Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.8.2017

23. fundur Hverfisráðs Eyrarbakka

02. maí 2017 kl 20:30 á Stað Mætt eru Guðbjört Einarsdóttir, Súsanna Torfadóttir, Gísli Gíslason,Rúnar Eiríksson og Siggeir Ingólfsson ásamt fulltrúa frá bæjarráði Eggert Guðmundsson og Söndra Dís Hafþórsdóttir frá bæjarstjórn.   1.       Árlegt vorhreinsunarátak Sveitarfélagsins með aðgengilegum ruslagámum á Eyrarbakka verður dagana 8 til 13 maí. Í tengslum við átakið stefnir hverfaráð að biðla til íbúa um þátttöku í almennri ruslahreinsun og snyrtingu umhverfis á Eyrarbakka og nágrenni. 2.       Hverfaráð vekur athygli á því að vegurinn inn að fuglafriðlandi þarnast lagfæringa, ekki síst vegna gríðarlegs aukins álags ferðamanna sem heimsækja fuglafriðlandið. Einnig hefur umferð aukist um veginn í tengslum við starfssemi Skógræktarfélags Eyrarbakka í Hallskoti. Einig vill Hverfaráð vekja athigli á þvi að salta þarf veginn í þurkum. Hverfaráð þakkar viðgerðir á brunum uppí friðland. 3.       Hverfaráð vill lýsa yfir ánægju með það góða framtak að koma fyrir göngustiga við vesturenda sjóvarnargarðsins. 4.       Rætt var um uppsetningu öryggismyndavéla í sveitarfélaginu, ráðið óskar eftir upplýsingum um stöðu þeirra mála hvað varðar Eyrarbakka. 5.       Hverfaráð óskar eftir því að upplýsingaskilti sem staðsett voru á Vesturbæjarhól, og fuku í óveðri um árið verði sett upp aftur. Upplýsingaskilti sem þessi eru vinsæl lesning meðal þeirra sem heimsækja þorpið, enda kemur þar fram mikill fróðleikur um byggingarstíl fyrri ára. 6.       Rætt var um gríðarlega aukningu göngufólks á sjóvarnargarðinum, hverfaráð ítrekar óskir sínar um að borið sé gott efni á garðinn frá Eyrargötu 49 og austur að skóla. 7.       Hverfaráð vekur athygli á úr sér genginni netgirðingu vestan við skólann. Brýnt er að fjarlægja gömlu girðingunna og koma fyrir nýrri í staðinn.   Fundi slitið kl 21:30     Fundarritari, Siggeir Ingólfsson, formaður.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica