Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


13.9.2007

23. fundur bæjarstjórnar

 

23. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn miðvikudaginn 12. september  2007 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

 

Jón Hjartarson, forseti,                        V listi,
Þorvaldur Guðmundsson                       B listi,
Kristín Eiríksdóttir                                   B listi,  varamaður Margrétar K. Erlingsdóttur
Ragnheiður Hergeirsdóttir                     S listi,
Gylfi Þorkelsson                                     S listi, 
Eyþór Arnalds                                       D listi
Snorri Finnlaugsson                               D listi
Þórunn Jóna Hauksdóttir                      D listi,
Elfa Dögg Þórðardóttir                         D listi

 

Auk þess situr fundinnÁsta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð.

 

Dagskrá:

 

I. Fundargerðir til staðfestingar:

 

1. 
a)   0701068
Skipulags- og bygginganefnd                                               frá 23.08.07

 

b)58. fundur bæjarráðs - 0701016                                      frá 30.08.07

 

2. a) 0504050
Byggingarnefnd Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri   frá 16.08.07  og 22.08.07

 

f) 59. fundur bæjarráðs 0701016                                        frá 06.09.07

 

-1a) liður 12, 0708107,Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun: Við fögnum frumkvæði fulltrúa D-lista í skipulags- og bygginganefnd að tillögu um uppbyggingu miðbæja á Eyrarbakka og Stokkseyri.

 

-1b) liður 3, 0708068.Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls, og lagði fram svohljóðandi bókun: Við fögnum þeirri niðurstöðu að Tónkjallarinn fái starfsaðstöðu á Skólavöllum 3, sérstaklega í ljósi þess að meirihluti bæjarstjórnar lét frá sér sögulegt tækifæri til að standa að stofnun Tónlistarskóla Suðurlands.

 

Bæjarfulltrúar D-lista

 

-1b) liður 7,Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi fyrirspurn frá fulltrúum D-lista vegna 7. liðar 0706080:

 

Athygli hefur vakið að meirihluti bæjarstjórnar skuli ætla að styrkja hátíðahöld vegna 60 ára afmælis Selfoss um einungis kr. 200 þús.

 

Óskað er eftir rökstuðningi fyrir því að svo lág styrkveiting skuli vera vegna þessara hátíðahalda og rökstutt verði hvers vegna þessi hátíð fær lægri styrk en aðrar sambærilegar hátíðir sem haldnar hafa verið í sveitarfélaginu.         Bæjarfulltrúar D-lista

 

-1b) liður 7, 0706080,Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista tók til máls og óskaði eftir að bókaðar yrðu hamingjuóskir til “afmælisbarnsins” og hvatti alla til að mæta á hátíðarhöldin.

 

Eyþór ArnaldsogElfa Dögg ÞórðardóttirD-lista, tóku til máls.

 

-2a), liður 1, 0504050, Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi fyrirspurn frá fulltrúum D-lista:

 

Tafir og breytingar á húsnæðismálum BES eru áhyggjuefni.  Tafirnar hafa meðal annars verið skýrðar með því að samráð við íbúa hafi verið aukið.  Því er spurt:

 

a) Í hverju er hið aukna samráð fólgið?

 

b) Kom fram skýr vilji íbúa og skólafólks á Stokkseyri og Eyrarbakka um þær breytingar á framkvæmdaáætlun sem leitt hafa nú til tafa á verkinu.

 

Bæjarfulltrúar D-lista       

 

-2b) liður 6, 0703013,Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:

 

Við vekjum athygli á því að frá því í febrúar hafa verið 28 bæjarráðsfundir og meirihlutinn hefur 27 sinnum beðið um að mál séu tekin inn á afbrigðum, þ.e. þau hafa ekki fylgt fundarboði.

 

-2.b) liður 8, 0708005,Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:

 

Rétt er að benda á að þessi liður er tekinn  inn á afbrigðum og styðst við 8. gr. úthlutunarreglna þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar meirihlutans. Á síðasta ári úthlutuðu D- og B-listi lóðum án auglýsingar. Rökin voru þau að framboð ,,...framboð auglýstra lóða hefur verið verulega ábótavant og því hefur þurft að beita 8. grein úthlutunarreglna í auknum mæli til að koma til móts við þau fyrirtæki sem hingað sækja sem og þeirra sem fyrir eru á svæðinu. Til stendur að skipulags- og byggingarnefnd vinni nokkurra ára tímaáætlun um skipulagningu nýrra svæða.” Ekkert hefur sést til slíkrar tímaáætlunar frá B-, S- og V-lista.

 

Bæjarfulltrúar D-lista

 

Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:
Í dag eru tólf hús til sölu á Eyrarbakka. Hringlandaháttur sá er viðhafður er í málum BES er ekki til þess fallinn að styrkja uppbyggingu á Eyrarbakka og Stokkseyri og stuðla að nauðsynlegri íbúafjölgun þar.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls.

 

Eyþór ArnaldsogÞórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tóku til máls. Þórunn Jóna óskaði eftir að bókað yrði: Sem fulltrúi í skólanefnd get ég upplýst bæjarfulltrúa um að samráð það sem lofað var í þverfaglegum vinnuhópi í janúar vegna málefna BES hefur ekki gengið eftir.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, lagði fram svohljóðandi fyrirspurn til Þórunnar Jónu Hauksdóttur, D-lista:

 

Hvaða ástæðu hefur bæjarfulltrúinnÞórunn Jóna Hauksdóttirtil að ætla að í svörum meirihlutans við fyrirspurn minnihlutans verði ekki greint satt og rétt frá?

 

Óskað er eftir því að bæjarfulltrúinnÞórunn Jóna Hauksdóttirtilgreini nánar á hvaða hátt samráð hafi ekki gengið eftir.

 

Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.

 

Gert var fundarhlé.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og svaraði fyrirspurninni:
Ekki er í bókuninni dregið í efa að meirihlutinn svari eftir bestu samvisku þó bæjarstjórinn kjósi að túlka hana á annan hátt. Ákveðið var að þverfaglegur vinnuhópur hittist í upphafi þessa árs og svo tvisvar sinnum fram á vor. Hér skal enn ítrekað að það hefur ekki gengið eftir.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista tók til máls.

 

Snorri Finnlaugsson ogÞórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tóku til máls.

 

Fundargerðirnar voru staðfestar.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 17:50.

 

Jón Hjartarson                        
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Þorvaldur Guðmundsson                      
Gylfi Þorkelsson
Kristín Eiríksdóttir                                
Eyþór Arnalds
Snorri Finnlaugsson                              
Þórunn Jóna Hauksdóttir         
Elfa Dögg Þórðardóttir                        
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica