla lögð á að aðalverktaki klári verkið sem fyrst. Byggingarnefnd falið að fylgja málinu eftir.
   
2.  1006034 - Fjárhagsáætlun 2011
 Fjármálastjóri gerði grein fyrir 6 mánaða uppgjöri.
   
3.  1106093 - Fjárhagsáætlun 2012
 Fjármálastjóri fór yfir forsendur fjárhagsáætlunargerðar 2012.
   
4.  1105261 - Ráðning umsjónarmanns fasteigna
 Tækni- og veitusjóri kynnti niðurstöður úr viðtölum við umsækjendur.
   
5.  1108147 - Ráðning - umsjónarmaður umhverfis- og framkvæmda

 Málið tekið á dagskrá að beiðni Eggerts Vals Guðmundssonar:

Bókun lögð fram á fundi framkvæmda og veitusviðs þann 31-8 2011:
Undirritaðir lýsa  undrun og vonbrigðum yfir þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru vegna ákvörðunar um að auglýsa eftir nýjum lykilstarfsmanni hjá framkvæmda- og veitusviði, umsjónarmanni umhverfis og framkvæmda.  Málið hefur hvorki verið lagt fram til umfjöllunar í stjórn framkvæmda- og veitusviðs né í bæjarstjórn.  Ekkert er til í skipuriti sveitarfélagsins varðandi umrætt starf og því er um verulega skipulagsbreytingu að ræða,  sem enga umræðu hefur fengið innan stjórnar sviðsins.  Það eru að dómi undirritaðra stjórnarmanna fáheyrð vinnubrögð að auglýsa eftir yfirmanni fyrir  viðamikið svið án samráðs við lýðræðislega kjörna fulltrúa hlutaðeigandi stjórnar.
Undirritaðir stjórnarmenn óska eftir  að formaður framkvæmda- og veitusviðs svari með skriflegum hætti eftirfarandi spurningum.

     1. Hver tók þá ákvörðun og hvenær var hún tekin að auglýsa nýtt starf umsjónarmanns umhverfis og framkvæmda sem birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag ?

     2. Hver samdi starfslýsingu vegna hins nýja starfs  og liggur fyrir þarfagreining vegna þeirra menntunar- og hæfniskrafna sem farið er fram á að umsækjendur uppfylli?

     3. Í umræddri atvinnuauglýsingu kemur fram að um nýtt starf sé að ræða. Liggur fyrir fjárheimild í fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við hinn nýja starfsmann?

     4. Hver er áætlaður kostnaður 2011 vegna hins nýja starfsmanns?

     5. Hefur bæjarstjórn fjallað um eða tekið ákvörðun um breytingu á skipuriti sveitarfélagsins vegna þessa fyrirhugaða starfs?

     6.  Að hve miklu leyti samsvarar hið nýja starf,  umsjónarmanns  umhverfis og framkvæmda, nýniðurlögðu starfi, sérfræðings umhverfismála, hjá sveitarfélaginu?

     7.  Samkvæmt nýjustu upplýsingum eru starfsmenn, sem heyra undir tækni- og veitustjóra, aðrir en starfsmenn byggingardeildar, 16 talsins.  Samkvæmt auglýsingunni er gert ráð fyrir að hinn nýi umsjónarmaður umhverfis og framkvæmda verði yfirmaður 15 starfsmanna. Hvaða  starfsmaður eða starfsmenn munu heyra beint undir tækni- og veitustjóra eftir að breytingin hefur tekið gildi?

Eggert Valur Guðmundsson,  fulltrúi S lista
Bjarni Harðarson,  fulltrúi V lista

Bókun fulltrúa D-lista:
Yfirverkstjóri umhverfisdeildar sagði upp störfum í lok maí og í framhaldi af því var nauðsynlegt að auglýsa eftir nýjum starfsmanni enda mörg verk sem bíða framkvæmda.
 
   
6.  1108148 - Framkvæmdalisti 2011
 Verkefnalisti lagður fram til kynningar.
   
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00

Elfa Dögg Þórðardóttir 
Ingvi Rafn Sigurðsson
Eggert Valur Guðmundsson  
Bjarni Harðarson
Jón Tryggvi Guðmundsson 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica