12. apríl 2016 kl 19:30 á StaðMætt eru Guðbjört Einarsdóttir, Guðlaug Einarsdóttir, Gísli Gíslason, Ingólfur Hjálmarsson og Siggeir Ingólfsson.1.Laga þarf veg upp í fuglafriðland sem er illa farinn frá rimlahliði og upp úr.2.Almenn ánægja með það sem komið er af göngustíg milli þorpanna og minnt á að áríðandi er að hann verði malbikaður sem fyrst.3.Akstur í fjörunni er bannaður sbr. lög um utanvegaakstur og minnt er á það með skiltum sem reyndar tolla stutt við. Dæmi um að ferðaþjónustuaðilar láti hóp jeppa keyra fjöruna sem rýrir upplifun gangandi vegfarenda.4.Laga þarf dekkið á bryggjunni enda þar talsverð umferð ferðamanna og er núverandi ástand bæði til lýti og hættu. Hverfisráð benti bæjarráði á þetta ástand í fyrra en ekkert hefur gerst til bóta.5.Upplýsingaskilti um húsin á Eyrarbakka sem staðsett voru á Vesturbæjarhól en fuku þaðan í óveðri, hafa ekki verið sett upp aftur. Slík upplýsingaskilti eru vinsæl lesning ferðamanna, enda fróðleg lestning um byggingarstíl. Hverfisráð óskar eftir að skiltunum verði komið fyrir aftur.6.Víða um fjöruna eru plaströr/lagnir frá fyrirtækinu Sæbýli, sem slitnað hafa upp og rekið upp á fjörur. Hverfisráð mælist til þess að plaströrin sem ekki eru í notkun, verði fjarlægð.7.Beðið er eftir árlegu vorhreinsunarátaki Sveitarfélagsins með aðgengilegum ruslagámum á Eyrarbakka – er komin dagsetning á það?8.Hverfisráð undrast hve mörg erindi daga uppi hjá nefndum eftir afgreiðslu bæjarráðs og virðast þurfa meiri eftirfylgni af hálfu Sveitarfélagsins, t.d. ofaníburður á sjóvarnagarð sem vísað var til framkvæmda og veiturstjórnar í fyrravor.Fundi slitið kl 20:30Fundarritari, Guðlaug Einarsdóttir ritari.