Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


8.2.2019

23. fundur bæjarráðs

  23. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 7. febrúar 2019 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.  Mætt: Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá samkomulag um kjarasamningsumboð. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1902001 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi 1-1902001
  Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 31. Janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi, mál 274.
  Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.
     
2. 1902002 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, Framkvæmdasjóð aldraðra 2-1902002
  Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 31. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdasjóð aldraðra), mál 306.
  Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.
     
3. 1902003 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, kosningaaldur 3-1902003
  Erindi frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, dags. 31. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), mál 356. Einnig er erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem sveitarfélög eru hvött til að taka afstöðu til málsins.
  Bæjarráð tekur undir álit Sambands íslenskra sveitarfélaga.
     
4. 1902017 - Ráðgjöf um styttingu vinnuvikunnar og eflingu lýðræðisins 4-1902017
  Erindi frá Öldu, félagi um sjálfbærni, dags. 1. febrúar, um ráðgjöf félagsins um styttingu vinnuviku og eflingu lýðræðisins.
  Lagt fram til kynningar.
     
5. 1901131 - Opnunartími Ráðhúss Árborgar
  Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um að opið verði í Ráðhúsi Árborgar frá 10:00 til 16:00. Þetta fyrirkomulag verði haft til reynslu til 31. maí en verði þá endurmetið í ljósi fenginnar reynslu. Markmið breytinga á opnunartíma er að styrkja þjónustuverið þannig að það geti leyst úr sem flestum erindum strax, án þess að vísa þurfi erindum áfram á aðra starfsmenn. Með þessum hætti er stefnt að því að íbúar fái greiðari svör og skjótari þjónustu þegar þeir leita hennar í Ráðhúsi. Tími starfsmanna í þjónustuveri utan opnunartíma verður þá nýttur til þess að fara yfir afgreiðslu erinda sem borist hafa þjónustuveri, setja markmið um mögulegar úrbætur og afla upplýsinga og þekkingar hjá öðrum deildum til að geta í framhaldinu veitt betri svör. Þetta gefur einnig möguleika á reglulegum starfsmannafundum, úrvinnslu ýmissa erinda og fræðslu til starfsfólks í þjónustuveri. Gunnar Egilsson, D-lista, lætur bóka hjásetu sína.
     
6. 1812084 - Umsókn um vilyrði fyrir lóðir 9 og 11 á flughlaði Selfossflugvallar 6-1812084
  Afgreiðsla á lið 6 í 13. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 30. Janúar, umsókn um vilyrði fyrir lóðirnar við Vallarheiði 9 og 11 á Selfossflugvelli. Lagt er til við bæjarráð að vilyrði verði veitt.
  Bæjarráð frestar erindinu.
     
7. 1901205 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hitaveitustofnlögn 7-1901205
  Afgreiðsla á 7. lið í 13. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 30. Janúar, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hitaveitustofnlögn fyrir bæina Stardal 1 og 2 og Baldurshaga, Stokkseyri. Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt.
     
8. 1901184 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Larsenstræti 8-1901184
  Afgreiðsla á lið 8 í 13. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar frá 30. janúar. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og veituframkvæmdum við Larsenstræti, Selfossi. Lagt er til við bæjarráð að samþykkja takmarkað framkvæmdaleyfi sem nær til jarðvegsskipta í götustæði í samræmi við gildandi deiliskipulag.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt.
     
9. 1807067 - VFF/SPI vísitala félagslegra framfara 9-1807067
  Í framhaldi af kynningarfundi Cognito ehf. fyrir bæjarfulltrúa þann 17. janúar síðastliðinn til að kynna mögulega þátttöku Árborgar í vísitölu félagslegra framfara eru hér lögð fram drög að samkomulagi um samstarfið.
  Bæjarráð samþykkir erindið og óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun til að mæta kostnaði sem nemur um 2 milljónum króna. Gunnar Egilsson, D-lista, greiðir atkvæði á móti.
     
10. 1902028 - Sorphirða í Árborg 2019 10-1902028
  Tillaga frá framkvæmda- og veitustjóra um aðgerðaráætlun vegna þeirra aðstæðna sem komnar eru up,p þ.e. að Sorpstöð Suðurlands bs. getur ekki lengur tryggt móttöku og meðhöndlun úrgangs frá Sveitarfélaginu Árborg. Lagt er til að unnið verði eftir öllum þáttum aðgerðaráætlunarinnar. Viðauki vegna kostnaðarauka verði undirbúinn og lagður fyrir bæjarráð fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
  Bæjarráð telur nauðsynlegt að unnið verði eftir tillögu framkvæmda- ogveitustjóra og óskar eftir að upplýsingar um kostnaðarauka og drög að viðauka verði lögð fyrir bæjarráð.
     
11. 1812017 - Kjarasamningsumboð 2019 11-1812017
  Sveitarfélagið Árborg felur Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar fyrir sína hönd við stéttarfélög.
  Bæjarráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamninsgerðar fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar.
     
Fundargerðir til kynningar
12. 1901010 - Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2019
  19. fundur haldinn 30. janúar
     
13. 1901013 - Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2019
  13. fundur haldinn 30. janúar
     
14. 1901335 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019
  867. fundur haldinn 25. janúar  14-1901335
     
15. 1803263 - Fundargerðir BÁ 2018
  3. fundur haldinn 12. nóvember  15-1803263-3 fundur
     
16. 1901345 - Fundargerðir BÁ 2019
  4. fundur haldinn 31. janúar  15-1803263-4 fundur
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:40  
Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson  
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica