23. fundur leikskólanefndar
23. fundur leikskólanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 11. febrúar 2008 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:00
Mætt:
Sædís Ósk Harðardóttir, formaður, V-lista (V)
Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista
Róbert Sverrisson, varaformaður, B-lista (B)
Ari B. Thorarensen, nefndarmaður D-lista (D)
Ásdís Sigurðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Sigurborg Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra
Auður Hjálmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna
Kristín Eiríksdóttir, leikskólafulltrúi
Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri fræðslumála
Borgar Ævar Axelsson starfsmannastjóri
Leikskólanefnd býður Kristínu Eiríksdóttir velkomna til starfa sem leikskólafulltrúi Árborgar.
Fundarritari var Kristín Eiríksdóttir
Dagskrá:
•1. 0801002 - Tillaga að ráðningu leikskólastjóra við Hulduheima
Til umsagnar, samanber 14. gr. í erindisbréfi leikskólanefndar Árborgar frá 9. júní 1999.
Borgar Ævar Axelsson greindi frá: Um miðjan janúar 2008 var auglýst eftir leikskólastjóra við Hulduheima, 24. janúar 2008 rann umsóknarfresturinn út. Fjórar umsóknir bárust um starf leikskólastjóra í Hulduheimum. Uppfylltu allir umsækjendur þær hæfniskröfur sem settar voru fram í auglýsingu.
Allir umsækjendur voru boðaðir í viðtal.
Eftir að hafa farið yfir gögn málsins var það mat þeirra sem að ráðningarferlinu komu að Stefanía Eygló Aðalsteinsdóttir leikskólastjóri uppfyllti best þær hæfniskröfur sem settar voru fram í auglýsingunni. Leikskólanefnd mælir með að Stefanía Eygló Aðalsteinsdóttir leikskólastjóri verði ráðin sem leikskólastjóri Hulduheima að fenginni tillögu þeirra sem stóðu að ráðningaferlinu.
•2. 0802044 - Flutningur leikskólans Glaðheima í leikskólann við Leirkeldu
Sigurður Bjarnason kynnti ferlið.
Leikskólanefnd fagnar því að vinna er hafin að lausn á húsnæðisvanda Glaðheima. Leikskólanefnd leggur áhersla á að faglega verði unnið að hugsanlegum flutningi starfseminnar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:00
Sædís Ósk Harðardóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Róbert Sverrisson
Ari B. Thorarensen
Ásdís Sigurðardóttir
Sigurborg Ólafsdóttir
Auður Hjálmarsdóttir
Kristín Eiríksdóttir
Sigurður Bjarnason