Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


21.3.2019

22. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

  22. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 13. mars 2019 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00. Mætt:                        Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista Viktor Stefán Pálsson, nefndarmaður, S-lista Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista Þórdís Kristinsdóttir, varamaður, D-lista Jakob H P Burgel Ingvarsson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs Sigurjón Vídalín Guðmundsson, varamaður, Á-lista Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri   Í upphafi fundar var samþykkt að taka inn á afbrigðum mál um loftgæði innandyra í húseignum Árborgar. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1902143 - Vallaskóli erindi til framkvæmda- og veitustjórnar
  Stjórnin þakkar fyrir erindið. Stjórnin kemur erindinu áfram til umfjöllunar í fræðslunefnd.
     
2. 1811184 - Útistofur við Vallaskóla 2019
  Kynnt var niðurstaða útboðs varðandi verkið "Lausar kennslustofur við Vallaskóla 2019". Eftirfarandi tilboð bárust: Eðalbyggingar ehf. 70.180.000 Hamar og Strik ehf. 60.000.000 Smíðandi ehf. 99.637.600 A-hús ehf. 108.066.000 Blásteinn Byggingarfélag ehf. 68.700.000 Vörðufell ehf. 73.260.000 Kostnaðaráætlun 64.014.500 Framkvæmda- og veitustjóra falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda enda uppfylli hann kröfur útboðsgagna.
     
3. 1902294 - Fyrirspurn - jarðhitakerfi begga megin Ölfusár og áhrif á Selfossjarðir
  Erindi frá lögmanni eiganda Selfossjarða lagt fram. Bæjarlögmanni og framkvæmda- og veitustjóra er falið að vinna tillögu að svari og leggja fyrir næsta fund.
     
4. 1812133 - Miðbær Selfoss
  Verkfundargerðir frá framkvæmdum í miðbæ Selfoss voru lagðar fram til kynningar.
     
5. 1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
  Farið yfir stöðu verkefnisins. Drög að forsögn liggja fyrir. Samkvæmt áætlun frá verkefnisstjóra verksins er stefnt að útboði hönnunar um mánaðarmótin mars/apríl.
     
6. 1902212 - Umferðarskipulag á Austurvegi á Selfossi
   
  Lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni varðandi framtíðar umferðarskipulag á Austurvegi á Selfossi.Eftir að nýr hringvegur verður tekinn í notkun norðan Selfoss með nýrri brú á Ölfusá er fyrir séð að veghald á Austurvegi kunni að falla til sveitarfélagsins. Framkvæmda- og veitustjórn leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði þverfaglegur vinnuhópur til að hefja vinnu við framtíðar skipulag og uppbyggingu á umferðarmannvirkjum í tengslum við fyrirhugaða breytingu á legu þjóðvegar nr.1.
     
7. 1612102 - Kaupsamningur - Félagsmiðstöð og dagdvöl aldraðra að Austurvegi 51
  Formaður kynnti stöðu verkefnisins. Verkinu er lokið og búið að ganga frá afsali. Lögð verður fram samantekt á næsta fundi um störf verkefnahóps sem skipaður var á 4. fundi framkvæmda- og veitustjórnar 1. ágúst 2018.
     
8. 1811216 - Fjölnota íþróttahús á Selfossvelli
   
  Lagðir voru fram samningar við Verkís og ALARK arkitekta ehf. um forhönnun á fjölnota íþróttahúsi á lóð UMFS á Selfossi. Forhönnun íþróttahússins skal byggð á frumhönnun Verkís hf. og ALARK arkitekta ehf. tillaga númer 11 sem dagsett er 20.12.2018 sem kynnt var og lögð fyrir framkvæmda- og veitustjórn Árborgar þann 9. janúar 2019. Meirihluti stjórnar samþykkir framlagða samninga og felur framkvæmda- og veitustjóra að undirrita samninganna. Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði á móti samþykkt samninganna.
     
9. 1703281 - Mat á umhverfisáhrifum við hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir
  Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun varðandi ákvörðun um matsáætlun fyrir hreinsistöð fráveitu við Selfoss. Skipulagsstofnun samþykkir matsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar með þar tilgreindum athugasemdum.
     
10. 1903122 - Loftgæði innandyra í fasteignum Árborgar
  Stjórnin felur framkvæmda- og veitustjóra að dreifa til húsumsjónarmanna sveitarfélagsins leiðbeiningum Umhverfisstofnunar um inniloft, raka og myglu, hvernig best sé að viðhalda og bæta heilnæmi innilofts og hvernig bregðast skuli við verði inniloftið óheilnæmt.
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:30  
Tómas Ellert Tómasson   Viktor Stefán Pálsson
Sveinn Ægir Birgisson   Þórdís Kristinsdóttir
Jakob H P Burgel Ingvarsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Jón Tryggvi Guðmundsson    
                     

Þetta vefsvæði byggir á Eplica