Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.4.2016

22. fundur hverfisráðs Eyrarbakka

12. apríl 2016 kl 19:30 á Stað Mætt eru Guðbjört Einarsdóttir, Guðlaug Einarsdóttir, Gísli Gíslason, Ingólfur Hjálmarsson og Siggeir Ingólfsson. 1.       Laga þarf veg upp í fuglafriðland sem er illa farinn frá rimlahliði og upp úr. 2.       Almenn ánægja með það sem komið er af göngustíg milli þorpanna og minnt á að áríðandi er að hann verði malbikaður sem fyrst. 3.       Akstur í fjörunni er bannaður sbr. lög um utanvegaakstur og minnt er á það með skiltum sem reyndar tolla stutt við. Dæmi um að ferðaþjónustuaðilar láti hóp jeppa keyra fjöruna sem rýrir upplifun gangandi vegfarenda. 4.       Laga þarf dekkið á bryggjunni enda þar talsverð umferð ferðamanna og er núverandi ástand bæði til lýti og hættu. Hverfisráð benti bæjarráði á þetta ástand í fyrra en ekkert hefur gerst til bóta. 5.       Upplýsingaskilti um húsin á Eyrarbakka sem staðsett voru á Vesturbæjarhól en fuku þaðan í óveðri, hafa ekki verið sett upp aftur. Slík upplýsingaskilti eru vinsæl lesning ferðamanna, enda fróðleg lestning um byggingarstíl. Hverfisráð óskar eftir að skiltunum verði komið fyrir aftur. 6.       Víða um fjöruna eru plaströr/lagnir frá fyrirtækinu Sæbýli, sem slitnað hafa upp og rekið upp á fjörur. Hverfisráð mælist til þess að plaströrin sem ekki eru í notkun, verði fjarlægð. 7.       Beðið er eftir árlegu vorhreinsunarátaki Sveitarfélagsins með aðgengilegum ruslagámum á Eyrarbakka – er komin dagsetning á það? 8.       Hverfisráð undrast hve mörg erindi daga uppi hjá nefndum eftir afgreiðslu bæjarráðs og virðast þurfa meiri eftirfylgni af hálfu Sveitarfélagsins, t.d. ofaníburður á sjóvarnagarð sem vísað var til framkvæmda og veiturstjórnar í fyrravor. Fundi slitið kl 20:30 Fundarritari, Guðlaug Einarsdóttir ritari.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica