Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


1.9.2016

23. fundur fræðslunefndar

23. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 25. ágúst 2016 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.                           Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista, Guðbjartur Ólason, fulltrúi skólastjóra, Kristín Eiríksdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Guðbjörg Guðmundsdóttir, fulltrúi kennara, Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Aðalbjörg Skúladóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1608087 - Reglur um leikskóla í Árborg
Drög að nýjum reglum lagðar fram sem gilda um umsókn og innritun í leikskóla Árborgar. Einnig um gjaldtöku og innheimtu fyrir leikskóladvöl. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar og vísar þeim til frekari afgreiðslu hjá bæjarráði.
2. 1606003 - Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2017
Fræðslustjóri gerð grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun á fræðslusviði. Einnig var lagt fram bréf frá leikskólastjórum sem var vísað áfram til fjárhagsáætlunarvinnu bæjarfulltrúa. Íris þurfti að víkja af fundi kl. 17:00.
Erindi til kynningar
3. 1606096 - Skýrsla um læsi í fjölmenningarlegu leikskólastarfi
Kristín Eiríksdóttir, leikskólastjóri í Árbæ og Brynja Hjörleifsdóttir, leikskólakennari, kynntu lokaskýrslu fyrir þróunarverkefnið ͈Læsi í fjölmenningarlegu leikskólastarfi.
4. 1008823 - Stofnanaúttektir á leik- og grunnskólum
Til kynningar. - Bréf fræðslustjóra, dags. 15. júlí 2016, til mennta- og menningarmálaráðuneytis v/eftirfylgni með úttekt á Vallaskóla. - Guðbjartur Ólason, skólastjóri, sagði frá framkvæmd umbótaáætlunar í skólanum.
5. 1608086 - Starfsskýrsla Jötunheima 2015-2016
Til kynningar.
 
6. 1601209 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra
Fundargerð frá 8. ágúst 2016 til kynningar.
7. 1601168 - Samstarfsfundir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og    fræðslustjóra 2016
Til kynningar. - Fundargerð frá 21. júní 2016. - Fundargerð frá 16. ágúst 2016.
8. 1608085 - Faghópur um samstarf leik- og grunnskóla
Fundargerð frá 18. maí 2016 til kynningar.
9. 1503028 - Erasmus+ verkefnið Nám, störf og lærdómssamfélag
Minnisblað fræðslustjóra frá 17. ágúst 2016 til kynningar.
10. 1606019 - Endurskoðaðar verklagsreglur fagráðs eineltismála í  grunnskólum
Til kynningar. Verklagsreglur um starfsemi fagráðs eineltismála í grunnskólum. Nr. 465/17. maí 2016
11. 1606123 - Endurskoðun á starfsreglum sérdeildar
Til kynningar. Um er að ræða endurskoðun á starfsreglum sem í gildi hafa verið frá 20. maí 2014. Við endurskoðun þeirra var tekið mið af núgildandi lögum og reglugerðum. Fræðslunefnd samþykkir starfsreglurnar.
12. 1601161 - Fréttabréf Brimvers/Æskukots 2016
Fréttabréf í maí-júní 2016 til kynningar. Þar er m.a. fundargerð foreldraráðs frá 28. apríl 2016.
13. 1604085 - Fréttabréf Jötunheima
Fréttabréf í júní 2016 til kynnningar. Þar er m.a. fundargerð foreldraráðs frá 14. júní 2016.
14. 1608051 - Hvatningarbréf frá Velferðarvaktinni um aðkomu Sveitarfélags Árborgar að ritfangakaupum barna
Til kynningar. - Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 3. maí 2016. - Hvatningarbréf Velferðarvaktarinnar frá 9. ágúst 2016. - Bókun Eggerts Vals Guðmundssonar, S-lista, í bæjarráði 18. ágúst 2016. Arna Ír Gunnarsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu: „Undirrituð leggur til, eins og fyrir ári síðan, að grunnskólabörn í Árborg fái öll námsgögn frí frá og með hausti 2017. Lagt er til að fræðslustjóri í samstarfi við skólastjóra grunnskólanna vinni kostnaðaráætlun vegna þessa sem nýtt verði í fjárhagsáætlunarvinnunni nú í haust." Greinargerð: Í skólabyrjun er grunnskólabörnum afhentur innkaupalisti með nauðsynlegum námsgögnum sem þarf að útvega áður en skólaganga hefst. Það er skoðun undirritaðrar að skólaganga barna eigi að öllu leyti að vera án kostnaðar fyrir foreldra. Það að skólinn sjái um að útvega öll námsgögn jafnar aðstöðumun barnanna, minnkar sóun og minnkar truflun sem verður í kennslu þegar nemendur eru ekki með nauðsynleg námsgögn." Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S-lista. Samþykkt að vísa tillögunni til fjárhagáætlunargerðar.
15. 1607087 - Fyrirspurn - grá svæði í þjónustu ríkis og sveitarfélaga við börn
Til kynningar. - Tölvupóstur frá Svandísi Ingimundardóttur, dags. 8. júlí 2016. - Yfirlit um grá svæði, dags. 29. október 2014.
16. 1606065 - Nýtt samkomulag af hálfu ríkisins og sveitarfélaga um stuðning  við tónlistarnám
Til kynningar. Bréf frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 7. júní 2016.
17. 1605132 - Endurmenntunarsjóður grunnskóla skólaárið 2016-2017
Til kynningar.
18. 1601124 - Sprotasjóður skólaárið 2016-2017
Til kynningar. Samningur um Sprotasjóðsverkefni, dags. 29. júní 2016.
19. 1508058 - Þjóðarsáttmáli um læsi
Til kynningar. Bréf frá Heimili og skóla um læsissáttmála fyrir foreldra, dags. 1. júní 2016.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00
Sandra Dís Hafþórsdóttir   Magnús Gíslason
Brynhildur Jónsdóttir   Arna Ír Gunnarsdóttir
Íris Böðvarsdóttir   Guðbjartur Ólason
Kristín Eiríksdóttir   Guðbjörg Guðmundsdóttir
Málfríður Erna Samúelsd.   Aðalbjörg Skúladóttir
Brynja Hjörleifsdóttir   Þorsteinn Hjartarson
   

Þetta vefsvæði byggir á Eplica