Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


1.2.2016

23. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

23. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 20. janúar 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.   Leitað var afbrigða að taka fyrir mál nr. 4 Breyting á gjaldtöku í Tjarnabyggð Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1302259 - Deiliskipulagsbreyting - Dísarstaðaland
Framkvæmda- og veitustjóri gerði grein fyrir athugasemdum sem framkvæmda- og veitusvið gerði við deiliskipulag Austurbyggðar og sendar voru til skipulags- og byggingarnefndar. Ingvi Rafn Sigurðsson fulltrúi D-lista gerir athugasemdir við ákveðin atriði í athugasemdum framkvæmda- og veitusviðs.
2. 1601145 - Veitulagnir í hesthúsahverfið á Selfossi
Lögð var fram frumkostnaðaráætlun um lagningu hita- og fráveitu í hesthúsahverfið á Selfossi. Heildarkostnaður við lagningu fráveitu er áætlaður 55,7 milljónir og hitaveitu 18,3 milljónir, samtals 74 milljónir. Í heildartölunni er gert ráð fyrir 20% í ófyrirséða liði, hönnun og eftirlit. Ekki er gert ráð fyrir þessari framkvæmd í þriggja ára fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins.
3. 1601147 - Ný dælustöð hita- og vatnsveitu fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri
Þörf er orðin á dælustöð hitaveitu fyrir Stokkseyri og Eyrarbakka. Framkvæmda- og veitustjóra falið að undirbúa málið.
4. 1510214 - Breyting á gjaldtöku í Tjarnabyggð
Málið var rætt og framkvæmda- og veitustjóra falið að afla frekari gagna fyrir næsta fund.
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:30  
Gunnar Egilsson Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson   Viktor Pálsson
Helgi Sigurður Haraldsson   Jón Tryggvi Guðmundsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica