29.9.2016
22. fundur íþrótta- og menningarnefndar
22. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 7. september 2016 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.
Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista, Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Axel Viðarsson D-lista boðaði forföll.
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1609034 - Áherslur ÍMÁ fyrir fjárhagsáætlun 2017 |
|
Rætt um verkefni sem íþrótta- og tómstundanefnd vill leggja áherslu á í fáhagsáætlunargerð 2017. Lögð er rík áhersla á að ekki verði skorið niður í íþrótta-, tómstunda- og menningarmálunum en það er mat nefndarinnar að framlög til málaflokkanna hafi frekar dregist saman á sl. árum. Nefndin leggur áherslu á að reynt verði að auka framlög í frístundastyrkinn og skoðaður sá möguleiki að auka aldursbilið úr 5-17 ára í 4-17 ára. Hvað varðar framkvæmdir þá var rætt um að setja upp frisbígolfvöll í sveitarfélaginu, halda áfram vinnu við framtíðaruppbyggingu menningarsalarins og hefja endurnýjun á gervigrasvöllum í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
2. |
1501110 - Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Sv. Árborg |
|
Lögð fram vinnugögn um óskir og tillögur íþróttafélaganna að framtíðaruppbyggingu í Sveitarfélaginu Árborg. Farið yfir gögnin og er starfsmanni nefndarinnar falið að setja upp drög að framtíðarstefnu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar í október. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
3. |
1609015 - Æfingagjöld í Árborg og frístundastyrkur |
|
Farið yfir nýtt frístundakerfi Árborgar en nú geta foreldrar nýtt frístundastyrkinn um leið og þei skrá börnin í tómstund. Nefndin samþykkir að taka saman yfirlit um æfingagjöld tómstundafélaga og er starfsmanni nefndarinnar falið að taka það saman fyrir næsta fund nefndarinnar. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
4. |
1605275 - Menningarmánuðurinn október 2016 |
|
Farið yfir drög að viðburðadagskrá fyrir menningarmánuðinn október 2016. Lagt verður upp með fjóra viðburði á vegum sveitarfélagsins sem dreift er á byggðarkjarnana. Starfsmanni nefndarinnar ásamt formanni falið að klára uppsetningu á dagskrá og koma í kynningu. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
5. |
1609010 - Ráðstefna - ungmennaráð á Suðurlandi |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
6. |
1608064 - Aðstaða fyrir handbolta í íþróttahúsum á Selfossi |
|
Starfsmaður nefndarinnar fór yfir stöðu mála. |
|
|
|
7. |
1609003 - Dagur íslenskrar náttúru - 16. september 2016 |
|
Lagt fram til kynningar. Nefndinni líst vel á að Sveitarfélagið Árborg taki þátt í deginum. |
|
|
|
Nefndin lýsir yfir áhyggjum sínum af ágangi hesta og vélknúinna ökutækja á nýja göngustígnum milli Stokkseyrar og Eyrarbakka. Stígurinn er einungis ætlaður gangandi og hjólandi vegfarendum.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:55
Kjartan Björnsson |
|
Helga Þórey Rúnarsdóttir |
Eggert Valur Guðmundsson |
|
Estelle Burgel |
Bragi Bjarnason |
|
|