Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


13.10.2016

23. fundur íþrótta- og menningarnefndar

23. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn þriðjudaginn 4. október 2016 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.  Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista, Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista, Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Elfar Oliver Sigurðsson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs. Bragi Bjarnason ritaði fundagerð. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1610004 - Nafnasamkeppni um nýjan göngustíg milli Eyrarbakka og Stokkseyrar.
Lagðar fram tillögur að nafni á nýja göngu- og hjólreiðastíginn milli Stokkseyrar og Eyrarbakka. 75 tillögur bárust um nafn og var kom mikil ánægja hjá nefndinni með þátttöku íbúa. Góðar umræður voru um tillögurnar sem enduðu með kosningu nefndarinnar um nafnið sem verður tilkynnt fimmtudaginn 13. október nk. kl. 10:30 á miðju stígsins þegar nemendur úr Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri mætast á miðri leið. Samþykkt samhljóða.
2. 1605275 - Menningarmánuðurinn október 2016
Dagskrá menningarmánaðarins október lögð fram til samþykkis. Fjölbreytt dagskrá verður í boði allan mánuðinn sem byrjar formlega nk. Föstudag, 7. október, kl. 17:00 við Sundhöll Selfoss með afhjúpun söguskilta sem staðsett verða á grindverkinu fyrir framan Sundhöllina. Dagskrá mánaðarins er eftirfarandi: 7. október - Söguskilti við Sundhöll Selfoss kl. 17:00 Formleg opnun menningarmánaðarins október 2016 og afhjúpun söguskilta við Sundhöll Selfoss. Söguskiltin sýna myndir af byggingarsögu Sundhallar Selfoss ásamt myndum úr leik og starfi í Sundhöllinni. 8. október - Valgeir Guðjónsson - Saga Music Hall á Eyrarbakka kl. 16:00 Notalegir eftirmiðdagstónleikar í gamla frystihúsinu. Valgeir spjallar við gesti og spilar mörg af sínum þekktustu lögum í bland við ný. Frítt inn. 13.október - Opnun göngu- og hjólastígsins mili Eyrarbakka og Stokkseyrar Nemendur í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri afhjúpa nafnið á stígnum að lokinni nafnasamkeppni. Viðburðurinn fer fram við brúna yfir Hraunsá kl. 10:30. 16.október - Danskt kvöld í Tryggvaskála kl. 15:00 - 17:00 Norræna félagið á Selfossi og nágrenni býður í menningarveislu í Tryggvaskála sunnudaginn 16. október kl. 15-17. Húsið opnar klukkan 14.30 með kaffi og tilheyrandi. Í boði verður blönduð dagskrá með ljóðalestri, tónlist og vídeólist, flutt á dönsku, ensku og íslensku. Frítt inn. 22 - 23. október - Póstkortasýning í Húsinu á Eyrarbakka kl. 12:00-16:00 Byggðasafn Árnesinga með póstkortasýningu í Húsinu. Aðgangseyrir 500 kr. og póstkort og frímerki innifalið. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. 23.október - Súputónleikar í Barnaskólanum á Stokkseyri kl. 12:00 Súputónleikar þar sem nemendur skólans ásamt einstaka starfsmanni og foreldri spila og syngja til styrktar tónmenntakennslu við skólann. Tekið er við frjálsum framlögum í verkefnið. Súpa og brauð gegn vægu gjaldi. Frítt inn. 27.október - Stokkseyrar - Dísa og sögur af Stokkseyringum Menningarverstöðin á Stokkseyri kl. 19:30 Menningarkvöld í samvinnu við 825 Þorpara. Sögð saga Stokkseyrar Dísu ásamt öðrum skemmtilegum sögum af Stokkseyringum. Margrét Frímannsdóttir stýrir kvöldinu. Skemmtilegar sögur, tónlist og fleira. Frítt inn. 28. október - Söngvarar í fortíð og nútíð, Hvíta Húsið á Selfossi kl. 21:00 Söngvarar ættaðir, búandi eða tengdir Sveitarfélaginu Árborg munu stíga á stokk með hljómsveit hússins. Sagðar sögur af poppurum fyrri tíma og nútíðar en léttleikinn mun ráða ríkjum. Húsið opnar kl. 20:30. Frítt inn. Nefndin hvetur íbúa til að taka virkan þátt í dagskrá mánaðarins sem er fjölbreytt og vegleg þetta árið. Samþykkt samhljóða.
3. 1609034 - Áherslur ÍMÁ fyrir fjárhagsáætlun 2017
Farið yfir drög að fjárhagsáætlun þeirra málaflokka sem tilheyra íþrótta- og menningarnefnd en það eru íþrótta- og tómstundamál, menningarmál og forvarnarmál. Farið yfir rekstrarþætti og verkefni sem eru að breytast eða koma ný inn. Sérstaklega rætt um 17. júní hátíðarhöldin en semja þarf við nýjan framkvæmdaaðila um þau hátíðarhöld. Nefndin sammála um að auglýsa eftir áhugasömum framkvæmdaaðilum og er starfsmanni nefndarinnar falið að vinna það áfram. Nefndin sammála um að taka aðra umræðu um fjárhagsáætlun þegar búið er að leggja fram heildarrammana og ræða þá um mögulegar breytingar, niðurskurð eða viðbætur. Samþykkt samhljóða.
4. 1609118 - Tillaga UNGSÁ um æfingarsvæði fyrir akstur og akstursíþróttir
Vísað til nefndarinnar frá bæjarráði. Fram kom að ekki sé búið að skipuleggja slíkt svæði sérstaklega í aðalskipulagi en áhugi er hjá nefndinni á að vinna að þessu máli og er starfsmanni nefndarinnar falið að vinna tillöguna áfram. Samþykkt samhljóða.
5. 1609112 - Fyrirspurn UNGSÁ um menningarsalinn
Vísað til nefndarinnar frá bæjarráði. Formaður fór yfir stöðu mála og fram kom hjá honum að sveitarfélagið væri búið að láta gera kostnaðarmat á framkvæmdum við salinn og viðræður við ríkisvaldið um þeirra framlag til verkefnisins væru í gangi. Formaður lýsir yfir mikilli ánægju með áhuga ungmennaráðs á málefnum sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.
Erindi til kynningar
6. 1609120 - Leigusamningur - afnot af gömlu innilaug Sundhallar Selfoss
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:50
Kjartan Björnsson   Axel Ingi Viðarsson
Helga Þórey Rúnarsdóttir   Eggert Valur Guðmundsson
Estelle Burgel   Bragi Bjarnason
Elfar Oliver Sigurðsson  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica