17.12.2015
22. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
22. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 9. desember 2015 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-listi, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1509018 - Endurnýjun götulýsingar 2015 |
|
Farið yfir niðurstöðu útboðs á LED götulömpum. Ákveðið hefur verið að kaupa lampa frá Johan Rönning af gerðinni Thorn R2L2 sem komu best út eftir að hafa farið í gegnum lífsferilskostnaðargreiningu á þriðja þrepi. |
|
|
|
2. |
1509022 - Styrkir til uppsetningar á varmadælum í Árborg 2016 |
|
Drög að samningi við styrkþega var kynntur. Samningurinn verður aðgengilegur á heimasíðu Árborgar. Styrkþegum verður sent bréf og samningur til undirritunar. |
|
|
|
3. |
1509124 - Selfossveitur - orkuöflun til framtíðar |
|
Sigurður Þór Haraldsson og Þorfinnur Snorrason komu inn á fundinn og fóru yfir afkastagetu Selfossveitna. Þorleifskot er annað af meginorkuöflunarsvæðum Selfossveitna og hefur verið nýtt síðan 1947. Svæðið hefur verið að breytast á síðustu árum en skjálftinn 2000 og síðan 2008 höfðu töluverð áhrif á svæðið og ollu kólnun. Hinsvegar gerðu skjálftarnir það að verkum að innrennsli á svæðið jókst töluvert og var svæðið mjög vatnsgjöfult stuttu eftir skjálftana. Sem dæmi má nefna að fyrir skjálftanna var ákveðin þumalputtaregla að vatnsvinnsla og niðurdráttur gengu í takt þ.e.a.s að ef vinnslan var 100 l/s þá var niðurdráttur 100m. Eftir skjálftann 2008 breyttist þetta töluvert og sem dæmi þá var í desember 2008 hægt að vinna 135 l/s úr svæðinu með eingöngu 100 m niðurdrætti þannig að munurinn var jákvæður upp á 35 m. Þessi aukning á vatns getu svæðisins hefur jafnt og þétt verið að ganga til baka og í des 2013 var munurinn á þann hátt að ef unnir voru 100 l/s úr svæðinu var niðurdráttur 128 m. Þessi þróun hefur síðan haldið áfram á síðustu misserum og í janúar 2015 var þessi munur orðnir 46 m eða fyrir 100 l/s er niðurdrátturinn 146m. Fyrstu 7 dagar desembermánaðar hafa síðan sýnt niðurdrátt upp á 50 metra framyfir vatnsvinnslu. Flestar dælur eru á 180 m dýpi og í neyð er mögulegt að keyra niðurdráttinn á svæðinu í 175 m sem samvarar þá 125 l/s. Þessi breyting á svæðinu kallar því á aðgerðir þar sem heildarafkastageta veitunnar í þessu ástandi er líklega ekki meiri en 225-230 l/s en til samanburðar þá var notkun í kuldakastinu 5-6 des. 2013 235 l/s. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:00
Gunnar Egilsson |
|
Ragnheiður Guðmundsdóttir |
Ingvi Rafn Sigurðsson |
|
Viktor Pálsson |
Helgi Sigurður Haraldsson |
|
Jón Tryggvi Guðmundsson |