23. fundur bæjarráðs
23. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 14.12.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, formaður
Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi
Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, setti fundinn og leitaði afbrigða til að taka á dagskrá kosningu formanns og varaformanns bæjarráðs. Var það samþykkt samhljóða.
Lagt var til að Jón Hjartarson, V-lista, yrði kjörinn formaður og var það samþykkt samhljóða.
Jón Hjartarson tók við fundarstjórn og lagði til að Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, yrði kjörin varaformaður bæjarráðs.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, bauð sig fram til embættis varaformanns.
Tillagan var borin undir atkvæði og fellt með tveimur atkvæðum, gegn atkvæði fulltrúa D-lista.
Tillaga um kjör varaformanns var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum, gegn atkvæði fulltrúa D-lista.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Sjálfstæðisflokkurinn er með 42% atkvæða íbúa Árborgar á bak við sig og því er lýðræðislegt og réttlátt að fulltrúi hans fái embætti varaformanns í bæjarráði.
Dagskrá:
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0606107 |
|
|
b. |
0605148 |
|
c. |
0606112 |
|
d. |
0601112 |
|
e. |
0606043 |
|
1a) Bæjarráð þakkar fráfarandi nefnd fyrir vel unnin störf.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar D- og B-lista í fráfarandi nefnd voru þrír og áttu bara eftir að samþykkja nýjar innritunarreglur í leikskóla. Fulltrúar þessara flokka í nýrri nefnd eru líka þrír og því er það formsatriði að samþykkja reglurnar. Ég geri því ráð fyrir að það verði gert á næsta fundi. Ég óska eftir því að þessi bókun berist leikskólanefnd.
1b) -liður 1 bæjarráð tekur undir áhyggjur þjónustuhópsins og felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga um samsetningu biðlistans fyrir næsta fund.
1c) Bæjarráð þakkar fráfarandi nefnd fyrir vel unnin störf.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði:
Fulltrúar D-lista fordæma þann trúnaðarbrest sem varð á aukafundi 1. des. s.l. þegar varaformaður nefndarinnar, fulltrúi B-lista, greiddi atkvæði gegn samstarfsflokki sínum. Í ljósi þess að formaður nefndarinnar, fulltrúi D-lista, vildi einungis fresta máli verður að líta svo á að framgangur fundar hafi verið fyrirfram ákveðinn og önnur undirliggjandi ástæða verið fyrir hendi. Það að sprengja meirihlutasamstarf vegna þess að máli er frestað eru óafsakanleg afglöp í starfi af hálfu framsóknarmanna, sem verða íbúum Árborgar dýrkeypt og hleypur skaðinn á tugum milljóna króna.
Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar B- og D-lista höfðu gert með sér samkomulag um afgreiðslu þessa máls. Samkomulagið fól í sér að fundur nefndarinnar yrði ekki boðaður fyrr en tilskilin gögn lægju fyrir í þessu máli. Við það samkomulag var ekki staðið og formaður nefndarinnar, fulltrúi D-lista, boðaði til fundarins þrátt fyrir að gögn lægju ekki fyrir. Fullyrðingar D-lista um trúnaðarbrest eiga ekki við rök að styðjast.
Þorvaldur Guðmundsson, B-lista.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, bókaði.
Formaður nefndarinnar fulltrúi D-lista, reyndi að fresta fundi en aðrir nefndarmenn kröfðust þess að fundur yrði haldinn. Þetta getur byggingarfulltrúi staðfest.
1d) -liður 1,bæjarráð felur bæjarritara að rita Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf um nauðsyn þess að lengja frest sveitarfélaganna til að ljúka fráveituframkvæmdum sem áætlað var að yrði lokið í lok árs 2008.
Bæjarráð þakkar fráfarandi nefnd fyrir vel unnin störf.
1e) Bæjarráð felur skólanefnd að stofna þverfaglegan vinnuhóp til að vinna að framtíðarsýn og áherslum í starfi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri í tengslum við nýbyggingu og að ráða verkefnisstjóra. Óskað er eftir að formaður skólanefndar leggi fram kostnaðaráætlun.
Fundargerð 30.11.06, 2. liður, bæjarráð felur bæjarstjóra, formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar að afla frekari upplýsinga og gagna um málið.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram fyrirspurn:
Ég spyr fulltrúa B-lista: Hvers vegna staðfesti fulltrúi B-lista ekki fundargerðirnar fyrir viku? Svar óskast núna.
Þorvaldur Guðmundsson B-lista, svaraði spurningunni á þann veg að þar sem nýr meirihluti hafði verið myndaður, en ekki tekið formlega til starfa, hafi verið óheimilt að taka nokkrar ákvarðanir sem feli í sér fjárbindingar fyrir sveitarfélagið.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram fyrirspurn:
Ég fagna því að vinna eigi faglega að uppbyggingu BES og treysti því að skólahús verði reist utan um gott skólastarf en ekki að skólastarfi verði breytt til að aðlagast húsnæði. En til hvers þarf að ráða verkefnisstjóra? Hvers vegna er ákveðið að ráða hann áður en kostnaðaráætlun hefur verið gerð? Hver á að skilgreina verkefnið? Svör óskast núna.
Formaður lýsti því yfir að fyrirspurninni yrði svarað á næsta fundi.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi tillögu vegna fg. 30.11.06, liður 2 – en þar segir: Bygginganefnd óskar eftir staðfestingu bæjarráðs Árborgar um að íþróttaaðstaða þ.e. sundlaug og íþróttasalur verið tekið með í hönnun og útboði á uppbyggingu skólamannvirkja Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Ætli meirihlutinn að halda sig við skólastarf í báðum þorpum er nauðsynlegt að aðstaða til íþróttaiðkunar sé í góðu lagi og í göngufæri við skóla. Ég legg því til að staðfesting bæjarráðs liggi fyrir eftir fund ráðsins eftir viku. Ég óska eftir því að þessi bókun berist bygginganefnd BES.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum, gegn atkvæði fulltrúa D-lista.
Jón Hjartarson, V-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn hefur lýst því yfir að hann muni halda sig við fyrri samþykktir um skólastarf í báðum þorpum. Bæjarstjóri, formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar vinna það verkefni sem um ræðir svo hratt sem kostur er.
Fulltrúar B- og V-lista.
Fundargerðirnar staðfestar.
2. Fundargerðir til kynningar:
0601064 |
|
|
b. |
0602102 |
|
c. |
0603072 |
|
2a) Fundargerðin lögð fram.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Ég spyr fulltrúa B-lista og bæjarstjóra: Hvers vegna vildu fulltrúar B- og S-lista ekki að fundargerðin væri lögð fram fyrir viku?
Svör óskast núna.
Formaður bæjarráðs lýsti því yfir að fyrirspurninni yrði svarað á næsta fundi.
2b) Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar þar sem gögn fylgdu ekki fundarboði.
2c) Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar þar sem gögn fylgdu ekki fundarboði.
3. 0612021
Ráðning bæjarstjóra frá des. 2006 - 2010 -
Bæjarráð frestar málinu þar sem vinnslu samnings er ekki lokið.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi tillögu:
Ég mótmæli enn þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru við ráðningu nýs bæjarstjóra, sem ekki er farinn að vinna reglulegan vinnudag í Ráðhúsinu. Uppsögn Stefaníu Katrínar Karlsdóttur hefur ekki enn tekið gildi og því mjög óeðlilegt að ráðinn sé nýr aðili í starfið meðan svo er. Ég legg því til að samningur við nýjan bæjarstjóra taki ekki gildi fyrr en uppsögn samnings við fyrri bæjarstjóra hefur tekið gildi en það er í fyrsta lagi 31. des. nk.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum, gegn atkvæði fulltrúa D-lista.
4. 0612020
Skipan í vinnuhópa á vegum bæjarráðs –
aðalskipulagshópur
starfshópur um framtíð flugvallar
mötuneytishópur - 0601018
starfshópur um málefni sérdeildar - 0601078
forvarnarhópur - 0501051
starfshópur um samgöngur/akstur í tómstundastarf
starfshópur um samþættingu skóla og tómstunda
starfshópur um ungmennahús - 0609056
bygginganefnd Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri - 0504050
Bæjarráð skipar eftirtalda til setu í starfshópum:
Aðalskipulagshópur:
Þorvaldur Guðmundsson,Ragnheiður Hergeirsdóttir og Ari B. Thorarensen.
Samþykkt samhljóða.
Starfshópur um framtíð flugvallar:
Gylfi Þorkelsson, Margrét K. Erlingsdóttir.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi tillögu:
Nauðsynlegt er að fá sem flest sjónarmið fram þegar rætt er um framtíð flugvallar. Því legg ég til að fjölgað verði í hópnum og fulltrúi 42% kjósenda fái að koma að málinu.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Grímur Arnarson, D-lista, skipaður til setu í starfshópi um framtíð flugvallar.
Mötuneytishópur:
Margrét K. Erlingsdóttir, Jón Hjartarson.
Samþykkt með tveimur atkvæðum.Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, situr hjá.
Starfshópur um málefni sérdeildar:
Hilmar Björgvinsson.
Samþykkt með tveimur atkvæðum.Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, situr hjá.
Forvarnarhópur:
Bæjarráð staðfestir umboð Annýjar Ingimarsdóttur og Gríms Hergeirssonar til starfa með hópnum.
Óskað er eftir að félagsmálanefnd tilnefni sinn fulltrúa.
Bókun Þórunnar Jónu Hauksdóttur, D-lista:
Ég vona að félagsmálanefnd staðfesti ákvörðun fyrri nefndar og tilnefni Guðmund B. Gylfason, D-lista.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Starfshópur um samgöngur/akstur í tómstundir:
Þorvaldur Guðmundsson, Ingibjörg Ársælsdóttir og Þórir Erlingsson.
Samþykkt samhljóða.
Starfshópur um samþættingu skóla/tómstundastarfs:
Formanni skólanefndar og formanni íþrótta- og tómstundanefndar er falið að skilgreina hlutverk hópsins nánar í samstarfi við verkefnisstjóra viðkomandi sviða.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Ég geri ráð fyrir því að formennirnir muni ráðgast við nefndirnar og séu fulltrúar tveir eða fleiri muni D-listi eiga fulltrúa í samræmi við úrslit kosninga í vor.
Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Starfshópur um ungmennahús:
Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundanefnd að endurskoða verkefni vinnuhópsins og skila tillögum til bæjarráðs um það og skipan nýs hóps.
Bókun frá bæjarfulltrúa D-lista:
Bæjarfulltrúar D- og B-lista í nefndinni nú eru þeir þrír sömu og voru í fyrrverandi nefnd. Tillögur um ungmennahús voru ekki bitbein við fráfarandi minnihluta. Ég geri því ráð fyrir að haldið verði áfram á sömu nótum og verkefnið drifið áfram. Ég óska eftir því að þessi bókun berist íþrótta- og tómstundanefnd.
Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Bygginganefnd Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri:
Bæjarráð samþykkir að fjölga um tvo í bygginganefnd Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og tilnefnir Torfa Áskelsson og Margréti Erlingsdóttur til setu í nefndinni og felur skólanefnd að tilnefna einn fulltrúa. Þá er Samúel Smári Hreggviðsson, D-lista, skipaður til setu í nefndinni.
Bæjarráð staðfestir umboð formanns byggingarnefndarinnar, Ásbjörns Blöndal, og óskar eftir að foreldraráð og starfsmenn skólans staðfesti umboð sinna fulltrúa.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram tillögu:
Fyrrverandi formanni bæjarráðs og fyrrverandi formanni skólanefndar, bæjarfulltrúa B-lista, barst ósk 30. nóv. í tölvupósti frá starfsmönnum BES, um að skólastjóri Barnaskólans ætti sæti í nefndinni. Ég legg til að bæjarráð samþykki tillöguna.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa D-lista.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram fyrirspurn:
Hvers vegna er fjölgað um tvo pólitíska fulltrúa í nefndinni? Þar með á meirihlutinn þrjá fulltrúa.
Formaður bæjarráðs kvað fyrirspurninni verða svarað á næsta fundi.
Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.
5. 0607065
Erindi frá HSK vegna umsóknar um landsmót UMFÍ 2012 varðandi formlega samþykkt sveitarfélagsins um uppbyggingu mannvirkja - áður á dagskrá 07.12.2006 -
Bæjarráð samþykkir að tryggja nauðsynlega uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir árið 2012. Bæjarráð gengur út frá því að fjármagn komi frá ríkinu til uppbyggingarinnar.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarfulltrúi B-lista kom í veg fyrir að málið fengi efnislega afgreiðslu á síðasta bæjarráðsfundi. Eins og þá – legg ég til núna að verkefnisstjóra íþrótta-, forvarna- og menningarmála verði falið að koma vilja bæjarstjórnar til HSK.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa D-lista.
6. 0612018
Framsal erfðarleiguréttar á ræktunarlandinu Teigi á Eyrarbakka - beiðni um samþykki bæjarráðs
Bæjarráð samþykkir framsal Nils Ólafssonar, kt. 260232-0029, á erfðaleigurétti samkvæmt samningi sem gildir til 08.09.2007 að ræktunarlandinu Teigi, landnr. 166168, til Gunnars Inga Olsen, kt. 041130-3939.
7. 0612019
Beiðni um að landsvæði úr Stóru Sandvík 1B verði tekið úr landbúnaðarnotum -
Bæjarráð vísar erindinu til landbúnaðarnefndar til umsagnar.
8. Erindi til kynningar:
a) Engin erindi til kynningar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:55.
Jón Hjartarson
Þorvaldur Guðmundsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Ásta Stefánsdóttir