23. fundur fræðslunefndar
23. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 23. ágúst 2012 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15.
Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, varamaður D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður V-lista, Birgir Edwald, fulltrúi skólastjóra, Eygló Aðalsteinsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Guðrún Thorsteinsson, fulltrúi kennara, Gunnar Már Kristjánsson, fulltrúi foreldra leikskóla, Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, fulltrúi starfsmanna, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.
Formaður bauð fulltrúa velkomna úr sumarleyfi og nýja áheyrnafulltrúa velkomna til starfa með fræðslunefnd. Nýr fulltrúi foreldra í leikskólum er Gunnar Már Kristjánsson. Fulltrúi starfsmanna í leikskólum er Ingibjörg Harpa Sævarsdóttir og Ingibjörg S. Guðmundsdóttir til vara sem mætti á fundinn. Fulltrúi leikskólastjóra er Eygló Aðalsteinsdóttir og Ingibjörg Stefánsdóttir til vara. Formaður þakkaði Lindu Rut og Hönnu Rut fyrir gott samstarf í fræðslunefnd.
Dagskrá:
1. 1112040 - Samráð skólastjóra og fræðslustjóra
Yfirlit yfir efni samráðsfunda á vorönn 2012 lagt fram til kynningar.
2. 1206008 - Upplýsingar um leikskólabiðlista
Svar fræðslustjóra sem var lagt fram í bæjarráði 5. júlí sl. til kynningar.
3. 1202238 - Fundargerðir hverfisráðs Selfoss 2012
Liður 6, sumarleyfi í leikskólum. Vísað til fræðslunefndar af bæjarráði 21. júní 2012. Í foreldrakönnun, sem verður lögð fyrir í leikskólum Árborgar nú í haust, verður m.a. spurt um sumarleyfi í leikskólum. Í kjölfarið verður lagt mat á það hvaða fyrirkomulag er heppilegast að hafa á næsta ári.
4. 1208041 - Vinnuhópur um sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla í Árborg
Minnisblað fræðslustjóra og tvær fundargerðir vinnuhóps frá 20. júní og 9. ágúst sl. til kynningar.
5. 1109098 - Skólastefna Sveitarfélagsins Árborgar
Fundargerð frá 15. júní 2012 til kynningar.
6. 1206156 - Reglugerð um skólagöngu fósturbarna í grunnskólum
Reglugerð nr. 547, 5. júní 2012 til kynningar.
7. 1207046 - Notendahugbúnaður í íslensku skólakerfi á íslensku
Til kynningar. Fræðslustjóra falið að fara yfir erindið með deildarstjóra tölvudeildar og skólastjórnendum.
8. 1208050 - Málþing: Lærum hvert af öðru - virkjum grunnþættina.
Stefnt er að því að halda málstofur í FSu eftir hádegi miðvikudaginn 31. október fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Fræðslunefnd hvetur skólafólk í Árborg til virkrar þátttöku og felur fræðslustjóra að vinna málið áfram með skólastjórnendum leikskóla og grunnskóla, stjórnendum í FSu, Skólaskrifstofu og fleiri samstarfsaðilum.
9. 1105234 - Ráðstefna - ungt fólk og lýðræði
Skýrslan Ungt fólk og lýðræði lögð fram til kynningar en hún kynnir helstu niðurstöður ungmennaráðstefnu sem var haldin á Hvolsvelli 29.-31. mars 2012.
10. 1109126 - Ytra mat á skólastarfi - tilraunaverkefni
Skýrslan, Ytra mat á grunnskólum - Tilraunaverkefni - Heildarniðurstöður fyrir skólaárið 2011/12, lögð fram til kynningar. Um var að ræða tilraunaverkefni sem mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga stóðu að.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:20
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
|
Brynhildur Jónsdóttir
|
Ragnheiður Guðmundsdóttir |
|
Arna Ír Gunnarsdóttir |
Andrés Rúnar Ingason |
|
Birgir Edwald |
Eygló Aðalsteinsdóttir |
|
Málfríður Garðarsdóttir |
Guðrún Thorsteinsson |
|
Gunnar Már Kristjánsson |
Ingibjörg S. Guðmundsdóttir |
|
Þorsteinn Hjartarson |