Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19.8.2009

23. fundur lista- og menningarnefndar

23. fundur lista- og menningarnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn þriðjudaginn 18. ágúst 2009 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00

Mætt:
Andrés Rúnar Ingason, formaður, V-lista,
Ingveldur Guðjónsdóttir, nefndarmaður B-lista,
Kjartan Björnsson, nefndarmaður D-lista,
Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála,

Dagskrá:

1. 0902066 - Menningarnótt í Reykjavík 2009
Verkefnisstjóri fór yfir stöðu mála, fyrirhugaða dagskrá og væntanleg sýningaratriði í sölum RáðhússReykjavíkur og í Kraum ( gamla Fógetahúsinu Aðalstræti) á Menningarnótt 22. ágústn.k.

Fram kom aðmikilláhugi hefur verið meðal manna að taka þátt og koma að gerðdagskrár og undirbúningisýningaratriða. Dagskráin verður auglýst nánar hér heimaog á vef menningarnætur í Reykjavík. LMÁ þakkar öllum sem hafa komið að undirbúningi og lagt málinu lið og vill hvetjaíbúatil að fjölmenna á hátíðarhöldin í Reykjavík á laugardaginn kemur. Sjá nánar dagskrána á vef sveitarfélagsins https://www.arborg.is/


2. 0902064 - Vor í Árborg 2009
Fulltrúi D-lista þakkar að umbeðnarupplýsingar frá síðasta fundi LMÁ liggi nú fyrir.


3. 0908056 - Endurskoðun Lista- og menningarstefnu S.Árborgar
LMÁ gerir að tillögu sinni að eftirfarandi einstaklingar verði skipaðir í endurskoðunarnefndina sem ljúki störfum eigi síðar en 1. desember nk. Margrét I. Ásgeirsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Árborgar og hún verði jafnframt formaður endurskoðunarnefndarinnar, Guðfinna Gunnarsdóttir kennari og fv.formaður Leikfélags Selfoss,Andrés Rúnar Ingason, formaður LMÁ, Kjartan Björnsson nefndarmann LMÁ og Önnu Árnadóttur fráGallerí Gónhól. Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri verði starfsmaður nefndarinnar. Nefndarmenn verði launaðir fyrir utan þá sem þegar eru starfsmenn sveitarfélagsins.


4. 0906139 - Riff Movie train 2009
LMÁ þakkar upplýsingarnar og mælir með þátttöku í þessu verkefni og felur verkefnisstjóra að vinna áfram að málinu í samráði við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (Riff).


5. 0905164 - Þjónustubæklingur fyrir Árborgarsvæðið
LMÁ fagnar framtakinu og þakkar öllum sem komið hafa að gerð þessa veglega bæklings og hvetur til að honum verði dreift á sýningarsvæðinu í Ráðhúsi Reykjavíkur á Menningarnótt. Sömuleiðis fagnar LMÁ þeim samráðsfundum sem haldnir hafa verið og stofnunstýrihóps í framhaldi að ákvörðun bæjarstjórnarfrá 45. fundi mál no.0904081 um samráðsvettvang í menningar- verslunar- og ferðamálum.

Í stýrihópnum eiga eftirtaldir sæti: Anna Árnadóttir, Gallerí Gónhól,Eyrarbakka, Ásbjörn Jónsson, Hótel Selfossi, Bjarni Kristinsson, formaður frá Toppsport, ElsaKolbrún Gunnþórsdóttir,Skeljungsversluninni Stokkseyri og Andrés Sigurvinsson verkefnisstjóri frá S.Á. Hópurinnhefurþegar fundað einu sinni.

6. 0902117 - Handverksfólk í Sveitarfélaginu Árborg
LMÁ þakkar Margréti I Ásgeirsdóttur, forstöðumanni Bókasafns Árborgar og starfsmönnum Upplýsingamiðstöðvar Árborgarsamantektina ogbendir fólki á að fara inn á heimasíðu sveitarfélagsins https://www.arborg.is/ og þar er hnappur ÁRBORG -tourist info /síðan undir þjónustu.Listinn yfir handverksfólkið í Sveitarfélaginu Árborg er reglulega uppfærður.


7. 0906135 - Mín Árborg - íbúagátt
Undirbúningur gengur vel og stefnt er að taka íbúagáttina í notkun að hluta á næstu dögum. LMÁ þakkar upplýsingarnar.


8. 0901021 - Stofutónleikar,samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík 2009
LMÁ þakkar samstarfið og upplýsingarnar.

9. 0811075 - Veraldavinir í Árborg 2009
Verkefnisstjóri afhenti fundarmönnum samantekt frá Katrínu Georgsdóttur, verkefnisstjóraum hvernig hefði tiltekist með framkvæmd. Sjáfrétt https://www.arborg.is/, Svo og lagði verkefnisstjóri fram möppu frá Katrínu, sem þátttakendur fengu afhendar við komuna hingað íSveitarfélagið Árborg. Almennt gekk þetta samstarf mjög vel og mennánægðir með framtakið og veraldarvinir með móttökur. Farið verður yfir málið í heild sinni með skipuleggjendum.

LMÁ þakkar upplýsingarnar og öllum þeim sem komu að skipulagningu og framkvæmd verkefnisins og vonar að framhald verði á þessu samstarfi.


10. 0907014 - Útsvar - 2009 - 2010
LMÁ fagnar að það skuli sama keppnislið og í fyrra ætla að keppa fyrirhönd sveitarfélagsins í Útsvari í ár og óskar þeim velfarnaðar. Liðið skipa Ólafur Helgi Kjartansson, Þóra Þórarinsdóttir og Páll Óli Ólason.


11. 0907038 - Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2008
LMÁ þakkar upplýsingarnar.


12. 0907086 - Aldamótahátíð 15. - 16.ágúst
Hátíðarhöldin gengu í alla staði mjög vel að sögn skipuleggjenda og var mikill og stöðugur straumur gesta báða dagana. Atriði frá hátíðarhöldunum verða á Menningarnótt í Reykjavík og verður líkanið af Aldmótaþorpinu í Kraum ( gamla Fógetanum Aðalstræti.)

Sömu sögu er að segja um Færeyska fjölskyldudaga og Sumar á Selfossi. Mikil og góð aðsókn og framkvæmd tókst almennt vel. LMÁ þakkar upplýsingarnar


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:00

Andrés Rúnar Ingason
Ingveldur Guðjónsdóttir
Kjartan Björnsson
Andrés Sigurvinsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica