Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


4.9.2009

22. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

22. fundur íþrótta- og tómstundanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 3. september 2009 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

Mætt:
Gylfi Þorkelsson, formaður, S-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður B-lista,
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi,

Óskar Sigurðsson nefndarmaður D lista boðaði forföll, Bragi Bjarnason ritaði fundargerð

Dagskrá:

1. 0908130 - Ungmennaþing í Árborg
ÍTÁ leggur til við bæjarráð að haldið verði ungmennaþing í Árborg nú í haust. Markmið þingsins væri að gefa ungmennum í Árborg tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós á málefnum sveitarfélagsins og hafa um leið áhrif á nærsamfélagið. Íþrótta- og tómstundafulltrúi undirbúi þingið í samstarfi við ungmennaráð. Samþykkt samhljóða.

2. 0806119 - Útikörfuboltavöllur við Sunnulækjarskóla
ÍTÁ fagnar því að komin sé upp sérstakur útikörfuboltavöllur og bendir á að völlurinn er opinn öllum. Uppbygging íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu heldur áfram og er þessi völlur góð viðbót í þeirri uppbyggingu.

3. 0905006 - Sumarstarfið í Zelsíuz og Pakkhúsi
Fram kom að starfsemi Zelsíuzar og Pakkhússins hafi gengið vel í sumar. Í Zelsíuz voru haldin námskeið í samstarfi við vinnuskóla sem og einkaaðila en Pakkhúsið lagði upp með að ná til ungs fólks í atvinnuleit.

4. 0904183 - Útiklefar við Sundhöll Selfoss
Íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsti fundinn um að stefnt væri að opnun í október. Kom fram að nýju útiklefarnir eigi eftir að létta verulega á þrengslum í núverandi búningsklefum og myndi því auka þægindi sundlaugargesta.

5. 0906014 - Fangar af Litla Hrauni í sundlaug Stokkseyrar
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir málið. Fram kom að í byrjun sumars hófst samstarf Sundlaugarinnar á Stokkseyri og fangelsins á Litla Hrauni. Samstarfið felur í sér að nokkrir fangar fá að koma reglulega í sund utan almenns opnunartíma ásamt fangaverði. ÍTÁ lýsir ánægju sinni með framtakið og að gott samstarf sé milli stofnana í Árborg.

6. 0906056 - Vinnuskólakrakkar til íþrótta- og tómstundafélaga
Íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsti að fjöldi krakka úr vinnuskólanum hafi unnið hluta af sumrinu til aðstoðar íþrótta- og tómstundafélögum. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og hvetur til aukinnar samvinnu á þessu sviði.

7. 0906078 - Lokun botnlanga fyrir hjólaskauta og brettasvæði
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og líst mjög vel á hugmyndina og vonar að henni verði hrint í framkvæmd sem fyrst.

8. 0906135 - Mín Árborg - íbúagátt
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fer yfir stöðu mála. Fram koma að íbúagáttin verði opnuð á næstu vikum og þá verði hægt að sækja um hvatagreiðslur, innritun í grunnskóla, skólamat og skólavistun í gegnum rafræna kerfið. Síðan verði bætt við fleiri þjónustuliðum þegar fram líða stundir.

9. 0908109 - Göngum í skólann 2009
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og hvetur skóla í Árborg sem og foreldra og börn til að taka þátt í verkefninu. Fram kom að markmið verkefnisins sé að auka hreyfingu og minnka mengun því allt of mikið sé orðið um það að börn séu keyrð á hverjum degi í skólann.

10. 0907069 - Áskorun - starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimil óskert
ÍTÁ þakkar fyrir bréfið og bendir á að opnunartími félagsmiðstöðvarinnar og ungmennahússins hafið verið aukin í sumar til að bæta þjónustuna. Nú er vetrarstarfið af hefjast og verður allt gert til að þjónustan skerðist sem minnst.

11. 0905159 - Friðarhlaupið 2009
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og fagnar því að Sveitarfélagið Árborg hafi tekið þátt í viðburðinum og vill koma á framfæri þökkum til þátttakenda sem og skipuleggjanda.

12. 0908107 - Tóbaksvarnarþing 2009
ÍTÁ tekur undir mikilvægi þess að sporna við tóbaksnotkun í landinu, ekki síst hjá ungu fólki og leggur til að fulltrúi frá sveitarfélaginu fari á þingið.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:00

Gylfi Þorkelsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Bragi Bjarnason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica