Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.1.2008

23. fundur félagsmálanefndar

23. fundur félagsmálanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 14. janúar 2008  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

Mætt: 
Þorgrímur Óli Sigurðsson, formaður, B-lista (B)
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, varamaður S-lista
Guðmundur B. Gylfason, nefndarmaður D-lista (D)
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða

Þorgrímur Óli Sigurðsson formaður mætti á sinn fyrsta fund sem formaður félagsmálanefndar Árborgar og kemur hann í stað Kristínar Eiríksdóttur, sem óskaði eftir lausn frá nefndarstörfum vegna starfa sinna sem leikskólafulltrúi hjá sveitafélaginu Árborg.  Olga Sveinbjörnsdóttir varamaður V boðaði forföll, reynt var að ná í varamann fyrir hana án árangurs.  Jón Björnsson, sálfræðingur kemur inn sem gestur við fyrsta dagskrárlið og er hann boðinn velkomin.

Dagskrá:

1.  0801054 - Kynning á fyrirhugaðri vinnu við stefnumótun í öldrunarmálum

Fjölskyldumiðstöð Árborgar hefur ráðið Jón Björnsson, sálfræðing, til að leggja mat á gæði og fyrirkomulag núverandi þjónustu sveitarfélagsins við aldraða og gera tillögu um áherslur til næstu ára samhliða endurskoðun á stefnu sveitarfélagsins í málefnum aldraðra. Jón Björnsson gerði grein fyrir málinu.  Fram kom að Jón mun m.a. ræða við notendur þjónustu og starfsfólk.
Jón Björnsson vék af fundi.

2.   0704033 - Húsnæðismál

Fært í trúnaðarbók

3.  0801066 - Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg

Meirihluti Félagsmálanefndar Þorgrímur Óli Sigurðsson (B) og Katrín Ósk Þorgeirsdóttir (S) samþykkir eftirfarandi breytingar .  Minnihluti nefndarinnar Guðmundur B Gylfason (D) og Bjarnheiður Ástgeirsdóttir (D) sátu hjá

- 1. Að nafn gjaldskrárinnar verði breytt í: gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg ofl.
Í gjaldskránni er m.a. greint frá gjaldi fyrir vistun í dagdvöl sem er ekki innan félagslegrar heimaþjónustu.

- 2. Breyta viðmiðunartekjum í samræmi við nýjar tölur frá TR
Tekjumörk þeirra sem búa einir Gjaldflokkur
Allt að 130.700 kr./mán. 0 kr./klst.
Á bilinu 130.700 - 196.050 kr. 475 kr./klst.
Yfir 196.051 kr. 803 kr./klst.

Tekjumörk hjóna/sambýlisfólks Gjaldflokkur
Allt að 213.362 kr./mán. 0 kr./klst.
Á bilinu 213.363 - 338,043 kr. 475 kr./klst.
Yfir 338.044 kr. 803 kr./klst.

- 3.
Ný grein kemur inn í gjaldskrána 8.gr. sem fjallar um innheimtu reikninga
Reikningar fyrir þjónustu samkvæmt 1., 5.,6. og 7. grein eru sendir þjónustuþegum eftirá og fá þjónustuþegar heimsendan greiðsluseðil frá sveitarfélaginu.
Berist greiðsla ekki á eindaga sendir sveitarfélagið greiðanda aðvörun. Hafi vanskil staðið í þrjá mánuði frá eindaga að telja fer krafan í lögfræðiinnheimtu og þjónustan fellur niður þar til skuldin hefur verið greidd.

- 4. Að gerð verði breyting á röðun greina í gjaldskránni. Þannig að núgildandi 5.gr. verði 9.gr. en hún fjallar um málskot og kemur á eftir 8.gr. sem fjallar um innheimtu. Núgildandi 9.gr. verður 10.gr.

4.  0412036 - Breyting á ákvæðum um málskot í reglum sveitarfélagsins um ferðaþjónustu fatlaðra og félagslega liðveislu.

Félagsmálanefnd samþykkir eftirfarandi:

Að 8. gr. reglna um ferðaþjónustu fatlaðra í Sveitarfélaginu Árborg hljóði svo:

Telji notandi/umsækjandi á rétt sinn hallað, samkvæmt reglum þessum, er honum heimilt að vísa ákvörðun Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar til félagsmálanefndar Árborgar, innan fjögurra vikna frá því honum barst vitneskja um ákvörðunina. Ákvörðun félagsmálanefndar er kæranleg til félagsmálaráðuneytisins á grundvelli eftirlitshlutverks þess, skv. 3. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992, sbr. og 1. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1997. Fer um kærufrest skv. 27. gr. stjórnsýslulaga.

Að 12. gr. reglna um félagslega liðveislu í Sveitarfélaginu Árborg hljóði svo:

Umsækjandi um liðveislu getur áfrýjað ákvörðun um höfnun umsóknar til félagsmálanefndar Árborgar. Skal það gert skriflega innan fjögurra vikna frá því umsækjanda var formlega tilkynnt um höfnun. Ákvörðun félagsmálanefndar er kæranleg til félagsmálaráðuneytisins á grundvelli eftirlitshlutverks þess, skv. 3. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992, sbr. og 1. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1997. Fer um kærufrest skv. 27. gr. stjórnsýslulaga.

Tillaga þessi felur í sér breytingu á kæruleið.

5.  0712038 - Drög að stefnumarkandi áætlun Félagsmálaráðuneytisins og Barnaverndarstofu 2007-2010 á sviði barnaverndar.

Barnaverndarnefndum í landinu hefur verið sent drög til umsagnar að stefnumarkandi áætlun Félagsmálaráðuneytisins og Barnaverndarstofu 2007-2010 á sviði barnaverndar. Þá hefur borist bréf frá Félagsmálaráðuneytinu um ráðstefnu sem haldin verður á Grand Hóteli þann 4. febrúar nk.til kynningar á áætluninni nefndin ákvað að Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri færi á ráðstefnuna fyrir hönd nefndarinnar, einnig óskuðu þau eftir að verkefnastjóri kannaði hvort hægt væri að senda tvo fulltrúa og yrði það þá Guðmundur B. Gylfason (D). Félagsmálanefnd Árborgar ákvað að fresta umsögn til Félagsmálaráðuneytisins til næsta fundar þann 11. febrúar 2008

6. 0703034 - Barnaverndarmál

Fært í trúnaðarbók

Erindi til kynningar:

7. 0801061 - Tekju- og eignamörk vegna félagslegra leiguíbúða 2008

Lagt fram til kynningar

8.  0801070 - Húsaleigubætur - uppreiknuð eignamörk

Laft fram til kynningar

9.  0701013 - Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra 2007

Lagt fram til kynningar

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:50

Þorgrímur Óli Sigurðsson                                 
Anný Ingimarsdóttir
Guðmundur B. Gylfason                                   
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica